Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 39
Aætlanagerð og Framkvæmdastofnum ríkisins Guðmundur Magnússon próíessor skriíar um áœtlanagerð og tilgang þeirra, samanburð við Norðurlönd og Framkvœmdastoifnun ríkisins. Grein þessi er unnin upp úr framsöguerindi höfundwr í Hag- frœöafélaginu, 9. des. s.l. Ég mun fyrst ræða tilgang áœtl- unargeröar og ýmis afbrigði áætl- ana. Siðan hvernig aö áætlunar- gerö er staöið á öörum Noröur- löndum og Þá, hvaöa háttur hefur veriö haföur á hér á landi síöan um 1930, en öllum þessum atrið- um eru gerð ófullnægjandi skil í greinargerð með frumvarpinu. Að síðustu mun ég víkja að megin- stefnu frumvarpsins og einstpk- um atriöum þess. TILGANGUR ÁÆTLUNAR- GERÐAR OG ÝMIS AF- BRIGÐI ÁÆTLANA Tilgangur áætlunargerðar getur verið margvislegur, en ástæða er til að gera greinarmun á a. m. k. tvennu: 1. Mikilvægur tilgangur með áætl- unargerð er oft að auðvelda ákvarðanatöku, annað hvort til að marka grundvallarstefnu í einhverju máli eða til að velja milli mismunandi kosta. Dæmi um hið fyrra gæti verið spá um útflutning íslendinga eða þróun stóriðju miðað við til- teknar forsendur. Dæmi um hið síðara er val milli virkjunar- staða eða tiltekinna virkjunar- raða. 2. Annar skilningur, sem stund- um er lagður í áætlunargerð, er sá, að hún sé nokkurs konar markmið, sem eigi að fylgja. Dæmi um þetta er framleiðslu- áætlun hjá fyrirtæki, þar sem áætlunin myndar nokkurs kon- ar staðal eða viðmiðunargrund- völl. Samanburður á áætlun og raunveruleika gerir fyrirtækinu kleift að meta árangur starf- seminnar og að stýra fram- leiðslunni, ef ástæða þykir til vegna „óeðlilegra frávika". Annað dæmi gæti verið verk- áætlun Orkustofnunar á því að ljúka athugunum á vatnsorku landsins og jarðvarma á til- teknum fjölda ára. Hið þriðja er framkvæmdaáætlun, sem samræmd er við fjárlög — og þannig mætti lengi telja. Eins og ég mun síðar víkja að, er þvi miður ekki gerður greinar- munur á þessu tvennu i frum- varpinu. Lesandinn verður að geta sér til um merkingu orðanna, og hafi ég botnað eitthvað í því, sem þar stendur um áætlunargerð, stendur þar hver merkingin um aðra þvera. Heyndar get ég ekki setið á mér að geta þess þegar á þessu stigi, að smiðir frumvarpsins hafa alls ekki gert sér far um að skil- greina, hvað Þeir eigi við með ýms- um orðum, eins og áætlunargerð, áætlun o. fl. Þetta er einkar baga- legt, þegar um er að ræða orð, sem notuð eru í mismunandi merkingum, eins og orðið „áætl- un‘‘. Þá kröfu vei'ður að gera til laga, að þau séu skýr. Sú mál- notkun, sem er að finna í frum- varpinu i þessum efnum, bendir annars vegar til, að starfsmenn Efnahagsstofnunarinnar hafi ann- aðhvort ekki verið beðnir að lesa frumvarpið yfir eða þeir þá ekki kært sig um að breyta því (að þessu leyti), en hins vegar til þess, að lagasmiðirnir hafi ekki lesið þær skýrslur, sem gerðar hafa verið af Efnahagsstofnun- inni, með gaumgæfni. 1 þeim er að finna skýran greinarmun á orðunum framreikningi, áeetlun og spá. Þannig er talað um fram- reikning, þegar sögulegar tölur eru færðar til gildandi verðlags, áœtlaöar ttplur, þegar um endan- legar tölur um fyrri þróun er að ræða, og spá, þegar útreikningar um framtiðina við tilteknar for- sendur koma til greina. Einnig má benda á, að minnzt er á hinn margvislega skilning, sem lagður er í orðið „áætlunar- gerð“ í grein eftir Albert Water- ston, aðalsérfræðing Alþjóðabank- ans í áætlunargerð í grein 5 Fjár- málatiðindum árið 1968, sem nán- ar mun vitnað til síðar. Jafnvel þótt fallizt sé á að nota orðið áætlun um óorðna hluti, eins og í frumvarpinu, má færa gild rök fyrir því að gera greinarmun á áœtlun og spá, i þeim skiiningi, að fyrst verður að vita þá fyrirætlan, sem síðan ligg- ur til grundvallar spánni. Þetta kemur t. d. fram í dæminu, sem tekið var um útflutning. Það er tómt mál að spá um útflutning, ef ekki eru fyrst gerðar forsend- ur um, hvaða hagstjórnartækjum eigi að beita. Nú má flokka áætlanir og/eða spár með ýmsum hætti. FV 2 1972 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.