Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 21
verðbólgu í Bandaríkjunum allra síðustu ár. Þess vegna fögnuðu margir hagfræðingar því, að gjald- miðiar voru látnir „fljóta“ og gengi þeirra ráðast af öflum markaðanna. Margir báru þá fram þá ósk, að gengi skyldi fljóta til eilífðarnóns. Með því yrði komið í veg fyrir síendur- teknar gjaldeyriskreppur og jafnvægi skapast í heimsvið- skiptum að þessu leyti. Ur misræmi yrði bætt sjálfkrafa, þannig að gengi breyttust, þar til að jafnvægi næðist. TREGIR AÐ FELLA DOLLAR GAGNVART GULLI Þessi g j aldey riskreppa, öll- um öðrum fremur, opnaði augu ráðamanna í Bandaríkj- unum fyrir því, að gengisfell- ing dollars varð ekki umflúin. Innflutningstollur Nixons jók hættu á gagnráðstöfunum annarra ríkja, þótt Danir yrðu einir til að setja sams konar toll á hjá sér. Innflutningstoll- urinn megnaði ekki að bæta úr skák nema í litlum mæli skamma hrið, með þvi að hann dró úr innflutningi. Bandaríkjamenn voru þó enn tregir til að fella gengi dollars gagnvart gulli, það er hækka guliverðið, þar sem þeir vildu komast hjá að valda tjóni öðrum þjóðum, sem höfðu byggt á Bandaríkjadollar og áttu varasjóði, tryggingar, samninga o. s. frv. í dollurum. Þó voru það flestar aðrar þjóð- ir, sem sóttu að Bandarikja- mönnum að gera einmitt þetta. Deilurnar voru stórpólitísk- ar og blönduðust þjóðametn- aði, og oft féllu stór orð. Frakkar voru í fararbroddi gegn Bandaríkjamönnum. — Bandaríkjamenn vildu reyna að halda gullverði óbreyttu i dollurum, en fá aðrar þjóðir til að hækka gengi gjaldmiðla sinna mjög verulega, sem þýddi auðvitað, að gengi doll- ars félli gagnvart þessum gjaldmiðlum. Þetta töldu marg- ir Bandaríkjamenn sáluhjálp- aratriði, sem mundi bjarga heiðri Bandaríkjanna að marki og minnka sorgir þeirra, sem höfðu treyst á óbifanleika Bandaríkjadollars, þar sem hann stæði þá alltaf óbreyttur gagnvart gulli. Aðrar þjóðir vildu, að gengi Band aríkj adollars félli sem mest gagnvart gulli, það er að segja, verð gullúnsunnar í dollurum hækkaði sem mest. Hins vegar vildu þær sem minnst hækka gengi gjald- miðla sinna. Átökin um þetta stóðu til jóla. Þá var sam- komulag um að gera sitt af hverju taginu. AFTUR GJALDEYRIS- KREPPA ÁRIÐ 1973? Á þeim tíma, sem gjaldmiðl- ar ,,flutu“, hafði orðið tölu- verð breyting á gengi þeirra. Bandaríkjadollar hafði þannig fallið um nærri sjö prósent, jenið hækkað um ein fimmtán (vegið meðaltal), vestur-þýzka markið um fimm (raunveruleg vegin gengishækkun), en um heil tólf prósent gagnvart doll- ar. Jólasamkomulagið gerði lít- ið annað en að staðfesta þessar breytingar. Dollarinn var felld- ur einu prósenti meira, og eins og kunnugt er fylgdi íslenzka krónan honum alla leiðina. Bandaríkjamenn létu undan og hækkuðu gullverð úr 35 í 38 dollara fyrir únsu gulls. Til að koma til móts við óskir um meira svigrúm í gjaldeyrismálum var sam- þykkt, að nú mætti gengi breytast um 2,25 prósent frá pari, en áður mátti breytingin ekki verða umfram 1%. Með illu skal illt út reka. Með gjaldeyriskreppunni tókst loks að fá fram gengisbreyt- ingar, sem viðurkenna stað- reyndir. Auk þess var sveigj- anleikinn aukinn, með því að stækka það bil, sem gengi geta „flotið“ í. En hætt er við, að aftur komi til gjaldeyris- kreppu, til dæmis árið 1973, ef ekki verður horfið frá því kerfi, sem heyrir fortíðinni til og hefur gengið sér til húðar. ÚTGARÐIIR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 74 SÍMI 85660 GRILLRÉTTIR KJÚKLINGAR HAMBORGARAR O.FL. TÍBONSTEIK TORNEDO & FILLE „RÉTTUR DAGSINS11 Á HAGKVÆMU VERÐÍ ÚRVALS yy, KÖKUR ,x-;, <ss; FRÁ EIGIN KONDITORI . SENDUM HEIM „KÖLD BORГ & HEITA RÉTTI PANTIÐ VEIZLUMATINN HJÁ OKKUR KOMIÐ OG BORÐIÐ Á RÓLEGUM STAÐ SÉRSTÖK „FJÖLSKYLDUMÁLTlÐ11 ÁSUNNUDÖGUM AFGREIÐUM FAST FÆÐI TIL VINNUHÓPA NESTI FYRIR FERÐAHÓPA OG EINSTAKLINGA UTGARDUR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 7í SÍMI 85660 FV 2 1972 21 ■tRMRD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.