Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 16
14
FRJÁLS VERZLUN
Landbunaður
Rannsóknir á ull og gærum, rækt-
un hreinna lita og afbrigðilegra
Grein efiir dr. Stefán Aðalsleinsson deildarstjóra hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, með formála blaðsins
FORMÁLI.
Framleiðsla íslenzka land-
búnaðarins er eins og allir vita
fyrst og fremst miðuð við sölu
á innanlandsmarkaði. Þó má
jafnan gera ráð fyrir nauðsyn
nokkurs útflutnings, a. m. k. í
góðærum, og gerir það þær
kröfur til framleiðslunnar að
hún sé samkeppnisfær á erlend-
um mörkuðum. En jafnframt
eru nú orðið uppi sambærileg-
ar kröfur á innanlandsmarkaði,
og þá ekki sízt hjá þeim iðn-
greinum, sem vinna úr landbún-
aðarafurðum og komast ekki
hjá því, að keppa við fram-
leiðslu annarra þjóða í meira
eða minna mæli bæði hér og
erlendis.
Kröfur til landbúnaðarfram-
leiðslunnar eru sem sé orðnar
aiþjóðlegar.
í framhaldi af þvi hefur
komið í ijós, að sitt hvað ma
til betri vegar færa, og hafa
nú um skeið verið framkvæmd-
ar ýmsar rannsóknir og tilraun-
ir til úrbóta í ýmsum greinum.
Afurðirnar eru margvíslegar
og starfsemi af þessu tagi tekur
því sinn tíma. En á hana ber
hins vegar að leggja mikla á-
herzlu, það er nauðsynlegt í
kapphlaupi nútímaviðskipta.
Almennt er talið, að kjötfram-
leiðslu þurfi mjög að bæta á
vissum sviðum, og jafnframt
skinna- og ullarframleiðslu, svo
eitthvað sé nefnt. Þá er fjöl-
breytni kjötframleiðslunnar tal-
in ónóg. Og svo mætti lengi
teija.
Meðal þess, sem verið hefur
undir smásjá í þessum efnum,
eru ull og gærur íslenzka fjár-
ins. Þar hafa komið í ljós marg-
þættir og vel viðráðanlegir
möguleikar til úrbóta. En þá
skortir annað. Kaupendur þess-
ara framleiðslutegunda gera
ekki nauðsynlegan greinarmun
á góðu og slæmu framleiðsl-
unni, bóndinn, sem framleiðir
góðu vöruna fær ekki umbun
erfiðis síns í hærra verði. Og
þar virðist komið að kviku
málsins. Hin eina raunhæía
hvatning til úrbóta, hinn
fjárhagslegi ábati er ekki fyrir
hendi. Þannig er það á fieiri
sviðum landbúnaðarframleiðsl-
unnar. Meðalmennskan er hinn
algildi mælikvarði og þar við
situr. Hér þarf að verða á ger-
breyting, eins og augljóst má
vera. Það bezta á að njóta sín,
ella er ekki um það að ræða.
Nærri tvo áratugi hafa venð
framkvæmdar rannsóknir og
tilraunir varðandi ullar- og
gæruframleiðsluna. Það var dr.
Stefán Aðalsteinsson, sem hóf
þær á námsárum sínum við
Dr. Stefán Aðalsteinsson
Landbúnaðarháskólann í Ási
í Noregi. Því starfi hefur hann
haldið áfram og stjórnað því
undanfarin ár, sem deildar-
stjóri hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins. Árangurinn er
orðinn hinn athyglisverðasti og
ljóst dæmi um það, hvað unnt
er að gera, ef út í það er lagt.
FV fékk því dr. Stefán til að
skýra gang þessara mála, og
birtist greinargerð hans hér á
eftir. — Ritstj.
UPPHAF
ULLARRANNSÓKNANNA.
Upphafið að þeim rannsókn-
um, sem ég hef unnið að á þessu
sviði má rekja allt til ársins
1952, en þá valdi ég mér rann-
sóknir á íslenzku ullinni sem
aðalverkefni til kandidatsprófs
frá Landbúnaðarháskólanum í
Ási í Noregi. Ég safnaði ullar-
sýnishornum af islenzku fé vor-
ið og sumarið 1953, rannsakaði
þau sýnishorn í ullarrannsókna-
stofu Landbúnlaðarháskólans
sumarið 1954 og lauk ritgerð
um niðurstöður rannsóknanna
sumarið 1955.
Þessar rannsóknir náðu til
fjár úr öllum landshlutum, og
helztu niðurstöður þeirra voru
í stuttu máli þær, að ullin af
íslenzka fénu væri ekki mjög
breytileg frá einum landshluta
til annars, en ullin af íslenzka
fénu reyndist verulega frá-
brugðin þeirri ull, sem algeng-
ust er til notkunar í venjulegt
ullargarn til vefnaðar og prjón-
less í fíngerðar vörur.
Islenzka ullin er blanda af
löngum, fremur grófum, sterk-
um og gljáandi toghárum og
stuttum, fínum, mjúkum og ó-
reglulega liðuðum þelhárum.