Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 22
20 FRJALS VERZLUN Vcrzlun og þjónusta Vöruhnupl hefur numið allt að 3% af veltu kjörbúðanna... Fer nú heldur minnkandi með auðveldara og betra eftirliti Því verður naumast trúað, að jafn vel menntuð og siðuð þjóð og við íslendingar höf- um ánægju af því að láta kalla okkur þjófa. Samt loðir þetta orð við mikinn fjölda fólks, þegar grannt er skoðað. En það er ekki á allra vitorði. Málið er viðkvæmt, og það er ekki borið á torg, nema allt um þrjóti. Þegar út í það er hugsað, sjá vitaskuld allir, að í verzlun verður ávallt einhver vöru- rýrnun, og það af ýmsum meira og minna mismunandi á- stæðum, t. d. skemmdum eða af því að viðkomandi vörui' falla úr tízku. Hitt má þykja furðulegt, að finna dæmi um allt að 3% rýrnun á vörum kjörbúða, vegna hnupls — viðskiptavinanna, starfsfólks- ins og þeirra, sem flytja vörur milli staða. En þetta er stað- reynd, og það fólk, sem í hlut á, hefur kallað þjófsnafnið yfir sig og um leið sett blett á enn- þá stærri hóp þeirra, sem al- saklausir eru af hnupli, en um- gangast sömu vörur í verzlun- um. Það hljóta allir að fara undir smásjá, þegar jafn margir hnupla og raun ber vitni. Stórvægilegt vandamál — og viðkvæmt. FV fór á stúfana, og spurði kaupmenn og verzlunarstjóra um hnupl. Alls staðar hefur þess orðið vart, en þó sérstak- lega í kjörbúðunum. Bókaverzl- anir og verzlanir, sem selja ýmis konar smávörur, verða einnig illa úti, og jafnvel fatnaðarverzlanir hafa orðið illa fyrir barðinu á þjófum þeim, sem leggja hnuplið fyrir sig. Almennt má segja, að hnuplið bitni mest á þeim verzlunum, sem eru í stærra lagi og með margvíslegar vör- ur og þar sem mikill fjöldi ó- kunnugra kemur saman. Ýmis brögð eru notuð við hnuplið og allt að því hálf- gerðar sjónhverfingar á stund- um. Oft er einstaka dýrari stykkjum stungið til hliðar, í vasa eða tösku, við helgarinn- kaupin. Þess eru jafnvel dæmi, að fólk hafi komið í ös inn i fatnaðaverzlanir, fengið að máta dýran fatnað og horfið i honum sporlaust en skilið ,,larfana“ eftir! Á þeim stöðum, sem FV kom á og á annað borð eru aðstæður fyrir hnuplið, virtist það oft ekki nema undir 1 % af veltu, en allt upp í 3%, og nokkur dæmi könnuðust menn við, þar sem það næmi 2-3% af veltunni. Á þessum stöðum er talið erfitt að komast hjá ein- hverri rýrnun af óeðlilegum orsökum, eins og hnupli, en fari það yfir V2 % af veltu, sé málið orðið stórvægilega alvar- legt. Hér er því um meira en lítið vandamál að ræða. Þetta er raunveruleikinn, sem horf- ast verður í augu við, enda þó-tt málið komi aðeins að litlu leyti til kasta lögregl- unnar og dómstólanna. Sam- skipti verzlana og viðskipta- vina eru viðkvæm, og því er í lengstu lög reynt að forðast opinber afskipti af einstakling- um. Og sama gildir auðvitað um samskipti verzlana og starfsfólksins. í flestum tilfellum nemur hnuplið litlum upphæðum, og sé tekið sem dæmi að í kjörbúð með 20 millj. króna veltu á ári nemi það samanlagt 2% eða 400 þúsund krónum á ári, verður ljóst, að fjöldi fólks stundar hnuplið í meiri eða minna mæli. Varnir. Vöruhnupl er ekki sérís- lenzkt fyrirbæri, heldur al- þjóðlegt. Það hefur því margt verið fundið upp til varnar, og víða erlendis er haldið uppi skipulegri fræðslu um sam- skipti verzlana, starfsfólks og viðskiptavina, jafnvel í sjón- varpi. Varnir gegn hnupli við- skiptavinanna eru svo m. a. speglar, sjónvarpskerfi og sjálf- virkar myndatökuvélar í verzl- ununum, og eru þessi tæki yf- irleitt í sambandi við stjórn- stöð viðkomandi verzlunar eða skrifstofu yfirmanns. Einnig grípa verzlanir til þess, að ráða sérstakt eftirlitsfólk, þeg- ar mestar annir eru, eins og fyrir jólin. í kjörbúðum og fleiri verzlunum hér á landi eru þessi ráð öll notuð í ein- hverjum mæli nú orðið, enda borgar sig fljótt að kaupa varn- arkerfi, þótt það geti kostað yfir 100 þús. kr. og jafnvel ennþá meira. FV var tjáð, að með auðveldara og betra eftii'- liti jafnframt því að fólk væri nú almennt farið að umgang- ast kjörbúðirnar sem slíkar, minnkaði hnuplið nokkuð og virtist sú þróun halda sígandi áfram, sem betur færi. Öllu erfiðara er að verjast hnupli sjálfs starfsfólksins og þeirra, sem flytja vörurnar milli staða, í verzlanirnar og frá þeim. Gildir þar naumast annað en andvari yfirmanna, kaupmanna og verzlunarstjóra, en af hnupli þessa fólks hafa stundum sprottið hin verstu mál viðureignar. Það var sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.