Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 39 IJTSÝIXI: Costa del Sol og Rhodos Frá Torremolinos. Undanfarin ár hefur ferðaskrifstofan Útsýn verið einna kunn- ust fyrir ferðir sínar til Costa del Sol á Spáni. Ferðaskrifstofan sér einnig um hópferðir til fleiri staða, svo sem Costa Brava, Ibiza, Rússlands, Júgóslavíu, Grikklands, Ítalíu, Norðurlandanna og ýmissa fleiri staða. Fyrir utan hópferðirnar rekur Útsýn al- menna ferðaþjónustu og leggur nú áherzlu á að auka þjónustu sína við fyrirtæki og einstaklinga sem fara utan í viðskiptaer- indum. Langvinsælustu hópferðir Útsýnar eru ferðirnar til Costa del Sol og fara 70-80% af öllum viðskiptavinum Útsýnar þangað. Á Sólarströndinni er um tvo staði að ræða. Torremolinos og Fuengirola. Þessir baðstandarbæir eru með stuttu millibili en Fuengirola er kyrrlátari og betur fallinn til hvíldar og slökunar. Aftur á móti er meira um skemmtanir í Torremolinos. Flogið er hálfsmánaðarlega beint til Malaga með þotu FÍ þar sem farar- stjórar taka við gestum. í ágúst verður þó flogið vikulega. Allan tímann er hægt að velja milli ýmissa kynnisferða, en að sjálf- sögðu njóta menn fulls frjálsræðis. Verð er svipað hvort sem menn dveljast i Torremolinos eða Fuengirola en hægt er að velja milli ferða sem standa allt frá viku til 28 daga. Hálfs mánaðar ferð til Costa del Sol kostar frá 19.900 kr. upp í 32.500 kr. Ein sérstæðasta ferðin sem Útsýn býður upp á er ferð til grísku eyjarinnar Rhodos. Hópferð hefur ekki verið farin þang- að fyrr á vegum Útsýnar en þar hefur verið komið við í öðrum ferðum og skipulagðar einstaklingsferðir þangað. Nú er áætluð 18 daga ferð til Rhodos í sept. Sú ferð kemur til með að kosta 34.200 til 38.200 kr. Komið verður við í London á báðum leiðum. I lofti og á sjó.... Ætli menn til útlanda á þessu sumri er hægt að velja ferðir með eftirtöld- um aðilum: Loftleiðir: Um sumar- tímann annast Loftleiðir daglegt flug vestur um haf til New York í sam- bandi við flug frá Bret- landi. Norðurlöndum og Luxemborg. Flug frá New York um Reykjavík til áðurgreindra landa er sem hér segir. Til Norð- urlanda á sunnudögum, þriðjudögum og föstudög- um, til Bretlands á mið- vikudögum og til Luxem- borgar daglega. Pan Am: Ferðir með Pan Am til útlanda yfir sumartímann eru sem hér segir. Til Helsinki á fimmtudögum, til New York á föstudögum til Osló á fimmtudögum og til Stokkhólms á fimmtu- dögum. SAS: Að sumrinu eru ferðir með SAS til Norð- urlanda alla daga en á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum er millilent í Glasgow. BEA: BEA annast flug til London einu sinni í viku en það flug er á mið- vikudögum. F. í.: Flugfélag íslands sér um flugferðir til Bret- lands, Norðurlandanna, Þýzkalands og Færeyja. Frá Rhodos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.