Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 52

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 52
52 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Fatnaður v Tízkan er að vinna þá eldri, með léttum sniðum og litadýrð Eiríkur Helgason og Ólafur Ólafsson segja frá því nýjasta í tízku karlmannanna. . . Það hefur verið sagt um ís- lenzka karlmenn að þeir séu í- haldssamir í klæðaburði. Lík- lega er það rétt. Þeir eru upp til hópa snyrtilega klæddir, en virðast þó hafa sorglega lítið í- myndunarafl og vera hræddir við að reyna nýjungar. Nýjung- ar í karlmannafatatízkunni hafa heldur ekki verið svo stór- brotnar undanfarin ár, að þær hafi gefið tilefni til að henni væri nákvæmlega fylgt. Hvað 'hafa t. d. dökkgrá föt með þrem tölum verið lengi allsráð- andi? En nú er þó að verða mikil breyting, og hún nær ekki að- eins til yngri kynslóðarinnar heldur og til ráðsettra og virðu- legra kaupmanna og annarra sem eru á svipuðum stað í þióð- félaginu. Mesta breytingin hef- ur líklega orðið í litum, nú eru öll föt í sterkum litum hvort sem það eru nærbuxur, skyrt- ur eða frakkar. Við hittum fyrir skömmu að máli þá Eirík Helgason. sem rekur E. Helgason & Co. hf., og Ólaf Ólafsson, verzlunarstjóra hjá P&Ó, en í marz síðastliðn- um voru þeir á IMBEX sölu- sýningunni í London. IMBEX útleggst International Mens and Boys Wear Exibition, og þar sýna flestir helztu fata- framleiðendur á Bretlandseyj- um vöru sína. Þar voru fleiri íslendingar fyrir. enda sótti Eiríkur sýn- inguna vegna þess að hann hefur umboð fyrir fjórtán eða fimmtán þekktustu herrafata- framleiðendur í Englandi, og þurfti því að vera nálægur þeg- ar verið_ var að afgreiða pant- anir til fslands. Ólafur fór hins vegar til að velja föt fyrir P&Ó. Þeir félagar eru sammála um að miklar breytingar standi yf- ir í herrafatatízkunni, og að það séu fallegar breytingar. Ólafur: Breytingin er einna mest í litavali. Nú er svotil allt í skærum litum, skyrtur, bindi, föt og allt sem tilheyrir Köflótt föt voru t. d. mjög á- berandi á þessari sýningu, og í þeim voru skærir litir. . . . Eiríkur: . ...sumir litirnir voru það sem við myndum Náttföt fyrir haustið. kalla djarfir. Við höfum alltaf verið mjög langt á eftir í lita- vali. og ég býst við að mörgum hér á landi þættu litirnir nokk- uð áberandi. En með réttri sam- setningu þeirra er hægt að fá gullfallegan klæðnað. Ólafur: Og þetta er að fær- ast upp aldursstigann, ef svo má að orði komast. Litadýrðin byrjaði hjá unglingunum, en nú er fuílorðið fólk líka búið að uppgötva þá. Það er að vísu heldur hæverskara í samsetn- ingu þeirra en unglingarnir, en það velur samt föt í nokk- uð áberandi litum. . . . Eirikur: . . . .já og það er helzt sæmilega efnað fólk sem kaupir þessi föt. Þegar virðu- legir heldri menn koma saman í Englandi í dag. er algengt að þeir séu í bleikri, ljósblárri eða gulri skyrtu, með breitt bindi í fallegum viðeigandi lit, og fötum sniðnum samkvæmt nýj- ustu tízku. Og það er ekkert broslegt við þetta, þessir menn eru ekki pjattaðir sem eru að reyna að halda í glataða æsku eða eitthvað slíkt. Þetta eru Ólafur í miðið og Eiríkur til hægri við innkaup.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.