Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 49

Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 49
Sambandið sjötugt 50 kaupféiög — 33 þús. félagsmenn Samvinnuhreyfingin á ís- landi rekur aldur sinn aftur til síðustu áratuga nítjándu aldar, þegar bað var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar að ná verzluninni í eigin hendur. Við þessar aðstæður voru fyrstu kaupfélögin, sem síð- ar mynduðu Samband ís- Ienzkra samvinnufélaga, stofnuð. Elzta kaupfélagið innan Sambands ísl. samvinnufé- laga, Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, var stofnað 20. febrúar 1882 að Þverá í Laxárdal, og minnist það því 90 ára afmælis síns um þessar mundir. Nokkur önn- ur kaupfélög eru litlu yngri: Kf. Eyfirðinga á Akureyri stofnað 1886, Kf. Svalbarðs- eyrar á Svalbarðseyri og Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki stofnuð 1889, Kf. Norður Þingeyinga á Kópaskeri stofnað 1894, Kf. Húnvetn- inga á Blönduósi stofnað 1895, Kf. Saurbæinga á Skriðulandi og Kf. Stein- grímsfjarðar á Hólmavík stofnuð 1898, Kf. Hrútfirð- inga á Borðeyri stofnað 1899 og Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal stofnað 1900, svo að aðeins séu talin þau fé- lög, sem stofnuð höfðu ver- ið árið 1902. SAMBANDSKAUPFÉLAG ÞINGEYINGA. Hinn 20. febrúar 1902, á 20 ára afmælisdegi Kf. Þing- eyinga. komu svo saman að Yztafelli í Köldukinn full- trúar frá þingeyzku kaup- félögunum þremur: Kf. Þingeyinga, Kf. Norður- Þingeyinga og Kf. Sval- barðseyrar, þar sem þau stofnuðu með sér samtök, sem hlutu heitið „Sam- bandskaupfélag Þingey- inga“. Aðildarfélögunum fjölgaði fljótlega, og árið 1906 var nafni samtakanna breytt í „Sambandskaupfé- lag íslands“. Árið 1910 var svo nafninu enn breytt, í „Samband íslenzkra sam- vinnufélaga", sem samtökin hafa borið síðan. í byrjun var starfsemi samtakanna fyrst og fremst miðuð við það að efla sam- starf aðildarfélaganna, eink- um á sviði fræðslu- og fé- lagsmála, þó að þeim væri einnig ætlað að taka að sér verkefni á sviði verzlunar. Arið 1907 hóf svo göngu sína „Tímarit fyrir kaup- fjelög og samvinnufjelög“, sem hefur komið út sam- fellt síðan og frá árinu 1925 undir nafninu ,,Samvinnan“. SKRIFSTOFUR HEIMA OG ERLENDIS. Árið 1910 sendi Samband- ið í fyrsta skipti fulltrúa utan til að annast kjötsölu, og 1915 stofnaði það eigin skrifstofu í Kaupmanna- höfn. Það var fyrsta skrif- stofan, sem Sambandið opn- aði. þar sem stjórnarmenn höfðu til þessa sjálfir ann- azt viðskipti þess, en eftir þetta jukust verzlunarum- svif þess verulega. Árið 1916 opnaði það skrifstofu á Akureyri, og árið eftir, 1917, var hún flutt til Reykjavíkur. Þar hóf Sam- vinnuskólinn síðan starfsemi sína 1918. Árið 1919 var síð- an gerð skipulagsbreyting á starfsemi Sambandsins, er stofnaðar voru sérstakar út- flutnings- og innflutnings- deildir. Það ár voru Sam- bandsfélögin orðin 24 tals- ins. UPPBYGGING. EFTIRSTRÍÐSÁRANNA. Á kreppuárunum átti Sam bandið við verulega erfið- leika að stríða. Samstaða félganna fleytti þeim og samtökum þeirra þó yfir erfiðustu árin, og eftir síð- ari heimsstyrjöldina hófst mikil alhliða uppbygging hjá Sambandinu. Af hinu mikilvægasta má nefna upp- haf skiparekstrar með kaup- um á ms. Hvassafelli, stofn- un Samvinnutrygginga og Olíufélagsins hf., sem allt varð á árinu 1946. Þá var og mikið unnið að eflingu iðnaðar Sambandsins á þess- um árum. FÉLAGSMENN 33 ÞÚSUND. í dag eru Sambandsfélög- in 50 að tölu með samtals meira en 33 þúsund félags- menn, og eru þau dreifð víðs vegar um landið. Meg- ineinkenni flestra þessara félaga er það, að þau gegna tvöföldu hlutverki, þ.e. ann- ast jöfnum höndum sölu á afurðum félagsmanna sinna og innkaup á nauðsynjavör- um fyrir þá. Þannig annast þau m.a. smásöluverzlun, sölu á landbúnaðartækjum og fóðurvörum, slátrun og sölu á landbúnaðarafurðum, og mörg þeirra fást einnig við útgerð og rekstur frysti- húsa, ýmist beint eða sem aðilar að fyrirtækjum, sem stofnuð hafa verið til að annast slíkan rekstur. Eigi að síður eru nokkur þeirra hrein neytendakaup- félög, einkum þó á þéttbýl- issvæðunum suðvestanlands. Stærst þeirra er Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, sem hefur um 9 þús- und félagsmenn og rekur 14 verzlanir. Kaupfélagið með hæsta ársveltu, rúmar 2200 milljónir kr. 1971 er hins vegar Kaupfélag Ey- firðinga á Akureyri, KEA, sem m.a. á verulegan þátt í iðnrekstri samvinnumanna þar. FV 2 1972 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.