Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 40

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 40
40 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Eru flugleiðirnar sem hér segir. Mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga er flogið til Glasgow og Kaupmannahafnar. Mánudaga og fimmtu- daga er flogið til Kaup- mannahafnar í sambandi við Grænlandsflug. — Miðvikudaga, fimmtu- daga, föstudaga. laugar- daga og sunnudaga er flogið beint til Kaup- mannahafnar. — Mánu- daga og laugardaga er beint flug til Glasgow. — Þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga er beint flug til London. — Flogið verður til Frankfurt á laugardögum í sumar. Laugardaga verður flogið til Glasgow með viðkomu í Færeyjum en einnig verður flogið til Færeyja á þriðjudög- um. Flestar þessara ferða verða hafnar í byrjun júní. en beinar ferðir til Glasgow á laugardögum byrja ekki fyrr en 26. júní og á mánudögum hálfum mánuði seinna. Fimmtudagsferðirnar til London byrja 1. júlí og ferðirnar til Frankfurt byrja 19. júní. Eimskipafélag íslands: Að venju heldur Eim- skipafélagið uppi skipa- ferðum til Leith og Kaup- mannahafnar. Ferðir eru allt árið en á sumaráætl- un er ekki komið við í Þórshöfn í Færeyjum eins og gert er yfir vetr- armánuðina. Áætlaðir brottfarardagar Gullfoss til Leith og Kaupmanna- hafnar í sumar eru 2., 16. og 30. júní, 14. júlí, 4. og 18. ágúst og 1. og 15. sept. LRVAL: Mallorca Ferðaskrifstofan Úrval var stofnuð á sl. sumri og mun hún leggja fyrir sig alla almenna ferðaþjónustu. Einu hópferðirnar sem skrifstofan sér algerlega um enn sem komið er, eru ferðir til Mallorca og voru farnar tvær slíkar ferðir á sl. ári. Á þessu sumri eru ákveðnar fimm slíkar Mallorcaferðir. Hálfs mánaðar ferðir verða þrjár, 3. ágúst, 1. sept. og 15. sept. Ein sextán daga ferð verður farin 17. ágúst og 22 daga ferð verður farin 29. sept. Hægt er að fá ferðir þar sem bíll er innifalinn í verðinu. Kosta þær ferðir 12.800 til 14.550 kr. eftir lengd ferð- arinnar en þá er ekkert annað innifalið. Hálfsmánaðar ferð kostar annars 17.900 til 27.600 kr. eftir því hvernig menn kjósa að búa. Ferðaskrifstofan Úrval hefur einnig svokallaðar I.T. ferðir á boðstólum. Slíkar ferðir eru byggðar upp á samstarfi margra flugfélaga og þykja ódýrar hópferðir. Með þessum ferðum er hægt að komast til fjölda margra Evrópulanda svo sem Norður- landanna, Englands, írlands, Skotlands, Hollands, Portúgals, Spánar og Austur Evrópulanda svo sem Tékkóslóvakíu, Júgó- slavíu og Grikklands. Auk þess er hægt að komast með I.T. ferðum til landa utan Evrópu. Loks má geta þess að ferðaskrifstofan Úrval skipuleggur að sjálfsögðu hvers konar einstaklingsferðir eftir óskum hvers og eins. Frá Mallorca.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.