Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 25
Umfangsmikill veitinga-
rekstur Halldórs
Júlíussonar
1400 fermetrar í Glæsibæ fyrir veitingar
í verzlunarmiðstöðinni Glæsi-
bæ er mjög umfangsmikill
veitingarekstur. Hlutafélagið
Útgarður, sem hann annast, var
stofnað í fyrra, og aðaleigandi
er Halldór Júlíusson, sem hefur
látið mikið til sín taka á þessu
sviði. FV bað Halldór að gera
grein fyrir veitingasarfseminni.
Halldór segir, að alls muni
1400 fermetra húsnæði notað í
þessu skyni. Veitingasalan,
kaffistofan, var opnuð í fyrra
og hefur reksturinn gengið vel.
Hún tekur 120 manns í sæti.
Alls er húsnæðið uppi með eld-
húsi 315 fermetrar. Kaffistofan
hefur nú þegar hlotið frægð fyr-
ir kökur sínar, en við kökugerð-
ina starfar grænlenzkur dansk-
lærður konditori — eða köku-
gerðarmaður, sem áður hafði
starfað hjá Royal Hotel. Þessar
kökur eru einnig seldar í verzl-
un Silla og Valda í Glæsibæ.
Kaffistofan er yfirleitt opin,
meðan búðirnar eru opnar og
venjulega til átta á kvöldin.
Þá var um áramótin tekinn
í notkun stór veitingasalur í
IMý auglýs-
■ngastofa
- Tígris
Fyrir hálfu ári tók til starfa
ný auglýsingastofa í Reykjavík,
sem Tígris nefnist. Eigandi
stofunnar er Guðbergur Auð-
unsson, en hann hefur um ára-
bil starfað að auglýsingateikn-
un, fyrst á eigin stofu eftir
nám í Danmörku en nú síðustu
árin hjá Auglýsingastofu Krist-
kjallara, sem rúmar 350 manns
í sæti. Þessi salur var leigður
skáksambandinu fyrir alþjóða-
skákmótið og raunar hefur sal-
urinn verið leigður út næstu
mánuði.
Við hliðina á honum er
fremur lítill salur, sem hugs-
aður er sem grill-stofa.
Halldór sagði, að enn vantaði
gott starfsheiti fyrir menn, sem
væru útlærðir „konditori-meist-
arar“. Venjulega væru þeir
kallaðir kökugerðarmenn. en
þarna væri einnig um að ræða
sérþekkingu í desertgerð. Enn
væru aðeins fáir íslendingar,
sem hefðu hlotið þessa mennt-
un. Þyrfti tveggja ára fram-
haldsnám í Danmörku, eftir að
bakarapróf hefði verið tekið, en
fjögurra ára nám, ef farið væri
beint til þess.
Halldór sagði, að Útgarður
ræki eigin kjötvinnslu fyrir
veitingastofur sínar, auk köku-
gerðarinnar. og væri það lík-
lega einsdæmi í veitingarekstri
hérlendis.
Halldór Júlíusson hefur orð-
Guðbergur Auðunsson.
ið æ stórtækari í veitinga-
rekstri. Hann byrjaði ásamt
öðrum með rekstur veitingastof-
unnar Dóri og Birgir við
Reykjavíkurveg 16 í Hafnar-
firði, en hún gekk síðan inn í
Skiphól, er hann var stofnað-
ur. Árið 1968 keypti Halldór
á uppboði veitingahúsið Fer-
stiklu, og hefur reksturinn þar
gengið vel og Halldór stækkað
skálann um helming. Hann seg-
ir, að á Ferstiklu sé boðið upp
á heita rétti allan daginn, sem
sé einstakt um veitingar á Borg-
arfjarðar- og Mýrarsýslusvæð-
inu. Reksturinn hafi verið á
uppleið allan tímann.
Útgarður h.f. leigir húsnæði
í Glæsibæ af Silla og Valda. en
á sjálfur allar innréttingar.
Halldór kvaðst ánægður með
aðstöðuna og sagði, að leigan
væri hófleg. ,,Ég er viss um, að
við erum allir ánægðir í þessu
húsi,“ sagði hann.
Stjórnarformaður Útgarðs hf.
er Guðmann Aðalsteinsson,
flugmaður.
ínar Þorkelsdóttur í Kópavogi.
Auglýsingastofan Tígris er
til húsa að Baldursgötu 6 og
vinna þar fjórir teiknarar auk
Guðbergs.
Það hefur mjög færzt í vöxt
á síðustu árum, að fyrirtæki
leiti til auglýsingastofa og láti
þær sjá um kynningarmál sín
og fái þeim ákveðna árlega upp-
hæð til ráðstöfunar í því skyni
Guðbergur Auðunsson er þeirr-
ar skoðunar, að ein eða tvær
stofur til viðbótar þeim sjö,
sem nú eru starfandi, ættu að
geta fundið rekstrargrundvöll
miðað við aðstæður í dag, enda
er það grundvallarregla stof-
anna að annast aðeins fyrir-
greiðslu fyrir einn aðila úr
FV 2 1972
25