Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Page 52

Frjáls verslun - 01.10.1970, Page 52
5D FRJALS VERZLUN Frá ritstjórn Stöðnunar- hættan er yfirvofandi Verðstöðvun er gengin í gildi og er gert ráð fyrir að ihún renni ekki út fyrr en 31. ágúst á næsta ári. Eins og skýrt hefur verið frá, er iþetta ráðstöfun gegn víxlhækk- uinum kaupgjalds og verðlags, sem tóku geigvænlegt skrið i vor. Ekki er vafi á, að ráðstöfun í þessu augnamiði var þjóðfélaginu nauðsynleg. Um liitt má vissulega deila, hvort verðstöðvun liafi verið rélta ráðið og eins hvort verð- stöðvunin hafi verið nægjanlega undirhúin til að ná til- gangi sínum með sæmilegu móti. Þróun kaupgjalds- og verðJagsmála fyrir verðstöðvun var slík, að a tvinaiuvegirnir bera nú stórum meiri kostn- aðarhækkanir, umfram bætur, en gera mátti ráð fyrir í vor, að þeir stæðu undir áfallalaust. Launahækkanir á ár- inu voru almennt orðnar um og yfir 30%, enda þótt þjóð- artekjurnar aukist vart nema um 10% allt árið. Hið opin- bera hafði tekið inn í þjónustutaxta stofnana sinna megnið af tilföllnum kostnaðarhækkunum, án þess at- vinnuvegunum væri hætt það upp í nokkru, og er at- vinnuvegunum þannig ætlað að bera mum meira en fært þótti að leggja á stofnanir hins opinhera, sem segir sína sögu. Þessi þróun eftir skamman bata frá kreppuástand- inu síðustu ár, hefur leitt til þess, að rekstraraðstaða at- vinnuveganna er mjög veik í upphafi verðstöðvunar, svo að nánast ekkert má út af hera. Að auki tryggir verð- stöðvunin ekki atvinnuvegina fyrir áframhaldandi liækk- unum kaupgjalds og annars kostnaðar, enda eru ákvæði hennar fyrst og fremst miðuð við að tryggja kaupmáti launa. Þenslulhættan er þvi ekki úr sögunni gagnvart at- vinmuvegunum. Bresti á áföll, þótt í smáum stíl verði, er ekki um annað að ræða en rifa seglin, og hvort eð er vofir slikt yfir við ihið þvingaða ástand, sem ávallt fylgir verð- stöðvun til þetta langs tíma. IMerkur áfangi í verzlunar- sögunni Opnun hins mikla verzlunarhúss Silla og Valda i Álf- Iieimum i Reykjavík er merkur áfangi í íslenzkri verzlun- arsögu, eins og raunar þáttur Silla og Valda í smásöluverzl- un í Iiöfuðborginni um áratugaskeið. Sá þáttur er einstæð- ur. 1 þessu nýja verzlunarhúsi er stærsta matvöru- og ný- lenduvöruverzlun landsins, og vöruúi'valið er gifurlegt bókstaflega um allt að velja, hvað gæði og verð snertir. Og á næstunni mun hver verzlunin af annarri opna í þessu húsi og margs konar þjónusturekstur hefjast. En alls verða fyrirtækin i húsinu um 30. Þangað má því sækja á einn stað flest það, sem neytandinn þarfnast af vörum og þjón- ustu, og er óhætt að fullyrða, að svo stór og alhliða mið- stöð er með því myndarlegasla, sem gerist í verzlun og þjónustu í heiminum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.