Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 10
10 ISLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 stóli, og mun hann vera annar stærsti lífeyrissjóðurinn í land- inu. Sjóðfélagar voru þá 4.375 og fyrirtæki sem greiddu til sjóðsins 910. Hafði sjóðurinn aukizt um 86.2 milljónir árið 1970. Verður hann því nær hálfur milljarður um næstu áramót. í fyrra voru samþykkt 272 lán til sjóðfélaga, að upphæð alls 81.5 millj. Til stofn- og fjárfestingarsjóða verzlunar- innar voru afgreidd lán að upp- hæð 19 milljónir, og Bygging- arsjóður ríkisins fékk að láni 5 milljónir. Lífeyrissjóður verzlunar- manna hefur starfað í 15 ár. Úr honum er nú greiddur barnalífeyrir með 36 börnum látinna sjóðfélaga, ellilífeyrir til 8 og ekknalífeyrir til 12. Ferðaskrifstofur Fá 5-10 % sölu- laun Hvaðan fá almennar ferða- skrifstofur tekjur sínar, úr því við greiðum þeim ekkert sér- staklega fyrir þjónustuna? Þessari spurningu heyrast ferðalangar stundum velta fyr- ir sér. Svarið er einfalt: Tekjur sínar fá ferðaskrifstofurnar fyrst og fremst sem sölulaun frá öðrum þjónustuaðilum. Sölulaunin eru yfirleitt á bil- Farseðill afgreiddur hjú Útsýn. Ferðamannasópur að leggja í skoðunarferð um Reykjavík. inu 5-10% af verði þess, sem selt er. Almennu reglurnar eru þess- ar: Hópferð 10%, flugfarmiði 7-7.5%, farmiði með skipi 7-10 %, farmiði með lest 7%, gist- ing á hóteli 5-10%, bílaleigu- bíll 10-15%. Og úr því leyst hefur verið gróflega úr þessari spurningu, má eins leysa úr annarri. Hverj- ir fá peningana, sem við greið- um fyrir t.d. miða í hálfsmán- aðar hópferð til Suðurlanda? Nú er svarið að vísu öllu erfið- ara viðureignar. en nefna má dæmi: Flugfélag fær nálægt 45-50%, hótel nálægt 35%, ferðaskrifstofan 10%, ýmsir af- ganginn (flugvöllur, bíll milii flugvallar og hótels o.m.m.fl.). Erlendir ferðamenn 63 þúsund 1970, voru 4.400 1950 . Ein þeirra þjónustugreina, sem sýna einna bezt. hve þjón- usta er ört vaxandi þáttur í at- vinnulífinu, er ferðamanna- þjónustan. Þessi þjónustugrein er ung hér á landi, og raunar enn í mótun, eins og flest í atvinnulífi okkar. En það ei- staðreynd. að á 20 ára tíma- bili hefur erlendum ferðamönn- um, sem hingað koma, fjölgað úr 4.383 árið 1950 í 63 þúsund 1970. Og ferðamannastraumur hefur síðustu árin aukizt meira hingað til íslands en nokkurs annars lands í OECD, hlutfalis- lega, 15-20% á ári hverju, meö- an öðrum þykir gott að aukn- ingin sé 3-4%._Af þessari þró- un höfum við íslendingar mik- inn beinan hag, og þó er ó- beinn hagur e.t.v. enn mikil- vægari til þessa. þar sem heim- sóknir erlendra manna til ís- lands eru í rauninni ráðandi um flugsamgöngur til annarra landa, sem eru nú orðnar fram- úrskarandi góðar. Eins og fyrr segir, komu hingað 4.383 erlendir ferða- menn árið 1950. Sennilega hafa þá einnig komið einhverjir með skemmtiferðaskipum. tæpast þó mjög margir, en engar skýrslur eru til um það. Árið' 1960 var sambærileg tala 12,- 860, og fyrirvari er sá sami. En árið 1970 komu hingað 52 - 908 erlendir ferðamenn eftir venjulegum leiðum, auk um 10 þúsund með skemmtiferðaskip- um, eða alls um 63 þúsund. Hefur aukningin á síðasta ára- tug því orðið mun meiri en áratugurinn þar á undan, og raunar mest þá. Að áliti Lúðvígs Hjálmtýs- sonar, framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs. eru bein tengsl milii fjölgunar erlendra ferða- manna og aukningar hótelrým- is, en hann hefur kannað þetta. Um síðustu mánaðamót var hótelrými í landinu 1.766 gisti- herbergi með 3.479 rúmum, þar af 1.039 herbergi með 1.996 rúmum í árshótelum og 727 herbergi með 1.483 rúmum í sumarhótelum. Af heildar- fjölda gistiherbergja voru 38.8% í Reykjavík. og rúma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.