Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 31

Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 31
31 kvæmdir hófust, var tilkynnt sú ákvörðim stjórnvalda, að húsnæðislán yrðu hækkuð verulega eftir nokkra mánuði, og þar með fóru frá okkur allir kaupendurnir, sem sáu sér fært að byggja sjáfir. Við byrjuðum samt og lukum við að steypa upp þrjú stigahús 26. nóvem- ber 1964 í 10 stiga frosti. Nú, áframhaldið varð það, að þarna um veturinn seldust allar íbúð- irnar. Söluverðið var 420 og 550 þúsund á 3ja og 4ra her- bergja íbúðum. Við urðum að bíða eftir húsnæðismálastjórn- arlánum, og að auki að lána sjálfir 50 þúsund á hverja íbúð. Það var í rauninni meira en hægt var, og í eina skiptið, sem við höfum lánað sjálfir með þeim hætti. Þessi lán voru að koma inn að fullu í fyrra, og ef við hefðum haldið áfram að lána í svipuðum mæli, hefði það riðið okkur að fullu, með þeim drætti sem oft hefur orð- ið á húsnæðismálastj órnarlán- um. sem er kafli út af fyrir sig. Fjármagnið hefur se_m sagt í meginatriðum komið frá kaup- endunum sjálfum og húsnæðis- málastjórn. FV: Nú segir þú, að dráttur hafi orðið á húsnæðismála- stjórnarlánum. ÁÁ: Já, það er merkileg saga að segja frá því, og merkileg- ust fyrir það, að þessar bygg- ingarframkvæmdir okkar hafa haft þá sérstöðu hér á Akur- eyri, sem raun ber vitni, bæði við lausn á húsnæðisþörfum fólks og í byggingu ódýrra íbúða fyrir kaupendur og hag- kvæmra fyrir bæjarfélagið. Að vísu hefur fleirum tekizt að byggja ódýrt, en það dregur þó ekki úr gildi okkar fram- kvæmda. Þegar við hófumst handa 1964, fór ég á fund þáverandi framkvæmdastjóra húsnæðis málastjórnar, Eggerts G. Þor- steinssonar, og lagði fyrir hann þessi áform okkar. Hann sagði þá orðrétt: „Þetta framtak þitt er svo stórkostlegt, að ég skal lofa þér því, að þér skal verða veitt öll sú fyrirgreiðsla, sem forsenda er fyrir að veita í húsnæðismálastjórn.“ Nú, með þessi orð framkvæmdastjórans fór ég léttur í spori af stað með þetta stórvirki. Á þetta reyndi mjög fljótt, eða þegar fyrsta húsið var fokhelt eftir áramót 1964-65. Nokkur bið varð, þó ekki mikil, því lán komu á allar íbúðirnar á árinp FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL Hér er 5. fjölbýlishús BTB í byggingu. Tvö af fjölbj’lishúsunum, sem BTB hefur byggt í Glerárhverfi. KNÚNIR TIL AÐ FARA ÚT í B YGGIN GARSTARFSEMI. FV: Nú er þetta heldur ó- venjulegt, að byggingavöru- verzlun reki sjálf byggingar- starfsemi. Hvernig stóð á því, að út í hana var farið? ÁÁ: Það stóð þannig 1964, að stórfelld lánastarfsemi var orðin forsenda þess, að hér væri unnt að reka byggingavöru- verzlun, þar sem Kaupfélag Eyfirðinga hafði tekið slíka lánastarfsemi upp í stórum stíl. BTB var algerlega um megn, að standast þá samkeppni að öllu óbreyttu. Ég fór því að hug- leiða, að það myndi ekki vera síðra að lána sjálfum sér og hvort svarið væri ekki einna helzt fólgið í þvtí, að hefja sjálfstæða byggingarstarfsemi, enda þótt það hlyti að velta á ýmsu, hvenær sú fjárfesting skilaði sér aftur. Það höfðu ekki verið byggð hér fjölbýl- ishús áður, nema á vegum Byggingarfélags verkamanna, en ég hafði oft látið mér til hugar koma, að fara út á þessa braut, og það varð svo úr við þessar aðstæður. MISBRESTUR Á EÐLILEGRI FJÁRMÖGNUN. FV: Tæpast hefur þetta þó verið alveg svona einfalt, og talsvert hefur þurft af fé til að festa í þessu? ÁÁ: Jú, það er rétt. Upphaf- lega var áætlunin, að fjár- magna byggingarnar að mestu með fé frá kaupendum, og í fyrstu leit það vel út, því und- irtektir voru góðar. Við festum strax kaupendur að flestum íbúðunum í fyrsta húsinu. En rétt um það leyti, sem fram-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.