Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 44
vettvang, þar sem skotianaskipti geta farið fram. Ég er að sjálfsögðu hlynnturþví að efla áætlunargerð, ef það er gert með skynsamlegum hætti, en ég tel, að vænlegri árangur hefði náðst með því að styrkja Efna- hagsstofnunina. Þá get ég tekið undir þá skoðun, að fjárfestingar- sjóðirnir séu orðnir allmargir og ástæða til að sameina þá að ein- hverju leyti, a. m. k. skipulags- lega séð, en slíkt hefði mátt gera með öðrum hætti en lögin gera ráð fyrir, einkum þar sem það virðist all tilviljunarkennt að taka Framkvæmdasjóð út úr og Atvinnujöfnunarsjóð, en sleppa Atvinnuleysistryggingarsjóði, Fisk- veiðasjóði, Húsnæðismálastjórn og ýmsu fleiru. En hér kemur öll merking fjárins til ákveðinna nota i þjóðfélaginu. Segja má, að fjármagnið sé svo til hið eina, sem skammtað er í þjóðfélaginu, — eða réttara sagt, takmörkun efnahagslegra gæða kemur fram í hinum sameiginlega „gjaldmiðli“ vöru og þjónustu — og Því mikil barátta um yfirráðin. Ég óttast einnig, að barátta milli stjórnmálamannanna inn- byrðis og tilhneigingin til að stela senunni frá hverjum öðrum, komi til með að valda þvi, að kerfið virki þannig í framkvæmd, að ríkisstjórnin ákveði án áætl- ana að gera eitt og annað, sem helzt hefði átt að áætla, en fram- kvæmdaráðherrarnir fái að dunda við restina. Þetta er í reynd að ske fyrir augunum á okkur. Og hvað segir lesandinn um Byggðasjóð, sem á að fá 1 millj- arð á næstu tíu árum i beinu framlagi úr rikissjóði, auk ann- ars fjár? Hefði ekki verið verð- ugt byrjunarverkefni fyrir Fram- kvæmdastofnunina að áætla, hve mikið fé sjóðurinn þyrfti, og hvernig hagkvæmast væri að afla þess við forsendur ráðherranna? Á aðeins að áætla útstreymið, en ekki innstreymið? Það yrði stund- um ekki mikil orkuframleiðslan hjá fyrirtæki, sem ekkert hugsar um innrennslið, miðlanir o. fl. Vel á minnzt, er nokkurs staðar minnzt á Landsvirkjun eða Orku- stofnun í lagagreinunum eða greinargerðinni? Eiga fram- kvæmdaráðherrarnir að gefa sér forsendur um vatnsmagn, likur á vatnsskorti og jarðvarmamagn? EINSTÖK ATRim Hér er einungis unnt að drepa á nokkur atriði — 1 gamni og alvöru. 1. Fyrirtækið á að heita Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Er verið að undirstrika þátt rík- isvaldsins, eða hefði mátt sleppa siðara orðinu? Hitt er svo annað mál, að hafi tiltekin vara gengið vel undir ákveðnu vörumerki, er oft heppilegra að halda því áfram. Þannig held ég, að eng- um dytti í hug að breyta nafn- inu „Coldwater" i „Hotwater“, þótt skipulagsbreyting yrði á sölu fiskafurða vestra. ATVINNUREKENDUR — EINSTAKLINGAR! VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN flytur vörur á flestalla staði landsins. Við flytjum vörurnar til Akureyrar. SKIPAGÖTU 14. SÍMAR 11917, 12017. AKUREYRI. Vélaverkstæðið VÉLTAK hf. Skúlatúni 4 Sínti 25105 • • Onnumst: Járnsmíði Vélaviðgerðir Álsmíði Rennismíði 40 FV 2 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.