Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 51
STJÓRN OG DEILDIR S.l'.S.
Æðsta vald í málefnum Sam-
bands ísl. samvinnufélaga er í
höndum árlegs aðalfundar, sem
sóttur er af fulltrúum allra
Sambandsfélaganna. Aðalfund-
ur kýs níu manna stjórn, sem
aftur ræður forstjóra og sjö
framkvæmdastjóra, en þeir
skipa átta manna fram-
kvæmdastjóm Sambandsins.
Stjórnarformaður Sambands-
ins er Jakob . Frímannsson,
fyrrv. kaupfélagsstjóri, en for-
stjóri er Erlendur Einarsson.
Undir skrifstofu forstjóra
heyra ýmsar undirdeildir, sem
vinna að sameiginlegum mál-
efnum fyrirtækisins, en að
öðru leyti er rekstri Sambands-
ins skipt í sjö aðaldeildir, sem
eru eftirfarandi:
Búvörudeild (framkv.stj.
Agnar Tryggvason) sér um
innanlandssölu og útflutning á
landbúnaðarafurðum. Undir
deildina heyra m. a. Afurða-
sala Sambandsins á Kirkju-
sandi, Ullarþvottastöðvar á
Akureyri og í Hveragerði, og
á vegum hennar er í þann veg-
inn að taka til starfa ný og full-
komin kjötiðnaðarstöð á
Kirkjusandi.
Sjávarafurðadeild (fram-
kv.stj. Guðjón B. Ólafsson) er
söluaðili til að sjá um útflutn-
ing á fiskafurðum fyrir um 30
fiskfrystihús í eigu eða á veg-
um Sambandsfélaganna.
Innflutningsdeild (fram-
kv.stj. Hjalti Pálsson) annast
innflutning á fóðurvörum, bús-
áhöldum, verkfærum, vefnað-
arvörum, byggingavörum og
hvers kyns matvörum. Undir
deildina heyrir Birgðastöð
Sambandsins, sem hefur jafnan
fyrirliggjandi allar vörur, sem
matvöruverzlanir kaupfélag-
anna þurfa á að halda.
Véladeild (framkv.stj. Jón
Þór Jóhannsson) annast inn-
flutning á bifreiðum, búvélum
og rafmagnstækjum. Meðal
þeirra fyrirtækja, sem hún
hefur umboð fyrir á íslandi,
eru General Motors, Inter-
national Harvester, Priestman,
Alfa Laval, Westinghouse,
Frigidair, Hobart, Grepa,
Smith-Corona, Singer, Yoko-
hama og Gislaved.
Skipadeild (framkv.stj.
Hjörtur Hjartar) gerir út níu
flutningaskip, þar af tvö olíu-
skip, sem eru sameign Sam-
bandsins og Olíufélagsins hf. —
Þrjú ný skip bættust í flota
deildarinnar á s.l. ári, olíuskip-
ið Litlafell, frystiskipið Skafta-
fell og flutningaskipið Hvassa-
fell.
Iðnaðardeild (framkv.stj.
Harry Frederiksen) rekur eft-
irfarandi eigin verksmiðjur:
Ullarverksmiðjuna Gefjun,
Skinnaverksmiðjuna Iðunni,
Skóverksmiðjuna Iðunni og
Fataverksmiðjuna Heklu, allar
á Akureyri, Fataverksmiðjuna
Gefjun í Reykjavík, Rafvéla-
í IVorður-Þingeyjarsýslu er Kopasker
miðstöð ferðamannsins
I grenndinni eru ýmsir fagrir staðir, svo sem
ÁSBYRGI, DETTIFOSS, HÖLMATUN GUR,
HLJÓÐAKLEITAR og FORVÖÐ við Jökulsá.
Hótel Kópaskeri
Veitinga- og gistihús
AKUREYRARAPÓTEK,
HAFNARSTRÆTI 104. SÍMI 11032.
EKKOFARM,
HAFNARSTRÆTI 104. SÍMI 11032.
FILMUHÚSIÐ,
HAFNARSTRÆTI 104. SÍMI 12771.
VÖRUSALAN s.f.,
HAFNARSTRÆTI 104. SÍMI 11582.
FV 2 1972
47