Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 63

Frjáls verslun - 01.06.1971, Page 63
FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 63 FJÖLSKYLDUÍÞRÓTT. Jóhann: Það er önnur góð hlið á golfinu, það er fjöl- skylduíþrótt. Margir golfleik- arar taka konur sínar og jafn- vel börn með sér. Við stofnuð- um kvennadeild fyrir tveim ár- um, og í henni eru nú áttatíu konur. Þær leika ekki allar golf að visu, en þær koma með mönnum sínum, hafa gaman af félagsskapnum, og sjá um kaffi og aðrar veitingar þegar þess þarf með. Þannig getur öll fjöl- skyldan sameinast í tómsunda- iðju, og það er jú mikill kostur. FV: Það er þá töluvert fél- agslíf í kringum golfið? Páll: Já, töluvert. Það er auð- vitað félagslíf þegar komið er saman á vellinum, og svo eru haldin mót víðs vegar um land- ið, þar sem menn kynnast og bindast vináttuböndum. Eins og við nefndum eru þrettán klúbbar á landinu og verið er að undirbúa þann fjórtánda á Selfossi. Þessir þrettán eru Golfklúbbar Reykjavíkur, Suð- umesja (í Leirulandi), Ness (Seltjarnarnesi), Vestmanna- eyja, Akureyrar, Golfklúbbur- inn Keilir í Hafnarfirði, Golf- klúbburinn Leynir á Akranesi og Golfklúbbar Sauðárkróks, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Húsavíkur og Neskaupstaðar. MÖRG MÓT. Nú, það er haldið landsmót árlega, verður núna á Akureyri dagana 11.-14. ágúst, og svo hef- ur hver klúbbur fjöldann allan af mótum. Á þessu ári verða haldin 23 „opin“ mót sem all- ir geta tekið þátt í. AÐDRÁTTARAFL FYRIR FERÐAMENN. Jóhann: Það er ein hlið á golfi sem menn hugsa kanske lítið um, og það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Góðir golf- vellir hafa alltaf laðað að sér fólk, og ef t. d. væri minnst á golfvelli í landkynningum, gæti það áreiðanlega valdið úr- slitum hjá ýmsum sem hefðu verið á báðum áttum um hvort þeir ættu að skoða ísland. Samt eru það ekki nema tvö bæjar- félög sem sýna þessu einhvern skilning, Akureyri og Vest- manneyjar. Báðir þessir aðilar hafa veitt golfíþróttinni veru- legt liðsinni. Páll: Þó eru til ýmsir aðilar sem hafa verið okkur mjög hjálplegir, og þótt erfitt sé að nefna einn öðrum fremur, lang- ar mig til að minnast á Flug- félag Islands h.f., sem alltaf hefur verið okkur mjög vin- samlegt. Það hefur gefið fjöld- an allan af verðlaunum og boð- ið mjög hagstæð kjör fyrir þá sem vilja sækja golfmót. Svo hefur það árlega skipulagt ferð til Skotlands, sem nýtur orðið mikilla vinsælda. Síðast fóru 80 golfmenn héðan í átta daga ferð, sem kostaði með ferðum og uppihaldi 12.700 krónur. Það er löngu orðið ljóst að golfíþróttin á mikla framtíð fyrir sér á íslandi, það sýnir fjöldi félagsmanna og golfvalla hér. Ég er mjög ánægður með það, því þetta er ekki aðeins mjög góð skemmtun, heldur einnig holl líkamsrækt, og flest okkar sem störfum innan dyra, hreyfum okkur sorglega lítið. HÚSBYGGJENDUR! Höfum ávallt fyrirliggjandi: Þakpappa — Þakjárn — Asfalt — Asfaltgrunn — Pappasaum — Þakrennur úr plasti. T. HANNESSON & C0. HF. Ármúla 7, Reykjavík. Sími 85935. BÍLAEIGENDUR HÖFUM OPNAÐ AÐ SÖLVALLAGÖTU 79 bílaverkstæði og sjálfsþjónustu í björtu og rúmgóðu húsnæði. Hjá okkur getið þér þrifið bílinn, gert við sjálfir og fengið aðstoð fagmanna, ef með þarf. — Verkfæri á staðnum. Félagsmenn FÍB fá 20% afslátt á sjálfsþjónustu. GERIÐ SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN. BÍLAVERKSTÆDI SKÚLA 0G ÞORSTEINS (áður í Tryggvagötu). Sólvallagötu 79, á horni Sólva.g. og Hringbr., Rvík.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.