Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 47

Frjáls verslun - 01.06.1971, Side 47
47 FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL eins og venjuleg galvaniseruð járnrör og er því ekki von á neinni byltingu á því sviði. Eru pípur, rör og lagning þeirra stór hluti af byggingar- kostnaði? Heildarkostnaður er mjög misjafn og fer það aðallega eft- ir tækjunum sem hver og einn kýs að nota. Verð á hreinlætis- setti með blöndunartækjum kostar 30-60 þúsund eða hleyp- ur á helmingi og sýnir það bezt hve erfitt er að nefna nokkrar tölur í sambandi við heildar- kostnað. Er meira lagt upp úr íburði í baðherbergjum en áður? Ég verð að svara því játandi. Áður fyrr létu menn sér oftast nægja að hafa t. d. aðeins annað hvort steypibað eða ker- laug, en nú er hvorutveggja í flestum íbúðum, nema þá helzt stigahúsum þar sem húsrými er mjög takmarkað. Lituð sett í baðherbergi eru mjög vinsæl, sérstaklega blá og gul sett og kostar litað sett 6-8 þúsundum krónum meira en alveg eins sett í hvítum lit. Er nóg að gera hjá pípu- lagningamönnum? Þeir hafa flestir nóg að gera, bæði í nýjum húsum og auk þess í sambandi við við- gerðir. — í sambandi við við- gerðirnar langar mig til þess að minnast á það hve illa er geng- ið um niðurföll í húsum á ís- landi. Getur hirðuleysi í sam- bandi við niðurföll orðið við- komandi aðila æði dýrkeypt og því er vert að hugsa sig tvisvar um áður en stórum hlutum er fleygt í niðurföllin. Loks langar okkur til þess að spyrja þig: Er hægt að lækka byggingarkostnaðinn? Eg tel að ef þeir menn sem byggja og selja geta haldið stanzlaust áfram og gert meira af stöðluðum íbúðum, fáist hag- kvæmari samningar og lagnir, svo og aðrir hlutir í bygginga- framkvæmdum verði ódýrari. RAFVIRKJAM. Framhald af bls. 36 sjálfvirk vörn yfirleitt alls staðar sett, og er það geysileg- ur munur, fyrir notendur. í því sambandi má svo nefna líka „lekaliðana“ svokölluðu, en með tilkomu þeirra hefur ör- yggi fólks stóraukizt, þannig að mun minni hætta er á slys- um af völdum rafmagns þar sem þeir eru notaðir. Nú hefur verið hafin fram- FRAMLEIÐUM INNIHURÐIR OG VIÐARÞILJUR Tréiðjarfi hf. Ytrs l\ljarðvík Sími 1680 STREN G JASTEYPUHÚ S RP - RIFJAPLÖTUR Iðnaðarhús Fiskverkunarhús HP - HOLPLOTUR RB-STOÐIR SIB - ÞAKBITAR IB - BITAR TB - ÞAKBITAR Iþróttahús Vörugeymsluhús Þakplötur og Gólfplötur fyrir íbúðarhús Skrifstofuhús Verzlunarhús Strengjasteypuhús sameina beztu eiginleika steinsteypu- húsa og stálgrindarhúsa: Rúmgóð og súlnalaus salar- kynni úr eldtraustu og viðhaldsfríu efni. Stuttur bygg- ingartími. Húshlutar steyptir í verksmiðju og tilbúnir til reisingar, þegar gengið hefir verið frá grunni. BYGGINGARIÐJAN HF. BREIÐHÖFÐA 10, REYKJAVÍK. — SÍMI 36660.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.