Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 28

Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 28
28 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Héraðsskólinn Laugarvatni Dvalargestir) — Hópferðir! Opið frá 15. júní iil ágústloka. — Fjölbreytt þjónusta á úrvalsstað. PANTIÐ I SÍMA 99-6113. að í sambandi við aðildina að EFTA. Margar landshlutaáætlanir : smíðum. Með stofnun Atvinnujöfnun- arsjóðs 1966 var Efnahags- stofnuninni fengið það hlut- verk að inna af hendi þjón- ustu við gerð landshlutaáætl- ana, sem Atvinnujöfnunarsjóð- ur legði fjármagn til. Stofn- unin hefur unnið að Vest- fjarðaráætlun um samgöngu- mál, Norðurlandsáætlun og samgönguáætlun Austurlands, sem nú er fullgerð. Efnahags- stofnunin hefur einkum það hlutverk að samræma opin- berar framkvæmdir og gera al- mennar athuganir á þróun landshlutanna. Áætlunardeild stofnunarinnar hefur gnótt við- fangsefna. Hún mun vinna að samgöngukafla Norðurlandsá- ætlunar, áætlanagerð um at- vinnu- og félagsmál Vestfjarða og atvinnumál á Vesturlandi, auk þess sem Reykjanes og Reykjavíkursvæðið hafa sam- einazt um athugun af þessu tagi og óskað samstarfs við stofnunina um það. Af þessu öllu hefur Efnahagsstofnunin hafizt handa um almennar yf- irlitsskýrslur um hagræna og félagslega aðstöðu landshlut- anna allra saman, vegna þess hagræðis, sem er að því að hafa allt efnið undir í einu. Starfsfólk Efnahagsstofnun- arinnar er um 20 manns. Stofn- unin skiptist í aðalatriðum í tvær deildir. Annars vegar er deild almennra efnahagsmála, en yfir henni er hagrannsókna- stjóri, og gegnir Jón Sigurðsson hagfræðingur því starfi. í þess- ari deild eru þrír verkefna- kjarnar: I fyrsta lagi gerð þjóð- hagsreikninga með áherzlu á ráðstöfunabhlið, eins og þeir hafa verið birtir. í öðru lagi eru atvinnuvegareikningar og í þriðja lagi tekjuþróun og tekjuskipting. í þessari deild starfa 10 starfsmenn. Hin deildin er áætlunardeild með fjóra starfsmenn. Þá eru einir fimm við almenn störf.‘‘ Hagráð sem „loftvog“. „Efnahagsstofnunin semur skýrslur fyrir Hagráð, og kem- ur venjulega ein skýrsla út á ári. Hagráð er umræðuvett- vangur með fulltrúum allra meiriháttar hagsmunasamtaka. Hagráð hefur ekkert vald, sem- ur ekki um neitt. en það er engu að síður mikilvægt. Þarna koma saman þeir aðilar, sem mestu skipta í sambandi við skoðanamyndun við hvers- konar aðgerðir í efnahagsmál- um, bæði aðgerðir hins opin- bera og aðgerðir stétta og sam- taka. Hagráð er því eins kon- ar loftvog fyrir ástandið. Þá semur Efnahagsstofnun- in skýrslu fyrir OECD um á- stand og horfur í efnahagsmál- um á íslandi.“ Þannig hefur starf Efnahags- stofnunarinnar sífellt vaxið, frá gerð hagáætlana í byrjun út í tekjuáætlanir og síðast æ meira út á svið atvinnuveg- anna. „Nú kemur reynzlan af þessu starfi öll til nota, og við störfum að öllum greinum sam- tímis,“ segir Bjarni Bragi. FV: Að lokum. Láta sér- fræðingar í efnahagsmálum stjórnast af fyrirskipunum stjórnmálamanna? BBJ: „Fátt hefur mér þótt mótsagnakenndara en þessar getsakir, að Efnahagsstofnunin og aðrar þjónustustofnanir semji sérfræðileg álit eftir pólitískum þörfum og setji þannig blett á æru fræði- mennskunnar. Hvernig sam- rýmist þessi gagnrýni þeim á- sökunum. sem oft koma úr sömu átt, að stjórnmálamenn láti sérfræðinga segja sér fyr- ir verkum? Hlutverk sérfræð- inga er tvímælalaust að gera hlutlæga grein fyrir málum, en stjórnmálamennirnir hafa óumdeilanlega húsbóndavaldið. Hér er auðvitað um samverk- un að ræða, þar sem hvor að- ili, stjórnmálamenn og sér- fræðingar hafa sínu hlutverki að gegna á þjóðfélagsheimil- inu.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.