Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
39
IJTSÝIXI:
Costa del Sol og Rhodos
Frá Torremolinos.
Undanfarin ár hefur ferðaskrifstofan Útsýn verið einna kunn-
ust fyrir ferðir sínar til Costa del Sol á Spáni. Ferðaskrifstofan
sér einnig um hópferðir til fleiri staða, svo sem Costa Brava,
Ibiza, Rússlands, Júgóslavíu, Grikklands, Ítalíu, Norðurlandanna
og ýmissa fleiri staða. Fyrir utan hópferðirnar rekur Útsýn al-
menna ferðaþjónustu og leggur nú áherzlu á að auka þjónustu
sína við fyrirtæki og einstaklinga sem fara utan í viðskiptaer-
indum.
Langvinsælustu hópferðir Útsýnar eru ferðirnar til Costa del
Sol og fara 70-80% af öllum viðskiptavinum Útsýnar þangað.
Á Sólarströndinni er um tvo staði að ræða. Torremolinos og
Fuengirola. Þessir baðstandarbæir eru með stuttu millibili en
Fuengirola er kyrrlátari og betur fallinn til hvíldar og slökunar.
Aftur á móti er meira um skemmtanir í Torremolinos. Flogið
er hálfsmánaðarlega beint til Malaga með þotu FÍ þar sem farar-
stjórar taka við gestum. í ágúst verður þó flogið vikulega. Allan
tímann er hægt að velja milli ýmissa kynnisferða, en að sjálf-
sögðu njóta menn fulls frjálsræðis. Verð er svipað hvort sem
menn dveljast i Torremolinos eða Fuengirola en hægt er að velja
milli ferða sem standa allt frá viku til 28 daga. Hálfs mánaðar
ferð til Costa del Sol kostar frá 19.900 kr. upp í 32.500 kr.
Ein sérstæðasta ferðin sem Útsýn býður upp á er ferð til
grísku eyjarinnar Rhodos. Hópferð hefur ekki verið farin þang-
að fyrr á vegum Útsýnar en þar hefur verið komið við í öðrum
ferðum og skipulagðar einstaklingsferðir þangað. Nú er áætluð
18 daga ferð til Rhodos í sept. Sú ferð kemur til með að kosta
34.200 til 38.200 kr. Komið verður við í London á báðum leiðum.
I lofti og
á sjó....
Ætli menn til útlanda á
þessu sumri er hægt að
velja ferðir með eftirtöld-
um aðilum:
Loftleiðir: Um sumar-
tímann annast Loftleiðir
daglegt flug vestur um
haf til New York í sam-
bandi við flug frá Bret-
landi. Norðurlöndum og
Luxemborg. Flug frá
New York um Reykjavík
til áðurgreindra landa er
sem hér segir. Til Norð-
urlanda á sunnudögum,
þriðjudögum og föstudög-
um, til Bretlands á mið-
vikudögum og til Luxem-
borgar daglega.
Pan Am: Ferðir með
Pan Am til útlanda yfir
sumartímann eru sem
hér segir. Til Helsinki á
fimmtudögum, til New
York á föstudögum til
Osló á fimmtudögum og
til Stokkhólms á fimmtu-
dögum.
SAS: Að sumrinu eru
ferðir með SAS til Norð-
urlanda alla daga en á
mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum er
millilent í Glasgow.
BEA: BEA annast flug
til London einu sinni í
viku en það flug er á mið-
vikudögum.
F. í.: Flugfélag íslands
sér um flugferðir til Bret-
lands, Norðurlandanna,
Þýzkalands og Færeyja.
Frá Rhodos.