Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 53
Elzta kaupfélagið 90 ára
Um þessar mundir er minnzt
90 ára afmælis Kaupfélags
Þingeyinga, elzta kaupfélags-
ins á íslandi.
Kaupfélag Þingeyinga var
stofnað að Þverá í Laxárdal
20. febrúar 1882, þar sem
mættir voru 15 fulltrúar úr
fimm sveitarfélögum, en það
er byggðin frá Ljósavatns-
skarði austur að Jökulsá. Fund-
armenn höfðu umboð sveit-
unga sinna til félagsstofnunar
og ennfremur höfðu þeir með-
ferðis vörupantanir væntan-
legra félagsmanna, sem munu
hafa verið 131 eftir því sem
næst verður komizt.
Upphaflega starfaði þetta
nýja félag sem vörupöntunar-
félag og í fyrstu stjórn þess
sátu Jón Sigurðsson á Gaut-
löndum, formaður, séra Bene-
dikt Kristjánsson í Múla, og
Benedikt Jónsson á Auðnum.
Fyrsti kaupf élagsstj órinn var
Jakob Hálfdánarson.
í afmælisriti Kaupfélags
Þingeyinga, sem gefið hefur
verið út i tilefni af níræðis-
afmælinu segir Úlfur Indriða-
son, formaður stjórnar félags-
ins m.a. í grein:
„Sú spurning leitar jafnan á
hugann: Hvaða lífsmáttur var
það, sem fleytti K.Þ. yfir tor-
færur byrjunaráranna? Má þó
segja, að allt legðist á eitt til
að auka erfiðleikana. Hart ár-
ferði, fátækt fólks hér, sem
annars staðar, fésterkir keppi-
nautar, reynsluleysi almenn-
ings um rekstur og fyrirkomu-
lag á verzlunarstarfsemi.
Það mun flestum ljóst og
löngum viðurkennt, að það,
sem ráðið hafi úrslitum í
þeirri baráttu, hafi verið menn-
ingarsamtök héraðsbúa. Fyrst
og fremst forystumannanna, en
einnig almennings, sem að baki
þeim stóð. Allir voru þeir í
sárri þörf að bæta hag sinn og
þeir trúðu á sjálfs síns ”hönd
en undur eigi“ til að leysa
þann vanda, sem biði þeirra.
Þessi menning kemur einna
ljósast fram í því, að skapað
er rekstrarform, sem féll að
atvinnu- og staðháttum líðandi
stundar, en hefir síðar meir
reynzt hæft til að vaxa og
þróast við gjörbreytta atvinnu-
hætti og þjóðlífsþarfir. Sterk-
asti þáttur þeirrar menningar
var og er óbilandi traust á
lýðræði og á sem jöfnustum
rétti einstaklingsins til áhrifa
og hagsbóta.“
Félagar í Kaupfélagi Þingey-
inga eru nú rúmlega 1700 tals-
ins. Aðalstöðvar félagsins eru
á Húsavík, þar sem það rekur
stórt verzlunarhús auk annarra
fyrirtækja. Félagið starfrækir
m.a. brauðgerð. efnalaug,
pylsugerð, ferðamiðstöð, mjólk-
ursamlag.frystihús og vöru-
flutningabíla. Launagreiðslur
hjá félaginu námu alls um 46
milljónum króna árið 1971 auk
greiðslna til verktaka. Alls er
fast starfslið nú 106 manns.
Heildarvelta félagsins nam á
síðasta ári rúmum 232 milljón-
um.
Núverandi stjórn Kaupfélags
Þingeyinga skipa: Úlfur Ind-
riðason, bóndi Héðinshöfða, for-
maður, Teitur Björnsson, bóndi
Brún, varaformaður, Jóhann
Hermannsson, fulltrúi Húsa-
vík. ritari, og meðstjórnendur
þeir Illugi Jónsson, bifreiða-
stjóri Bjargi, Skafti Benedikts-
son, ráðunautur Garði, Sigur-
jón Jóhannesson, skólastjóri
Húsavík og Baldvin Baldurs-
son, bóndi Rangá.
Kaupfélagsstjóri er Finnur
Kristjánsson, sem hefur gengt
því starfi í rúm 18 ár.
!!i MífrSi:' 1 vm • ÚvílÍ't: «4L \ P\ ' y 1 K f tei WfT * \m i ■ T** ^ v 1 •. j
Frá sláturhúsi kaupfélagsins
• -J11! i E C J ■ E * 1111 a ■ ® ^ iifl mmíí ,. K*UPFtL*S t PIHCETÍNCA , J
Verzlunarhús kaupíélagsins
FV 2 1972
49