Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 49
FRJALS VERZLUN
47
æskilegt aðildarríki vegna
hlutleysisstefnu þess. Hann
sagði einnig að vart væn þó
hægt að telja Svíþjóð fyllilega
hlutlaust ríki, eftir gagnrýni
sænsku stjórnarinnar á Banda-
ríkjastjórn vegna Vietnam og
stuðningsyfirlýsingar við N-
Vietnam.
Það er ekkert leyndarmál í
Briissel, að ráðamenn EBE þar
líta Svíþjóð hornauga. Svíþjóð
hefur oft haft orð á sér fyrir
að breyta stefnu sinni í ýmsum
málum og ekki hvað sízt á und-
anförnum árum. En það sem
mikilvægara er, er að hinn al-
menni Svíi telur sig ekki Evr-
ópubúa. Hin nýja leiðtogakyn-
slóð jafnaðarmanna undir for-
ystu Olafs Palme forsætisráð-
herra aðhyllist ekki evrópska
sameiningarstefnu og Palme
sjálfur virðist hugsjónalega
hallast meira að A-Evrópulönd-
unum, einkum Tékkóslóvakíu.
Hann er alls ekki hlynntur
grundvallarskilyrðum EBE.
Sænskir blaðamenn, sem fóru
til Briissel til að fylgjast með
viðtökum sænsku umsóknar-
innar voru sífellt undir smá-
sjánni hjá ýmsum mönnum, er
spurðu meira um Svíþjóð, en
blaðamennirnir um EBE. M. a.
voru þeir spurðir að því hvers
vegna Svíar væru svo litiir
Evrópubúar. Þeir hefðu mik-
inn áhuga á málum Ásíu- og
Afríkuríkja og myndu verða
fyrirmyndar íbúar þeirra álfa,
en ekki Evrópu. Þá er einnig á
það bent að í sænskum skólum
er Evrópa kynnt nemendum
innan tvítugsaldurs, sem fjar-
læg álfa.
Hvers vegna sótti Svíþjóð þá
um aðild að EBE? Svarið er
viðskipti. Svíar eru háþróuð
iðnaðarþjóð og líf þeirra bygg-
ist á útflutningi. EBE er lífs-
nauðsynlegur markaður. Ef
tollamúr myndaðist á milli Sví-
þjóðar og EBE-landanna yrði
Svíþjóð ill á vegi stödd. Svíþjóð
vill aðild, sem tryggir efnahags-
legt öryggi, án þess að hún kosti
of miklar stjórnmálalegar
fórnir.
Svíar hafa ekki skilgreint
fyllilega, hvers konar aðild þeir
sækjast eftir, en aftur á móti
hafa Austurríki og Sviss úti-
lokað fulla aðild í sínum um-
sóknum. Svíar vilja ræða mál-
in fyrst og fremst þegar allt er
á hreinu, þá telja þeir tímabært
að ræða, hvei's konar aðild verði
um að ræða. Þetta hefur ber-
sýnilega gert EBE-mönnum
gramt í geði, sem hafa spurt
hæðnislega hvort Svíþjóð sé að
sækja um aðild að EBE, eða
EBE að sækja um aðild að Svi-
þjóð.
Svíum hefur því verið gefin
línan, sem samningaviðræður
munu fara eftir í framtíðinni.
Svíþjóð bað um sama samnings-
grundvöll og Noregur og Dan-
mörk, sem sótt hafa um fulla
aðild, en þar sem ráðherrar
munu ræða mál Dana og Norð-
manna, munu borgaralegir emb-
ættismenn ræða mál Svía og
EBE. Þegar á þetta allt er litið
er ljóst að EBE vill bara góða
Evrópubúa innan vébanda
RAFLAGNINGAR
VIÐGERÐIR
önnumst raflagningar í
liús,
verksmiðjur,
skip
og
bifreiðar.
Viðgerðir á
rafmótorum
og alls konar
vélum
og
tækjum.
Raftækjavinnustoía
Hauks og Ölafs,
ÁRMÚLA 32,
REYKJAVÍK.
SÍMI 37700.
sinna, hvort sem um er að ræða fulla aðild eða aukaaðild.
Setning Prentun ÖNNUMST HYERSKONAR PRENTUN
Stönzun * 1
Pappírssala EINUM
Folien gylling EÐA FLEIRI
Upphleypt letur LITUM
ISSS FORMPRENT
| Eiríksgötu 9, leýkjavík. Sími 25960.