Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 37

Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 37
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 SIGURBJÖRN GUÐJÓNSSON TRÉSMÍÐAMEISTARI UM TRÉSMÍÐI Veigamiklar framfarir bæði í úti og innismíði, aukin sérhæfing Spurningunni hvort trésmíði i byggingariðnaðinum sé að breytast svaraði Sigurbjörn Guðjónsson trésmíðameistari játandi. Ýmis tæknileg atriði hafa verið tekin inn í trésmíði í byggingariðnaðinum. Má þar t. d. nefna krossviðssteypumót- in og notkun heflaðs timburs i uppslætti. Hægt er að komast hjá því að pússa húsin ef mót þessi eða heflaða timbrið er notað. — Notkun tilbúinna steypumóta er mjög hagkvæm, þegar endurtekning er á sömu mótum í byggingunni því þá er hægt að nota mótin aftur og aftur án þess að breytingu þurfi að gera á þeim, sagði Sig- urbjörn. Síðan vék hann að því, að notkun tengja í stað bindivíra væri til stóraukins hagræðis fyrir smiði í uppslætti. Tengi þessi eru framleidd bæði hér á landi og erlendis. Er það Blikk- smiðja Breiðfjörðs hf., sem framleiðir tengin hér. Framhald á bls. 51. GREINAR OG VIÐTÖL ÓLAFURJÓNSSON MÁLARAMEISTARI UM MÁLNINGU Það borgar sig ekki að „mála sjálfur46, nema fyrir ánægjuna! Borgar sig fyrir húsbyggj- anda að mála sjálfur hús sitt og hvað kostar að mála það í dag? Þessar spurningar hafa án efa vaknað upp í huga þeirra sem þurfa að láta mála íbúðina sína eða eru að bvggja. I stuttu samtali við Ólaf Jóns- son málarameistara sagði hann að margsannað væri að það borgaði sig ekki fyrir fólk að mála sjálft. Sá sem ætlar að mála íbúðina sína þarf t.d. að kau.pa ýmis tæki, auk málningarinnar. Tæk- in eru dýr og auk þess eyðii' ó- vanur maður miklu. meiru af málningu heldur en vanur mað- ur og eyðir miklum tíma í verkið. Þegar tekið er tillit til þessara þátta kemur í ijós að heildarkostnaðurinn verður meiri og árangurinn lélegri en þegar fagmenn vinna verkið. Hitt er svo annað mál að mörg- um þykir gaman að því að mála sjálfir og verða ánægðari með árangurinn ef þeir hafa unnið verkið sjálfir og í þeim tilfell- Framhald á hls. 51. 37 GUÐMUNDUR J. KRIST- JÁNSSON VEGGFÓÐRARA- MEISTARI UM VEGGFÓÐR- UN Siiriiír vegg- fóðra alla veggi og dúkleggja hvert einasta gólf Undanfarið hefur það stöðugt færzt í aukana að veggfóðra hér á landi. Af því tilefni snérum við okkur til Guðmundar J. Kristjánssonar veggfóðrunar- og dúklagningameistara og inntum hann eftir því, hvort ekki hafi orðið framfarir á þessu sviði. Það er óhætt að fullyrða, að miklar framfarir hafa orðið í veggfóðrun. Aðallega eru framfarirnar fólgnar í því, að betri veggfóður eru nú á mark- aðnum en áður var. Með til- komu betra veggfóðurs var svo farið að vanda betur uppsetn- ingu á veggfóðri. Þau veggfóð- ur, sem nú eru á markaðnum, eru oftast með vinylhúð sem glansar og ber þá miklu meira á öllum misfellum ef veggurinn er ekki nógu vel undir búinn. Einnig er á markaðnum papp- írsveggfóður með límhúð. Það er ódýrt en ekki mikið notað. Hvaðan er veggfóðrið helzt keypt? Mest er flutt inn af vegg- fóðri frá Englandi og mikið af Framhald á bls. 53.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.