Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 17
FRJALS VERZLUN Ullar- og gæruframleiðsla get- ur verið dýrmæt og skapað vinnu og mikil verðmæti. Auk þess finnast stundum í ís- lenzku ullinni stinn, kaikhvít hár, sem eru kölluð hvítar ill- hærur og rauðgul, gróf hár, sem eru kölluð rauðgular ill- hærur. Hvítu illhærurnar eru sjaldgæfar, en rauðgulu illhær- urnar eru til muna algengari. Næsti þáttur ullarrannsókna á einstökum kindum var sá, að ég safnaði sýnishornum af ull af hrútum, sem sýndir voru á hrútasýningum haustið 1957 og aftur haustið 1959 og rannsak- aði þessi sýnishorn í smásjá. Niðurstaðan af þeim rannsókn- um varð að miklu leyti hin sama og sú, sem fékkst í Nor- egi, að tiltölulega lítill munur væri á ullargæðum fjár frá ein- um landshluta til annars, en allverulegur munur á milli ein- stakra kinda innan hvers landshluta. Þessar rannsóknir sýndu það líka greinilega, að íslenzka uliin hafði sérkenni, sem ekki er að finna meðal venjulegra ullarfjárkynja, en þessi sérkenni finnast meðal fjár af gamla skandinaviska fjárkyninu, sem enn er til í fremur litlum mæli í Noregi og leifar af þvi í Svíþjóð, á Shet- landseyjum og Orneyjum og í Finnlandi. Það var að mörgu leyti mikilvægt að fá þessar mælingar á íslenzku ullinni og samanburðinn við aðrar ullar- tegundir, því að ullin af þess- um sjaldgæfu fjárkynjum var á þessum tíma notuð í ýmsar sérstæður vörur, sérstaklega þó handunnar vörur, sem seldar voru á mjög háu verði. Þegar hér var komið rann- sóknunum á ullargæðum ís- lenzka fjárins, var fyrirsjáan- legt, að smásjárrannsóknir á uil einstakra kinda yrði of sein- virk og kostnaðarsöm aðferð fyrri okkur, ef við hefðum í hyggju að kynbæta íslenzka féð með tilliti til ullargæða, ser- staklega fyrir þá sök, að ekki var hægt að rannsaka nema í hæsta lagi nokkur hundruð fjár á ári. Þar að auki var sá hængur á þessum rannsóknum, að sýnishornin, sem rannsölc- uð voru, komu af fé, sem var í eigu bænda um allt land, og þó að fyrir kæmu hrútar, sem hefðu mjög góða ull samkvæmt smásjárrannsóknum, var engin vissa fyrir því, að þeir hrútar yrðu neitt meira notaðir til kynbóta heldur en hrútar með stórgallaða ull, og verðlaun á hrútum fóru ekki eftir ullar- gæðum þeirra. Af þessari á- stæðu var smásjárrannsóknum á ullinni hætt á þessu stigi og hafizt handa um önnur verk- efni, sem líklegri voru til að gefa niðurstöður, sem hægt yrði að taka í notkun í sauð- fjárræktinni hjá einstökum bændum. ERFÐIR GRÁA LITARINS. Fyrsta verkefnið af því tagi var rannsókn á því, hvernig grái liturinn á íslenzka sauð- fénu erfðist. Eg kynntist rannsóknum á erfðum gráa litarins í Noregi og Svíþjóð, meðan ég dvaldi við nám í Noregi, því að þá voru þær rannsóknir hafnar í Noregi og nýlega komin út skýrsla um sænskar rannsóknir um sama efni. Þó hafði ekki tekizt fram að þeim tíma að finna neinar ákveðnar reglur fyrir því, hvernig erfðirnar á þessum lit væru. ner á landi voru gráar gæru. í mjög háu verði á þessum tíma, og margir bændur höfðu mikinn hug á að fá sem flest lömb grá, en gekk það mjög misjafnlega. Beztu gærurnar komu af dökkgráum lömbum, en þegar þau lömb voru sett á og notuð til undaneldis í hrein- rækt, gátu komið fram margir litir aðrir en grátt. Sérstaklega var það þó áberandi, hvað mik- ið bar á svörtum lömbum og jafnframt Ijósgráum lömbum, sem voru með alltof ljósgráa gæru til þess að hún væri sölu- hæf sem grá gæra. 15 Tilraunirnar með litaerfð- irnar hófust haustið 1956 á til- raunabúinu á Hesti, en þá var í fyrsta sinni settur á í tilrauna- skyni mislitur hrútur í þeim tilgangi einum að kanna, hvern- ig lit lömb kæmu undan hon- um. Hustið 1958 var settur á ann- ar hrútur í sama skyni á Hesti og þessum tilraunum haldið á- fram haustin 1959, 1960 og 1961 á Hesti. Haustið 1959 voru auk þess keypt inn mislit lömb í til- raunaskyni í Árnessýslu og þeim komið fyrir í Skeiðhá- holti á Skeiðum og tilraunum með þau haldið áfram þar til haustið 1963. Auk þessara tilrauna var svo safnað upplýsingum um liti á í jölda fjár hjá einstökum bænd- um, svo að áður en þessum rannsóknum á erfðum gráa lit- arins lauk, hafði verið safnað upplýsingum um liti á nærri 20.000 fjár. ÖRUGGAR REGLUR UM ERFÐIR. Helztu niðurstöður þessara rannsókna voru þær, að örugg- ar reglur fundust fyrir því, hvernig grái liturinn erfðist. Þar að auki kom það í ljós, að til þess að lömbin yrðu dökk- grá með æskilegan lit, máttu þau ekki hafa nema einn erfða- vísi fyrir gráum lit. Ef þau höfðu engan erfðavísi fyrir gráu, urðu þau svört, en hefðu þau tvo erfðavísa fyrir gráu, urðu þau svo ljósgrá, að gæran varð ekki lengur söluhæf sem grá gæra. Þetta leiddi ennfrem- ur til þess, að hægt var að setja fram svo öruggar reglur fyrir því, hvernig ætti að framleiða dökkgrá lömb, án þess að svört eða ljósgrá lömb kæmu fyrir, að þessar reglur hefur fjöldi bænda haðnýtt sér með mjög góðum árangri. En það var ekki eingöngu grái liturinn, sem þessar rann- sóknir náðu til, heldur voru teknir fyrir samtímis allir aðr- ir þekktir litir á íslenzku sauð- fé og rannsakað, hvernig þeir erfðust. Reglur fyrir þeim erfð- um fengust samtímis reglunum fyrir gráa litnum, svo að nú má segja að vitað sé í stórum drátt- um, hvernig eigi að fara að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.