Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 23
Fyrirtæki vörur
þjónusta
„Samvinnan innan fyrirtækisins
sé sem bezt og nánust64
Rætt við forsvarsmenn Olafs Gíslasonar & Co. hf., um útfllutning,
innflutning, umboðssölu og tryggingarumboð fyrirtækisins
Richard Hannesson og Sigurður G. Sigurðsson, framkvœmda-
stjórar og meðeigendur fyrirtœkisins Ólafur Gíslason Co. h.f.
Fyrirtækið Ólafur Gíslason
& Co. hf., stofnaði Ólafur Gísla-
son árið 1923. Skömmu síðar
gerðist Einar Pétursson meðeig-
andi hans í fyrirtækinu, og
ráku þeir það saman, þar til
Einar lézt árið 1961.
Rekstrargrundvöllur var inn-
flutningur og útflutningur og
umboðssala þ.e., flutt var inn
m.a. hrákaffi, salt, kol og út-
gerðarvörur, en út var flutt
fiskur, smjör o. fl. Árið 1963
gerðist svo Tómas Pétursson
meðeigandi í firmanu en hann
hafði þá starfað við það frá ár-
inu 1929.
Undir handleiðslu og stjórn
þessara þriggja ágætu manna
hefur fyrirtækið vaxið og dafn-
að, vöruflokkum fjölgað og um-
svifin aukizt. Hefur fyrirtækið
ávallt notið trausts og virðing-
ar í viðskiptum innanlands sem
utan.
Auk Einars eru þeir Tómas
og Ólafur nú einnig látnir en
framkvæmdastjórn er í hönd-
um þeirra Richards Hannesson-
ar og Sigurðar G. Sigurðssonar,
sem hafa verið meðeigendur í
firmanu frá því í janúar 1970.
Auk þeirra er í stjórn fyrir-
tækisins frú Unnur Pétursdótt-
ir. sem jafnframt er stjórnar-
formaður.
í dag byggir fyrirtækið starf-
semi sína sem fyrr á innflutn-
ingi, útflutningi og umboðssölu
og hefur auk þess tryggingar-
umboð fyrir „Liverpool &
London & Globe Insurance Co.
Ltd“. Þótt fyrirtækið sé auðvit-
að rekið sem ein heild hafa
framkvæmdastjórarnir skipt
nokkuð með sér verkum til að
auðvelda reksturinn. Þannig
sér Sigurður um útflutning, inn-
flutning vegna umboðssölu og
tryggingar en Richard um inn-
flutning vegna heildsölu, skrif-
stofuhald og fjármál.
— Richard, hverjar eru
helztu innflutningsvörurnar?
— Já, eins og flest íslenzk
innflutningsfyrirtæki erum við
með nokkuð marga vöruflokka.
Af þeim vörutegundum sem
enn er verzlað með og hefur
verið allt frá stofnun fyrir-
tækisins má nefna hrákaffi,
salt og útgerðarvörur. Auk
þess slökkvitæki, rafmagnsvör-
ur, skrifstofuvörur þ.e. skjala-
skápa, peningaskápa o. þ. h.,
gúmmíbjörgunarbáta, vogir,
byggingavörur og sprengiefni
svo eitthvað sé nefnt. Auk
FV 2 1972
23