Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.10.1970, Qupperneq 10
B FRJALS VERZLUN Þjóðar- tekjurnar Þjóðartekjurnar eru summa allrar tekjumyndunar í þjóðfélaginu. 3 síð- asta hefti sáum við, að tekjumyndun fyrirtækja samanstendur af: Sala + hrein fjárfesting -h aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum. Þar sem sala hvers fyrirtækis getur skipzt í sölu til heimila og sölu til 'annara fyrirtækja get- um við skrifað: 1 Þjóðartekjur = Summa allrar isölu til heimila. -j- Summa allrar sölu til fyrirtækja,. + Hrein fjárfesting, alls. -r- Aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum, alls. Þar sem við höfum gert ráð fyrir þjóðfélagi án samskipta við útlönd og án opinberra aðila getum við sagt, að summa allrar sölu til fyrirtækja = aðkeypt frá öðrum fyrirtækjum alls. Við það styttist jafnan okkar hér að ofan í: Þjóðartekjur = Summa allrar sölu til heimila. -j- Summa hreinnar fjárfestingar. Þar sem sala til heimila er öðru nafni jieyzla, geturn við eins skrifað: ÞJÓÐARTEKJUR — NEYZLA + HREIN FJARFESTING. Við getum líka sagt eftirfarandi: Mismunur milli tekna og neyzluútgjalda hvers einstaklings er sú upphæð, sem hann sparar. Sparnaður í þessari merk- ingu er ekki beinlínis skyldur sparibaukum og sparibókum, heldur einungis sá hluti teknanna, sem ekki er ráðstafað til neyzlu. Með þetta, í huga getum við sagt: Þjóðartekjur = Neyzla + Hrein fjárfesting = Neyzla + Spörun. Af þessu leiðir: HREIN FJÁRFESTING = Spörun. Áður en lengra er haldið, skulurrj við aðeins gera okkur betur grein fyrir innihaldi þessarar jöfnu. Hún segir okkur, að á hverju tímabili geti hrein fjárfesting í þjóðfélaginu aldrei orðið meiri en sá hluti teknanna, sem ekki er ráðstafað til neyzlu. Til að skýra þetta aðeins betur, skulum við gera ráð fyrir þjóðfélagi án samskipta við umheiminn, og án opinbers aðila sem leggur á skatta og eyðir þeim. Við skulum ka.lla landið okkar Eldland til að valda engum mis- skilningi. Við gerum ráð fyrir að höfðingi stjórni á Eldlandi, en að hann hafi tekjur af venjulegri vinnu eða eignum sínum. Á síðasta ári urðu þjóð- artekjur á Eldlandi 100.000 kúgildi (eða einhver önnur mynteining), sem skiptist í 80.000 neyzlu og 20.000 fjárfestingu. Höfðinginn er framfarasinn- aður og segir við ráðgjafa sína: „Fjárfestingin er allt of lítil, ég vil, að hún aukist um 10% á næsta ári.“ Ráðgjafarnir svara: „Yðar hágöfgi, við höf- um reynslu fyrir því, að þjóðartekjur okkar vaxa um það bil 5% á ári, við munum því beita okkur fyrir því, að þegnarnir eyði hlutfallslega minni hluta tekna sinna til neyzlu, en nú er.“ Höfðinginn svarar; „Það kemur ekki til mála, ég vil að þegnar mínir geti aukið neyzlu sína hlutfallslega. jafnmikið og þjóðartekjurnar aukast.“ Hvað skeður nú? Gerum ráð fyrir, að Eldlendingum takist a.ð auka fjárfestinguna um 10% eins og höfðingi þeirra vill, og gerum ennfremur ráð fyrir, að ráðgjafarnir hafi *étt fyr- ir sér, og þjóðartekjurnar hafi aukist um 5%. Þjóðartekjurnar verða þá: 105.000 kúgildi (hafa aukist um 5%), sem skiptast í fjárfestingu 22.000 (aukning um 10%) og neyzlu 83.000 (aukning 3,75%). Við sjáum auðveld-

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.