Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 33
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 33 Stórvirk tæki Norðurverks hf. við gerð jarðganga Laxár III. að' tvöfalda afköstin meðan markaðurinn er nógur, og það myndi ef að líkum lætur leysa mikinn vanda, ef húsnæðis- skortur hyrfi úr sögunni með stórátaki í byggingu hag- kvæmra íbúða. SELJA UNDIR VÍSITÖLUVERÐI. FV: Hve ódýrt selur BTB íbúðirnar, hve ódýrt segjum við, í framhaldi af því sem þú_ hefur gefið í skyn? AA: Mér er ljúft að svara því, þar sem við erum einmitt að ákveða verð á þeim íbúð- um, sem nú eru að hefjast framkvæmdir við og skilað verður á miðju næsta ári. Þær íbúðir munum við selja á bil- inu 4.900-5.200 kr. á rúmmetr- ann fuligerðar með lóð, þó án málningar. Rúmmetrinn í vísi- töluhúsinu kostar nú rétt tæp- ar 5.000 kr., en í okkar verði eru innifaldar allar hækkanir fram á mitt næsta ár, sem gera má ráð fyrir að verði töluverð- ar, svo ekki sé meira sagt. Ég held að okkar verð hafi alltaf verið töluvert undir vísitölu- verðinu. og svo er hjá fleirum hér á Akureyri. NÆG VERKEFNI. FV: Og svo við sláum botn- inn í húsnæðismálin, eru næg verkefni framundan í bygging- ariðnaðinum á Akureyri? ÁÁ: Já, hér er mikill hús- næðisskortur, og það sést lík- lega bezt á því, að verð eldri íbúða hefur rokið upp í svipað verð og er í Reykjavík, þótt verð nýrra íbúða sé hins vegar tiltölulega lágt. Og mörg at- vinnufyrirtæki skortir vinnu- afl, sem verður að fá að, en þar stendur húsnæðisskotur í veg- inum. Skv. athugun og áætlun um mannfjöldaþróun og hús- næði í bænum, þarf að byggja nokkur hundruð íbúðir á allra næstu árum. Um aðrar bygg- ingarframkvæmdir er svo erf- itt að spá um. þær eru nátt- úrlega bundnar við atvinnu- vegina. Af slíkum framkvæmd- um hefur verið mikið undan- farið og ýmislegt er á döfinni. NORÐURVERK STOFNAÐ 1968. FV: Þá er rétt að víkja að- eins út í aðra sálma. Þú ert einnig stjórnarformaður Norð- urverks h.f., eina stóra verk- takafyrirtækisins utan höfuð- borgarsvæðisins. Þetta er ungt fyrirtæki. ÁÁ: Norðurverk var stofnað 1968, í ársbyrjun. Áhugi á stofnun þess fyrirtækis vakn- aði, þegar á döfinni voru nýjar virkjunarframkvæmdir við Laxá. Það atvikaðist þó þannig, að félagið var stofnað, þegar Kísilvegurinn svokallaði var boðinn út. Við vorum allmarg- ir, sem stofnuðum fyrirtækið, og nú eru hluthafar um 200 talsins með um 2.8 milljónir í hutafé. Norðurverk h.f. hreppti Kísilveginn á lægsta tilboði, rúmum 33 milljónum, og ég get fullyrt að það var einungis stórhugur þeirra. er að stofnun fyrirtækisins stóðu. sem varð þess valdandi að við gerðum hagstætt tilboð. Fjárfesting i upphafi nam helmingi af samn- ingsverði þessa fyrsta verks, og síðan hefur verið haldið áfram á sömu braut, að byggja fyrir- tækið upp að stórvirkum op afkastamiklum tækjum. f Voonafirði bvggðum við næst 650 metra langan varnargarð með steinastærð upp í 20 tonn, sem er mikið mannvirki óg ein- stakt í sinni röð hér á landi enn sem komið er. Þá bvsgð- um við Smyrlabjargaárvirkjun í Hornafirði. Allar þessar fram- kvæmdir hrepptum við í harðri samkeponi á lægstu tilboðum. Nú. í fyrra buðum við í ný- virkjun í Laxá á móti Efra- falli í Reykjavík, og buðum þar lægra. Síðan var samið við Norðurverk á enn lægra verði en í tilboðinu, 170 milljónum í stað 202 milljóna. Fram- kvæmdir þar hafa gengið nokk- Frh. á bls. 54, VicV op jarðganganna, sem Norðurverk hf. hefur unnið að við Laxá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.