Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 53
Elzta kaupfélagið 90 ára Um þessar mundir er minnzt 90 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga, elzta kaupfélags- ins á íslandi. Kaupfélag Þingeyinga var stofnað að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882, þar sem mættir voru 15 fulltrúar úr fimm sveitarfélögum, en það er byggðin frá Ljósavatns- skarði austur að Jökulsá. Fund- armenn höfðu umboð sveit- unga sinna til félagsstofnunar og ennfremur höfðu þeir með- ferðis vörupantanir væntan- legra félagsmanna, sem munu hafa verið 131 eftir því sem næst verður komizt. Upphaflega starfaði þetta nýja félag sem vörupöntunar- félag og í fyrstu stjórn þess sátu Jón Sigurðsson á Gaut- löndum, formaður, séra Bene- dikt Kristjánsson í Múla, og Benedikt Jónsson á Auðnum. Fyrsti kaupf élagsstj órinn var Jakob Hálfdánarson. í afmælisriti Kaupfélags Þingeyinga, sem gefið hefur verið út i tilefni af níræðis- afmælinu segir Úlfur Indriða- son, formaður stjórnar félags- ins m.a. í grein: „Sú spurning leitar jafnan á hugann: Hvaða lífsmáttur var það, sem fleytti K.Þ. yfir tor- færur byrjunaráranna? Má þó segja, að allt legðist á eitt til að auka erfiðleikana. Hart ár- ferði, fátækt fólks hér, sem annars staðar, fésterkir keppi- nautar, reynsluleysi almenn- ings um rekstur og fyrirkomu- lag á verzlunarstarfsemi. Það mun flestum ljóst og löngum viðurkennt, að það, sem ráðið hafi úrslitum í þeirri baráttu, hafi verið menn- ingarsamtök héraðsbúa. Fyrst og fremst forystumannanna, en einnig almennings, sem að baki þeim stóð. Allir voru þeir í sárri þörf að bæta hag sinn og þeir trúðu á sjálfs síns ”hönd en undur eigi“ til að leysa þann vanda, sem biði þeirra. Þessi menning kemur einna ljósast fram í því, að skapað er rekstrarform, sem féll að atvinnu- og staðháttum líðandi stundar, en hefir síðar meir reynzt hæft til að vaxa og þróast við gjörbreytta atvinnu- hætti og þjóðlífsþarfir. Sterk- asti þáttur þeirrar menningar var og er óbilandi traust á lýðræði og á sem jöfnustum rétti einstaklingsins til áhrifa og hagsbóta.“ Félagar í Kaupfélagi Þingey- inga eru nú rúmlega 1700 tals- ins. Aðalstöðvar félagsins eru á Húsavík, þar sem það rekur stórt verzlunarhús auk annarra fyrirtækja. Félagið starfrækir m.a. brauðgerð. efnalaug, pylsugerð, ferðamiðstöð, mjólk- ursamlag.frystihús og vöru- flutningabíla. Launagreiðslur hjá félaginu námu alls um 46 milljónum króna árið 1971 auk greiðslna til verktaka. Alls er fast starfslið nú 106 manns. Heildarvelta félagsins nam á síðasta ári rúmum 232 milljón- um. Núverandi stjórn Kaupfélags Þingeyinga skipa: Úlfur Ind- riðason, bóndi Héðinshöfða, for- maður, Teitur Björnsson, bóndi Brún, varaformaður, Jóhann Hermannsson, fulltrúi Húsa- vík. ritari, og meðstjórnendur þeir Illugi Jónsson, bifreiða- stjóri Bjargi, Skafti Benedikts- son, ráðunautur Garði, Sigur- jón Jóhannesson, skólastjóri Húsavík og Baldvin Baldurs- son, bóndi Rangá. Kaupfélagsstjóri er Finnur Kristjánsson, sem hefur gengt því starfi í rúm 18 ár. !!i MífrSi:' 1 vm • ÚvílÍ't: «4L \ P\ ' y 1 K f tei WfT * \m i ■ T** ^ v 1 •. j Frá sláturhúsi kaupfélagsins • -J11! i E C J ■ E * 1111 a ■ ® ^ iifl mmíí ,. K*UPFtL*S t PIHCETÍNCA , J Verzlunarhús kaupíélagsins FV 2 1972 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.