Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 10
B FRJALS VERZLUN Þjóðar- tekjurnar Þjóðartekjurnar eru summa allrar tekjumyndunar í þjóðfélaginu. 3 síð- asta hefti sáum við, að tekjumyndun fyrirtækja samanstendur af: Sala + hrein fjárfesting -h aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum. Þar sem sala hvers fyrirtækis getur skipzt í sölu til heimila og sölu til 'annara fyrirtækja get- um við skrifað: 1 Þjóðartekjur = Summa allrar isölu til heimila. -j- Summa allrar sölu til fyrirtækja,. + Hrein fjárfesting, alls. -r- Aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum, alls. Þar sem við höfum gert ráð fyrir þjóðfélagi án samskipta við útlönd og án opinberra aðila getum við sagt, að summa allrar sölu til fyrirtækja = aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum alls. Við það styttist jafnan okkar hér að ofan í: Þjóðartekjur = Summa allrar sölu til heimila. -j- Summa hreinnar fjárfestingar. Þar sem sala til heimila er öðru nafni jieyzla, geturn við eins skrifað: ÞJÓÐARTEKJUR — NEYZLA + HREIN FJARFESTING. Við getum líka sagt eftirfarandi: Mismunur milli tekna og neyzluútgjalda hvers einstaklings er sú upphæð, sem hann sparar. Sparnaður í þessari merk- ingu er ekki beinlínis skyldur sparibaukum og sparibókum, heldur einungis sá hluti teknanna, sem ekki er ráðstafað til neyzlu. Með þetta, í huga getum við sagt: Þjóðartekjur = Neyzla + Hrein fjárfesting = Neyzla + Spörun. Af þessu leiðir: HREIN FJÁRFESTING = Spörun. Áður en lengra er haldið, skulurrj við aðeins gera okkur betur grein fyrir innihaldi þessarar jöfnu. Hún segir okkur, að á hverju tímabili geti hrein fjárfesting í þjóðfélaginu aldrei orðið meiri en sá hluti teknanna, sem ekki er ráðstafað til neyzlu. Til að skýra þetta aðeins betur, skulum við gera ráð fyrir þjóðfélagi án samskipta við umheiminn, og án opinbers aðila sem leggur á skatta og eyðir þeim. Við skulum ka.lla landið okkar Eldland til að valda engum mis- skilningi. Við gerum ráð fyrir að höfðingi stjórni á Eldlandi, en að hann hafi tekjur af venjulegri vinnu eða eignum sínum. Á síðasta ári urðu þjóð- artekjur á Eldlandi 100.000 kúgildi (eða einhver önnur mynteining), sem skiptist í 80.000 neyzlu og 20.000 fjárfestingu. Höfðinginn er framfarasinn- aður og segir við ráðgjafa sína: „Fjárfestingin er allt of lítil, ég vil, að hún aukist um 10% á næsta ári.“ Ráðgjafarnir svara: „Yðar hágöfgi, við höf- um reynslu fyrir því, að þjóðartekjur okkar vaxa um það bil 5% á ári, við munum því beita okkur fyrir því, að þegnarnir eyði hlutfallslega minni hluta tekna sinna til neyzlu, en nú er.“ Höfðinginn svarar; „Það kemur ekki til mála, ég vil að þegnar mínir geti aukið neyzlu sína hlutfallslega. jafnmikið og þjóðartekjurnar aukast.“ Hvað skeður nú? Gerum ráð fyrir, að Eldlendingum takist a.ð auka fjárfestinguna um 10% eins og höfðingi þeirra vill, og gerum ennfremur ráð fyrir, að ráðgjafarnir hafi *étt fyr- ir sér, og þjóðartekjurnar hafi aukist um 5%. Þjóðartekjurnar verða þá: 105.000 kúgildi (hafa aukist um 5%), sem skiptast í fjárfestingu 22.000 (aukning um 10%) og neyzlu 83.000 (aukning 3,75%). Við sjáum auðveld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.