Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 56
ég þar við búnað frystihús- anna hér heima. Þeir hafa knú- ið okkur til endurbóta, sem lyfta munu framleiðslustöðv- um okkar á hærra stig. Það er vel. En þetta kostar að sjálfsögðu peninga og hjá Sambandinu gerum við ráð fyrir að verja 600 milljónum króna til endurbóta á frysti- húsum, sem starfa á okkar vegum. Málið snýr líka að bæjar- og sveitarfélögum, sem verða að standa við sitt, því að hjá þeim er víða pottur brotinn, einkanlega varðandi gæði vatns og umhverfi fisk- vinnslustöðvanna. Á þremur árum hefur verð fyrir útfluttan fisk rúmlega tvöfaldast, en engar teljandi hækkanir hafa orðið á útflutt- um iðnaðarvörum. Okkur er því gífurlegur vandi á hönd- um í iðnaðinum og ýmsar blikur verða á lofti, ef kostn- aðurinn í iðnrekstrinum á enn eftir að hækka. FV: Úti á landsbyggðinni eru margir þess fýsandi, að op- inberar stofnanir flytji úr höf- uðborginni í smærri bæjar- og sveitarfélög. Teljið þér hugsanlegt, að Sambandið flytji eitthvað af skrifstofum sínum úr aðalstöðvunum í Reykjavík út á land? E. E.: Það væri mjög mikl- um vandkvæðum bundið að hafa aðalskrifstofur Sambands- ins annars staðar en í Reykja- vík. Því ráða samgöngur við útlönd og fleira. Hins vegar kemur vel til greina, að SÍS setji upp birgðastöðvar með vissar vörutegundir úti á landi. Félagsmenn kaupfélaganna vilja fá Sambandsfyrirtæki og stofnanir út á landsbyggðina. Samvinnuskólinn starfar t. d. á Bifröst í Borgarfirði. Þar er aðsókn svo mikil, að við höf- um ekki undan. Rekstur skól- ans á þessum stað er mjög dýr, en hinu er ekki að leyna, að staðsetningin er að mörgu leyti heppileg og stuðlar að góðu andrúmslofti í slíkri menntastofnun. FV: Nýlega hafið þér sett fram hugmyndir um útgáfu stofnbréfa í fyrirtækjum sam- vinnufélaganna. Hverjar eru þær í megindráttum? E. E.: Ég gerði fyrst grein fyrir þessum sjónarmiðum á fundi kaupfélagsstjóra í haust. f því sambandi vil ég fyrst taka fram, að enda þótt leggja beri áherzlu á þýðingu þess, að félögin eigi aðgang að láns- fjármagni, með útgáfu skulda- bréfalána eins og t. d. tíðkast hjá sænsku samvinnufélögun- um, er nauðsynlegt að byggja upp eigið fjármagn. Til þess að þetta megi verða, tel ég nauðsynlegt að opna nýja leið, sem geri kaupfélagafólkinu mögulegt að ávaxta fé sitt í fyrirtækjum samvinnufélag- anna. Það á að gera fólki kleift að kaupa hluti í Sambandinu, kaupfélögunum og öðrum sam- vinnufélögum. Þessi leið til uppbyggingar fjármagns hef- ur lengi verið notuð í Bret- landi, þar sem vagga sam- vinnuhreyfingarinnar stóð, og þar sem upprunnar eru þær meginreglur, sem orðið hafa HÚSGAGNAVERZLUNIN KJARNI HF. SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI. SÍMI 12043. HÖFUM A BOÐSTÓLUM ALLS KONAR VÖNDUÐ HÚSGÖGN. — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU HVERT A LAND SEM ER. VÖNDUÐ VINNA. — FLJÓT AFGREIÐSLA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. HÚSGAGNAVERZLUNIN KJARNI HF. SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI. SÍMI 12043. Umboð á Akureyri fyrir: ZANUZZI HUSQVARNA SKIL og BOSCH rafmagnsverkfæri. OSRAM rafmagnsperur. Mikið úrval ai rafmagnsheimilistœkjum. Lampar í loft, gólf og á veggi og margt fleira. Véia- og raftækjasalan h.f. GLERÁRGÖTU 6, AKUREYRI. SÍMAR 11253, 12939. 52 FV 2 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.