Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 56
ég þar við búnað frystihús-
anna hér heima. Þeir hafa knú-
ið okkur til endurbóta, sem
lyfta munu framleiðslustöðv-
um okkar á hærra stig. Það
er vel. En þetta kostar að
sjálfsögðu peninga og hjá
Sambandinu gerum við ráð
fyrir að verja 600 milljónum
króna til endurbóta á frysti-
húsum, sem starfa á okkar
vegum. Málið snýr líka að
bæjar- og sveitarfélögum, sem
verða að standa við sitt, því
að hjá þeim er víða pottur
brotinn, einkanlega varðandi
gæði vatns og umhverfi fisk-
vinnslustöðvanna.
Á þremur árum hefur verð
fyrir útfluttan fisk rúmlega
tvöfaldast, en engar teljandi
hækkanir hafa orðið á útflutt-
um iðnaðarvörum. Okkur er
því gífurlegur vandi á hönd-
um í iðnaðinum og ýmsar
blikur verða á lofti, ef kostn-
aðurinn í iðnrekstrinum á enn
eftir að hækka.
FV: Úti á landsbyggðinni
eru margir þess fýsandi, að op-
inberar stofnanir flytji úr höf-
uðborginni í smærri bæjar-
og sveitarfélög. Teljið þér
hugsanlegt, að Sambandið
flytji eitthvað af skrifstofum
sínum úr aðalstöðvunum í
Reykjavík út á land?
E. E.: Það væri mjög mikl-
um vandkvæðum bundið að
hafa aðalskrifstofur Sambands-
ins annars staðar en í Reykja-
vík. Því ráða samgöngur við
útlönd og fleira. Hins vegar
kemur vel til greina, að SÍS
setji upp birgðastöðvar með
vissar vörutegundir úti á
landi.
Félagsmenn kaupfélaganna
vilja fá Sambandsfyrirtæki og
stofnanir út á landsbyggðina.
Samvinnuskólinn starfar t. d.
á Bifröst í Borgarfirði. Þar er
aðsókn svo mikil, að við höf-
um ekki undan. Rekstur skól-
ans á þessum stað er mjög
dýr, en hinu er ekki að leyna,
að staðsetningin er að mörgu
leyti heppileg og stuðlar að
góðu andrúmslofti í slíkri
menntastofnun.
FV: Nýlega hafið þér sett
fram hugmyndir um útgáfu
stofnbréfa í fyrirtækjum sam-
vinnufélaganna. Hverjar eru
þær í megindráttum?
E. E.: Ég gerði fyrst grein
fyrir þessum sjónarmiðum á
fundi kaupfélagsstjóra í haust.
f því sambandi vil ég fyrst
taka fram, að enda þótt leggja
beri áherzlu á þýðingu þess,
að félögin eigi aðgang að láns-
fjármagni, með útgáfu skulda-
bréfalána eins og t. d. tíðkast
hjá sænsku samvinnufélögun-
um, er nauðsynlegt að byggja
upp eigið fjármagn. Til þess
að þetta megi verða, tel ég
nauðsynlegt að opna nýja leið,
sem geri kaupfélagafólkinu
mögulegt að ávaxta fé sitt í
fyrirtækjum samvinnufélag-
anna. Það á að gera fólki kleift
að kaupa hluti í Sambandinu,
kaupfélögunum og öðrum sam-
vinnufélögum. Þessi leið til
uppbyggingar fjármagns hef-
ur lengi verið notuð í Bret-
landi, þar sem vagga sam-
vinnuhreyfingarinnar stóð, og
þar sem upprunnar eru þær
meginreglur, sem orðið hafa
HÚSGAGNAVERZLUNIN
KJARNI HF.
SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI. SÍMI 12043.
HÖFUM A BOÐSTÓLUM ALLS KONAR VÖNDUÐ
HÚSGÖGN. — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
HVERT A LAND SEM ER.
VÖNDUÐ VINNA. — FLJÓT AFGREIÐSLA.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
HÚSGAGNAVERZLUNIN
KJARNI HF.
SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI. SÍMI 12043.
Umboð á Akureyri fyrir:
ZANUZZI
HUSQVARNA
SKIL
og
BOSCH
rafmagnsverkfæri.
OSRAM
rafmagnsperur.
Mikið úrval ai rafmagnsheimilistœkjum.
Lampar í loft, gólf og á veggi og margt fleira.
Véia- og raftækjasalan h.f.
GLERÁRGÖTU 6, AKUREYRI. SÍMAR 11253, 12939.
52
FV 2 1972