Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 52
52
GREINAR OG VIÐTÖL
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971
Fatnaður
v
Tízkan er að vinna þá eldri,
með léttum sniðum og litadýrð
Eiríkur Helgason og Ólafur
Ólafsson segja frá því nýjasta
í tízku karlmannanna. . .
Það hefur verið sagt um ís-
lenzka karlmenn að þeir séu í-
haldssamir í klæðaburði. Lík-
lega er það rétt. Þeir eru upp
til hópa snyrtilega klæddir, en
virðast þó hafa sorglega lítið í-
myndunarafl og vera hræddir
við að reyna nýjungar. Nýjung-
ar í karlmannafatatízkunni
hafa heldur ekki verið svo stór-
brotnar undanfarin ár, að þær
hafi gefið tilefni til að henni
væri nákvæmlega fylgt. Hvað
'hafa t. d. dökkgrá föt með
þrem tölum verið lengi allsráð-
andi?
En nú er þó að verða mikil
breyting, og hún nær ekki að-
eins til yngri kynslóðarinnar
heldur og til ráðsettra og virðu-
legra kaupmanna og annarra
sem eru á svipuðum stað í þióð-
félaginu. Mesta breytingin hef-
ur líklega orðið í litum, nú eru
öll föt í sterkum litum hvort
sem það eru nærbuxur, skyrt-
ur eða frakkar.
Við hittum fyrir skömmu að
máli þá Eirík Helgason. sem
rekur E. Helgason & Co. hf., og
Ólaf Ólafsson, verzlunarstjóra
hjá P&Ó, en í marz síðastliðn-
um voru þeir á IMBEX sölu-
sýningunni í London. IMBEX
útleggst International Mens
and Boys Wear Exibition, og
þar sýna flestir helztu fata-
framleiðendur á Bretlandseyj-
um vöru sína.
Þar voru fleiri íslendingar
fyrir. enda sótti Eiríkur sýn-
inguna vegna þess að hann
hefur umboð fyrir fjórtán eða
fimmtán þekktustu herrafata-
framleiðendur í Englandi, og
þurfti því að vera nálægur þeg-
ar verið_ var að afgreiða pant-
anir til fslands. Ólafur fór hins
vegar til að velja föt fyrir
P&Ó.
Þeir félagar eru sammála um
að miklar breytingar standi yf-
ir í herrafatatízkunni, og að
það séu fallegar breytingar.
Ólafur: Breytingin er einna
mest í litavali. Nú er svotil
allt í skærum litum, skyrtur,
bindi, föt og allt sem tilheyrir
Köflótt föt voru t. d. mjög á-
berandi á þessari sýningu, og
í þeim voru skærir litir. . . .
Eiríkur: . ...sumir litirnir
voru það sem við myndum
Náttföt fyrir haustið.
kalla djarfir. Við höfum alltaf
verið mjög langt á eftir í lita-
vali. og ég býst við að mörgum
hér á landi þættu litirnir nokk-
uð áberandi. En með réttri sam-
setningu þeirra er hægt að fá
gullfallegan klæðnað.
Ólafur: Og þetta er að fær-
ast upp aldursstigann, ef svo
má að orði komast. Litadýrðin
byrjaði hjá unglingunum, en
nú er fuílorðið fólk líka búið
að uppgötva þá. Það er að vísu
heldur hæverskara í samsetn-
ingu þeirra en unglingarnir,
en það velur samt föt í nokk-
uð áberandi litum. . . .
Eirikur: . . . .já og það er
helzt sæmilega efnað fólk sem
kaupir þessi föt. Þegar virðu-
legir heldri menn koma saman
í Englandi í dag. er algengt að
þeir séu í bleikri, ljósblárri eða
gulri skyrtu, með breitt bindi
í fallegum viðeigandi lit, og
fötum sniðnum samkvæmt nýj-
ustu tízku. Og það er ekkert
broslegt við þetta, þessir menn
eru ekki pjattaðir sem eru að
reyna að halda í glataða æsku
eða eitthvað slíkt. Þetta eru
Ólafur í miðið og Eiríkur til hægri við innkaup.