Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 10

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 10
10 ISLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 stóli, og mun hann vera annar stærsti lífeyrissjóðurinn í land- inu. Sjóðfélagar voru þá 4.375 og fyrirtæki sem greiddu til sjóðsins 910. Hafði sjóðurinn aukizt um 86.2 milljónir árið 1970. Verður hann því nær hálfur milljarður um næstu áramót. í fyrra voru samþykkt 272 lán til sjóðfélaga, að upphæð alls 81.5 millj. Til stofn- og fjárfestingarsjóða verzlunar- innar voru afgreidd lán að upp- hæð 19 milljónir, og Bygging- arsjóður ríkisins fékk að láni 5 milljónir. Lífeyrissjóður verzlunar- manna hefur starfað í 15 ár. Úr honum er nú greiddur barnalífeyrir með 36 börnum látinna sjóðfélaga, ellilífeyrir til 8 og ekknalífeyrir til 12. Ferðaskrifstofur Fá 5-10 % sölu- laun Hvaðan fá almennar ferða- skrifstofur tekjur sínar, úr því við greiðum þeim ekkert sér- staklega fyrir þjónustuna? Þessari spurningu heyrast ferðalangar stundum velta fyr- ir sér. Svarið er einfalt: Tekjur sínar fá ferðaskrifstofurnar fyrst og fremst sem sölulaun frá öðrum þjónustuaðilum. Sölulaunin eru yfirleitt á bil- Farseðill afgreiddur hjú Útsýn. Ferðamannasópur að leggja í skoðunarferð um Reykjavík. inu 5-10% af verði þess, sem selt er. Almennu reglurnar eru þess- ar: Hópferð 10%, flugfarmiði 7-7.5%, farmiði með skipi 7-10 %, farmiði með lest 7%, gist- ing á hóteli 5-10%, bílaleigu- bíll 10-15%. Og úr því leyst hefur verið gróflega úr þessari spurningu, má eins leysa úr annarri. Hverj- ir fá peningana, sem við greið- um fyrir t.d. miða í hálfsmán- aðar hópferð til Suðurlanda? Nú er svarið að vísu öllu erfið- ara viðureignar. en nefna má dæmi: Flugfélag fær nálægt 45-50%, hótel nálægt 35%, ferðaskrifstofan 10%, ýmsir af- ganginn (flugvöllur, bíll milii flugvallar og hótels o.m.m.fl.). Erlendir ferðamenn 63 þúsund 1970, voru 4.400 1950 . Ein þeirra þjónustugreina, sem sýna einna bezt. hve þjón- usta er ört vaxandi þáttur í at- vinnulífinu, er ferðamanna- þjónustan. Þessi þjónustugrein er ung hér á landi, og raunar enn í mótun, eins og flest í atvinnulífi okkar. En það ei- staðreynd. að á 20 ára tíma- bili hefur erlendum ferðamönn- um, sem hingað koma, fjölgað úr 4.383 árið 1950 í 63 þúsund 1970. Og ferðamannastraumur hefur síðustu árin aukizt meira hingað til íslands en nokkurs annars lands í OECD, hlutfalis- lega, 15-20% á ári hverju, meö- an öðrum þykir gott að aukn- ingin sé 3-4%._Af þessari þró- un höfum við íslendingar mik- inn beinan hag, og þó er ó- beinn hagur e.t.v. enn mikil- vægari til þessa. þar sem heim- sóknir erlendra manna til ís- lands eru í rauninni ráðandi um flugsamgöngur til annarra landa, sem eru nú orðnar fram- úrskarandi góðar. Eins og fyrr segir, komu hingað 4.383 erlendir ferða- menn árið 1950. Sennilega hafa þá einnig komið einhverjir með skemmtiferðaskipum. tæpast þó mjög margir, en engar skýrslur eru til um það. Árið' 1960 var sambærileg tala 12,- 860, og fyrirvari er sá sami. En árið 1970 komu hingað 52 - 908 erlendir ferðamenn eftir venjulegum leiðum, auk um 10 þúsund með skemmtiferðaskip- um, eða alls um 63 þúsund. Hefur aukningin á síðasta ára- tug því orðið mun meiri en áratugurinn þar á undan, og raunar mest þá. Að áliti Lúðvígs Hjálmtýs- sonar, framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs. eru bein tengsl milii fjölgunar erlendra ferða- manna og aukningar hótelrým- is, en hann hefur kannað þetta. Um síðustu mánaðamót var hótelrými í landinu 1.766 gisti- herbergi með 3.479 rúmum, þar af 1.039 herbergi með 1.996 rúmum í árshótelum og 727 herbergi með 1.483 rúmum í sumarhótelum. Af heildar- fjölda gistiherbergja voru 38.8% í Reykjavík. og rúma

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.