Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 49
Sambandið sjötugt 50 kaupféiög — 33 þús. félagsmenn Samvinnuhreyfingin á ís- landi rekur aldur sinn aftur til síðustu áratuga nítjándu aldar, þegar bað var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar að ná verzluninni í eigin hendur. Við þessar aðstæður voru fyrstu kaupfélögin, sem síð- ar mynduðu Samband ís- Ienzkra samvinnufélaga, stofnuð. Elzta kaupfélagið innan Sambands ísl. samvinnufé- laga, Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, var stofnað 20. febrúar 1882 að Þverá í Laxárdal, og minnist það því 90 ára afmælis síns um þessar mundir. Nokkur önn- ur kaupfélög eru litlu yngri: Kf. Eyfirðinga á Akureyri stofnað 1886, Kf. Svalbarðs- eyrar á Svalbarðseyri og Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki stofnuð 1889, Kf. Norður Þingeyinga á Kópaskeri stofnað 1894, Kf. Húnvetn- inga á Blönduósi stofnað 1895, Kf. Saurbæinga á Skriðulandi og Kf. Stein- grímsfjarðar á Hólmavík stofnuð 1898, Kf. Hrútfirð- inga á Borðeyri stofnað 1899 og Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal stofnað 1900, svo að aðeins séu talin þau fé- lög, sem stofnuð höfðu ver- ið árið 1902. SAMBANDSKAUPFÉLAG ÞINGEYINGA. Hinn 20. febrúar 1902, á 20 ára afmælisdegi Kf. Þing- eyinga. komu svo saman að Yztafelli í Köldukinn full- trúar frá þingeyzku kaup- félögunum þremur: Kf. Þingeyinga, Kf. Norður- Þingeyinga og Kf. Sval- barðseyrar, þar sem þau stofnuðu með sér samtök, sem hlutu heitið „Sam- bandskaupfélag Þingey- inga“. Aðildarfélögunum fjölgaði fljótlega, og árið 1906 var nafni samtakanna breytt í „Sambandskaupfé- lag íslands“. Árið 1910 var svo nafninu enn breytt, í „Samband íslenzkra sam- vinnufélaga", sem samtökin hafa borið síðan. í byrjun var starfsemi samtakanna fyrst og fremst miðuð við það að efla sam- starf aðildarfélaganna, eink- um á sviði fræðslu- og fé- lagsmála, þó að þeim væri einnig ætlað að taka að sér verkefni á sviði verzlunar. Arið 1907 hóf svo göngu sína „Tímarit fyrir kaup- fjelög og samvinnufjelög“, sem hefur komið út sam- fellt síðan og frá árinu 1925 undir nafninu ,,Samvinnan“. SKRIFSTOFUR HEIMA OG ERLENDIS. Árið 1910 sendi Samband- ið í fyrsta skipti fulltrúa utan til að annast kjötsölu, og 1915 stofnaði það eigin skrifstofu í Kaupmanna- höfn. Það var fyrsta skrif- stofan, sem Sambandið opn- aði. þar sem stjórnarmenn höfðu til þessa sjálfir ann- azt viðskipti þess, en eftir þetta jukust verzlunarum- svif þess verulega. Árið 1916 opnaði það skrifstofu á Akureyri, og árið eftir, 1917, var hún flutt til Reykjavíkur. Þar hóf Sam- vinnuskólinn síðan starfsemi sína 1918. Árið 1919 var síð- an gerð skipulagsbreyting á starfsemi Sambandsins, er stofnaðar voru sérstakar út- flutnings- og innflutnings- deildir. Það ár voru Sam- bandsfélögin orðin 24 tals- ins. UPPBYGGING. EFTIRSTRÍÐSÁRANNA. Á kreppuárunum átti Sam bandið við verulega erfið- leika að stríða. Samstaða félganna fleytti þeim og samtökum þeirra þó yfir erfiðustu árin, og eftir síð- ari heimsstyrjöldina hófst mikil alhliða uppbygging hjá Sambandinu. Af hinu mikilvægasta má nefna upp- haf skiparekstrar með kaup- um á ms. Hvassafelli, stofn- un Samvinnutrygginga og Olíufélagsins hf., sem allt varð á árinu 1946. Þá var og mikið unnið að eflingu iðnaðar Sambandsins á þess- um árum. FÉLAGSMENN 33 ÞÚSUND. í dag eru Sambandsfélög- in 50 að tölu með samtals meira en 33 þúsund félags- menn, og eru þau dreifð víðs vegar um landið. Meg- ineinkenni flestra þessara félaga er það, að þau gegna tvöföldu hlutverki, þ.e. ann- ast jöfnum höndum sölu á afurðum félagsmanna sinna og innkaup á nauðsynjavör- um fyrir þá. Þannig annast þau m.a. smásöluverzlun, sölu á landbúnaðartækjum og fóðurvörum, slátrun og sölu á landbúnaðarafurðum, og mörg þeirra fást einnig við útgerð og rekstur frysti- húsa, ýmist beint eða sem aðilar að fyrirtækjum, sem stofnuð hafa verið til að annast slíkan rekstur. Eigi að síður eru nokkur þeirra hrein neytendakaup- félög, einkum þó á þéttbýl- issvæðunum suðvestanlands. Stærst þeirra er Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, sem hefur um 9 þús- und félagsmenn og rekur 14 verzlanir. Kaupfélagið með hæsta ársveltu, rúmar 2200 milljónir kr. 1971 er hins vegar Kaupfélag Ey- firðinga á Akureyri, KEA, sem m.a. á verulegan þátt í iðnrekstri samvinnumanna þar. FV 2 1972 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.