Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 16
14 FRJÁLS VERZLUN Landbunaður Rannsóknir á ull og gærum, rækt- un hreinna lita og afbrigðilegra Grein efiir dr. Stefán Aðalsleinsson deildarstjóra hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, með formála blaðsins FORMÁLI. Framleiðsla íslenzka land- búnaðarins er eins og allir vita fyrst og fremst miðuð við sölu á innanlandsmarkaði. Þó má jafnan gera ráð fyrir nauðsyn nokkurs útflutnings, a. m. k. í góðærum, og gerir það þær kröfur til framleiðslunnar að hún sé samkeppnisfær á erlend- um mörkuðum. En jafnframt eru nú orðið uppi sambærileg- ar kröfur á innanlandsmarkaði, og þá ekki sízt hjá þeim iðn- greinum, sem vinna úr landbún- aðarafurðum og komast ekki hjá því, að keppa við fram- leiðslu annarra þjóða í meira eða minna mæli bæði hér og erlendis. Kröfur til landbúnaðarfram- leiðslunnar eru sem sé orðnar aiþjóðlegar. í framhaldi af þvi hefur komið í ijós, að sitt hvað ma til betri vegar færa, og hafa nú um skeið verið framkvæmd- ar ýmsar rannsóknir og tilraun- ir til úrbóta í ýmsum greinum. Afurðirnar eru margvíslegar og starfsemi af þessu tagi tekur því sinn tíma. En á hana ber hins vegar að leggja mikla á- herzlu, það er nauðsynlegt í kapphlaupi nútímaviðskipta. Almennt er talið, að kjötfram- leiðslu þurfi mjög að bæta á vissum sviðum, og jafnframt skinna- og ullarframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá er fjöl- breytni kjötframleiðslunnar tal- in ónóg. Og svo mætti lengi teija. Meðal þess, sem verið hefur undir smásjá í þessum efnum, eru ull og gærur íslenzka fjár- ins. Þar hafa komið í ljós marg- þættir og vel viðráðanlegir möguleikar til úrbóta. En þá skortir annað. Kaupendur þess- ara framleiðslutegunda gera ekki nauðsynlegan greinarmun á góðu og slæmu framleiðsl- unni, bóndinn, sem framleiðir góðu vöruna fær ekki umbun erfiðis síns í hærra verði. Og þar virðist komið að kviku málsins. Hin eina raunhæía hvatning til úrbóta, hinn fjárhagslegi ábati er ekki fyrir hendi. Þannig er það á fieiri sviðum landbúnaðarframleiðsl- unnar. Meðalmennskan er hinn algildi mælikvarði og þar við situr. Hér þarf að verða á ger- breyting, eins og augljóst má vera. Það bezta á að njóta sín, ella er ekki um það að ræða. Nærri tvo áratugi hafa venð framkvæmdar rannsóknir og tilraunir varðandi ullar- og gæruframleiðsluna. Það var dr. Stefán Aðalsteinsson, sem hóf þær á námsárum sínum við Dr. Stefán Aðalsteinsson Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi. Því starfi hefur hann haldið áfram og stjórnað því undanfarin ár, sem deildar- stjóri hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Árangurinn er orðinn hinn athyglisverðasti og ljóst dæmi um það, hvað unnt er að gera, ef út í það er lagt. FV fékk því dr. Stefán til að skýra gang þessara mála, og birtist greinargerð hans hér á eftir. — Ritstj. UPPHAF ULLARRANNSÓKNANNA. Upphafið að þeim rannsókn- um, sem ég hef unnið að á þessu sviði má rekja allt til ársins 1952, en þá valdi ég mér rann- sóknir á íslenzku ullinni sem aðalverkefni til kandidatsprófs frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Ég safnaði ullar- sýnishornum af islenzku fé vor- ið og sumarið 1953, rannsakaði þau sýnishorn í ullarrannsókna- stofu Landbúnlaðarháskólans sumarið 1954 og lauk ritgerð um niðurstöður rannsóknanna sumarið 1955. Þessar rannsóknir náðu til fjár úr öllum landshlutum, og helztu niðurstöður þeirra voru í stuttu máli þær, að ullin af íslenzka fénu væri ekki mjög breytileg frá einum landshluta til annars, en ullin af íslenzka fénu reyndist verulega frá- brugðin þeirri ull, sem algeng- ust er til notkunar í venjulegt ullargarn til vefnaðar og prjón- less í fíngerðar vörur. Islenzka ullin er blanda af löngum, fremur grófum, sterk- um og gljáandi toghárum og stuttum, fínum, mjúkum og ó- reglulega liðuðum þelhárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.