Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 29
Greinar og viötöl
Samtíftarmaður:
Geir H. Zoega,
forstjóri
„Þurfum að koma upp ferðadómstóli til að
fjalla um vanefndir ferðaskrifstofa“
Umboð fyrir ferðaskrifstofu Th. Cook í heila öld
Ferðaskrifstofa Thomas Cook
& Sons í Bretlandi er meðal
stærstu fyrirtækja sinnar teg-
undar í veröldinni. Eins og að
líkum lætur hefur skrifstofan
umboðsmenn um allar álfur, og
það er athyglisvert. að elzta um-
boð Cook utan Bretlandseyja
er í Reykjavík. Á þessu ári eru
liðin eitt hundrað ár frá því að
Geir Zoega, útgerðarmaður, tók
við umboði þessu, og það hefur
síðan verið á hendi feðganna
Helga og Geirs H. Zoega, sem
er forstjóri Ferðaskrifstofu Zo-
ega h.f. í Hafnarstræti 5. í til-
efni af þessum tímamótum í
rekstri ferðaskrifstofunnar
kynnum við samtíðarmanninn
Geir H. Zoéga.
— Hvenær hóf Zoéga-fjöl-
skyldan afskipti af ferðamál-
um?
— Það mun hafa verið 1856,
svarar Geir. Afabróðir minn
Geir Zoega var mikill athafna-
maður og talsvert á undan sinni
samtíð. Hann rak umfangsmikla
þilskipaútgerð, sem ég hygg, að
hafi verið hin mesta hér á Suð-
urlandi, en þetta ár, 1856, byrj-
ar hann sem sé móttöku erlends
ferðafólks, þó að í mjög smáum
stíl hafi verið.
Tíu árum síðar gerði Þorlák-
ur O. Johnson samkomulag við
Thomas Cook í London um mót-
töku á ensku ferðafólki á ís-
landi og var ákveðið að leigja
skip til íslandsfarar með það.
Af þessu varð þó aldrei, en Þor-
lákur hafði verið í Bretlandi til
að glæða áhuga manna á ís-
landsferðum, og ég held, að það
hafi verið að undirlagi Jóns
Sigurðssonar, forseta, sem þeg-
ar sá fyrir, hve tilvalinn ferða-
mannastaður ísland gat orðið.
Árið 1872 gerist svo það, að
Geir Zoéga tekur að sér umboð
fyrir Thomas Cook á íslandi.
— Hvers konar fólk var það,
sem heimsótti Island á þessum
tíma?
— Það var yfirleitt stórauð-
ugt og mest Bretar. Sumt kom
Geir H. Zoégct í afgreiðslusal ferðaskrifstofunnar í Hafnarstrœti
5. Þar var opnað í stœkkuðum og mjög vistlegum húsakynnum
í fyrra.
FV 2 1972
29