Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 13

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 13
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 34.9%. Inni í þessum tölum er viðbótin við Hótel Loftleiðir og allt núverandi rými Hótel Esju. Á döfinni er að stækka Hót- el Sögu og Hótel Holt, svo og er á undirbúningsstigi stofnun nýs hótels við Rauðarárstíg, en forvígismaður er Lúðvíg Hjálmtýsson. Á Laugarvatni hefur nú bætzt við þriðja sum- arhótelið, í húsi Kvennaskóla Suðurlands. Unnið er að bygg- ingum nýrra hótela í Stykkis- hólmi og á Húsavík, og á döf- inni er stækkun Hótel KEA á Akureyri. Af þessari upptalningu, sem ekki er þó tæmandi, má sjá, að töluverð hreyfing er í þess- um efnum. 990 milljónir í gjaldeyri Reiknað hefur verið út, hverjar gjaldeyristekjur urðu árið 1970 af erlendum ferða- mönnum, sem hingað komu. Reyndust þær hafa verið kr. 990.495.202.90. Eru þetta bæði beinar og óbeinar tekjur. í grófum dráttum skiptast þessar gjaldeyristekjur þannig: ÍSLAND Frá innl. flugf. 531.8 Frá erl. flugf. 9.7 Frá Frihöfninni 69.2 Frá ísl. markaði 23.7 Frá ferðaskr. 97.2 Frá hótelum 43.4 Frá ferðam. 215.2 Þess má geta, að íslenzkur markaður h.f. hóf ekki starf- semi fyrr en eftir mitt ár. Síð- asti liðurinn, frá ferðamönnum, er upphæð, sem skipt hefur ver- ið beint í bönkum. Til gamans má bæta því við, að skráðar tekjur af hverjum erlendum ferðamanni, í gjald- eyri. hafa hækkað úr 190 krón- um 1950 í 7.700 krónur 1970. Vissulega verður að gera ráð fyrir gengismun. En fyrst og fremst hefur tekizt að fá ferða- menn til að eyða hér meiru, um leið og gjaldeyrisskil hafa stórbatnað í kjölfar frjálsari gjaldeyrisviðskipta og eðlilegr- ar gengisskráningar. Heildaráætlun er a doiinm Fyrir nokkru fékkst vilyrði fyrir verulegum styrk frá ein- um sérsjóða Sameinuðu þjóð- anna, til þess að gera úttekt 13 og heildaráætlun um uppbygg- ingu ferðamannaþjónustu hér á landi í næstu framtíð. Er gert ráð fyrir að þetta framlag verði um 14 milljónir króna, en ís- lenzka ríkið mun leggja fram á móti 10-15% af þeirri upp- hæð. Vonazt er til. að framlag- ið fáist í ár, en næsta úthlutun úr viðkomandi sjóði er um mitt ár. Áætlanir af þessu tagi hafa verið gerðar mjög víða á und- anförnum árum, sumar um gíf- urlega uppbyggingu í fjölmenn- um löndum. Fjölmörg erlend fyrirtæki hafa sérhæft sig á sviði slíkrar áætlunargerðar, og hafa allmörg þeirra þegar haft samband við þá aðila hér á lndi, sem um þessi mál fjalla, með áhuga á að taka að sér gerð áætlunar hér. Ætti þvi ekki að þurfa að standa á áætl- unargerðinni. þegar fjármagn- ið fæst. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð varðandi þessa vænt- anlegu ferðamálaáætlun hér, að í henni felist fyrst og fremst aðgerðir til að lengja ferða- mannatímann og auka fjöl- breytni þess, sem við getum boðið erlendum ferðamönnum til kaups. TJARNARBÚ VEIZLU- OG FUNDASALIR VONARSTR. 10 REYKJAVÍK SÍMAR: 19000 19100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.