Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.06.1971, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 39 Kjötiðnaðarstöð KEA Framleiddi 1970 8 kg. af mat- vælum, að auki 6 dósir af niður- suðuvörum - á hverja fjölskyldu! Til skamms tíma vai’ kjöt- iðnaður hér á íslandi í heldur litlum metum hjá neytendum og veitingamönnum, og liggm' raunar enn þann dag í dag und- ir þungri gagnrýni. Víst er að kjötiðnaðurinn hefur tekið miklum framförum, að vissu marki stakkaskiptum, síðustu ár, og það er með réttu hægt að tala um íslenzkan kjötiðnað nú orðið. En eins og gengur, þar sem unnið er að uppbygg- ingu eða endurmótun, er úr- bóta vant í ýmsu. Það á þó ekki siður og liklega fyrst og fremst við í þeim greinum búskapar, sem standa að kjötframleiðsl- unni. „Við getum bætt okkur mikið, ekki þó að neinu ráði í vinnslunni sjálfri, en ef við fá- um betra hráefni. Vissulega þarf alltaf að bæta sig, en við byltum engu nema hráefnið verði bætt til muna, og það er í rauninni auðvelt, tekur að vísu nokkurn tíma, en er auð- velt, sé skilningur og vilji fyrir hendi,“ sagði Óli Valdimarsson verksmiðjustjóri í Kjötiðnaðar- stöð KEA á Akureyri, þegar FV heimsótti stöðina á dögun- um. Og á þeim stað verður ekki efazt um, að er aðstaða til þess að meta aðstæðurnar rétt. Þarna er fyrirtæki á borð við beztu kjötiðnaðarstöðvar í Ev- rópu, ein stöð af þeim beztu. Það er ástæða til að taka orð verksmiðjustjórans í fullkom- inni alvöru. BRAUTRYÐJANDI. „Við tókum þessa stöð í notk- un í október 1966, hún hafði þá verið í byggingu rúm þrjú ár, og höfum síðan bætt við hana vélum og tækjum á hverju ári. Þetta er fyrsta kjötiðnaðar- stöðin hér á landi, sem byggð er sem slík og af þessari stærð, og sú eina ennþá,“ sagði Valur Arnþórsson, sem nýtekinn er við starfi kaupfélagsstjóra KEA, en var áður fulltrúi kaupfélags- stjóra um nokkurt árabil. „Það má hiklaust segja að KEA sé brautryðjandi á þessu sviði, þessi fyrsta kjötiðnaðarstöð tók við af Pylsugerð KEA, sem lengi var starfrækt, og við skipulagningu og uppbyggingu stöðvarinnar var miðað við ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða, m.a. nýttum við danska sérþekkingu og reynzlu og gerum það enn. En Danir standa í fremstu röð í kjötiðn- aði, eins og kunnugt er.“ Kjötið úrbeinað til vinnslu. 60 MILLJÓNA FJÁRFESTING. „Hús Kjötiðnaðarstöðvarinn- ar er 1800 fermetrar og 10000 rúmmetrar, að mestun á einni hæð, þar sem öll vinnsla fer fram, en á efri hæð er vélasalur fyrir loitræstingar- frysti- og rafmagnskerfi. Oll gólf eru ílísalögð og veggir upp í tæpa 2 metra. Fullbyggt kostaði hús- ið, ásamt þeim vélum og tækj- um, sem þá var um að ræða, um 36 milljónir króna, en síðan bættist ofan á þá upphæð geng- istap, um 8 milljónir. Við höf- um aukið véla- og tækjakostinn smátt og smátt. Stofnkostnað- urinn í heild er nú orðinn nokk- uð á 7. milljónatuginn.“ „Mörgum þótti uppbygging þessa fyrirtækis fífldirfzka,“ sagði Valur Amþórsson, „og það var óneitanlega um tölu- verða bjartsýni að ræða. En mat þeirra manna, sem að þessu stóðu, hefur reynzt rétt. Stöðin hefur skilað fullum afskriftum og vöxtum og jafnvel smávegis hagnaði þennan skamma tíma, sem hún hefur verið rekin. Og verkefnin eru næg, skorti ekki hráefni.“ „Það er enginn vafi á því, að starfsemi og framleiðsla Kjötiðnaðarstöðvarinnar hefur . . . og bjúgun komin í ofn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.