Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.1972, Blaðsíða 43
öflun tölulegra upplýsinga af ýmsu tagi vegna kennslunnar í háskólanum. Ekki má gleyma að geta Þess, að árið 1961 komu hingað norsk- ir hagfræðingar og gerðu þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun fyr- ir árin 1963-1966 (með aðstoð inn- lendra aðilja). Hlaut hún fyrst og fremst að skoðast sem leið- beinandi, enda bæði rikjandi mik- ill upplýsingaskortur og erfitt að sjá til þess, að jafnvel ríkisstofn- anir, bæjar- og sveitarfélög, fylgdu áætluninni ósveigjanlega. Það, sem vannst með þessari fjögurra ára áætlun, var fyrst og fremst að læra þau vinnubrögð, sem beita á við slíka útreikninga, að fá að vita, hvar upplýsingar skorti, og setja fram hugmyndir um, hvern- ig þeirra skyldi aflað, og síðast, en ekki sízt, hvar brestir voru í kerfinu, með tilliti til þess að hrinda ýmsum málum í fram- kvæmd. Þess vegna var það ákveðið að endurtaka ekki gerð slíkrar áætl- unar að sinni, heldur einbeita sér að gerð árlegra framkvæmda- áætlana í sambandi við fjárlög, áætlanir á einstökum sviðum, eins og um einstakar atvinnu- greinar eða landshluta, svo og gera þjóðhagsspár. Einnig voru gerðar mannaflaspár til langs tíma og nokkrar spár á sviði iðn- aðar i samstarfi við iðnaðarráðu- neytið, eins og áður var getið. Einnig ber að geta þeirrar efl- ingar hagdeilda bankanna, sem orðið hefur, sem hvort tveggja í senn hefur bætt vinnubrögð þeirra og þeirra fyrirtækja, sem til þeirra leita um fyrirgreiðslu. Þá hafa risið hér upp ráðgjafafyrir- tæki, sem hafa þörfu hlutverki að gegna. Má hér vitna til greinarinnar í Fjármálatíðindum 1968 eftir Wat- erston, sem heitir „Tillögur um hagnýta áætlunargerð á Islandi". 1 sama hefti Fjármálatíðinda er einnig að finna „Álit og tillögur um áætlunargerð" frá stjórn Efnahagsstofnunarinnar, sem var einnig sent Alþingi. MEGINNIÐURSTÖÐUR OG TILLÖGUR WATERSTONS: „6. Með tilliti til hinnar ríkjandi óvissu í efnahagshorfum hefur ríkisstjórnin réttilega ákveð- ið að semja ekki að svo stöddu nýja fjögurra ára áætlun. 7. Þrátt fyrir þetta mælir margt með því að beita áætlunar- gerð við lausn efnahags- og þróunarvandamála landsins. 8. Sá sveigjanleiki í áætlunar- gerð, sem núverandi aðstæður krefjast, myndi geta náðst með kerfi árlegra þjóðhags- áætlana og árlegra áætlana um opinberar framkvæmdir, er tengdar væru áætlunum til sjö eða fleiri ára fyrir Þýð- ingarmestu greinar framleiðslu og þjónustu. 9. Efnahagsstofnunin ætti að halda áfram að semja árlegar Þjóðhagsáætlanir. Ásamt ár- legum áætlunum um opinber- ar framkvæmdir ættu þær að vera sá grundvöllur, sem hægt væri að marka á stefnu og aðgerðir í efnahagsmálum. 10. Efnahagsstofnunin ætti eins eins fljótt og tök eru á að framkvæma fyrirætlanir sínar um að láta byggðasamtökum og sveitarfélögum í té tækni- aðstoð við undirbúning og mat verka. 11. Skipa ætti sérstakar nefndir til að vinna að aukinni hag- ræðingu og betra skipulagi í landbúnaði og iðnaði. 12. Auka ætti starfslið Efnahags- stofnunarinnar smám saman og gera stofnunina þannig fær- ari um að sinna þeim verkefn- um, sem á henni hvíla. 13. Það ætti hið fyrsta að fram- kvæma þá endurskipulagningu Efnahagsstofnunarinnar, sem ráðgerð hefur verið, og losa ætti forstjóra hennar undan daglegum önnum, þannig að hann geti betur sinnt grund- vallaratriðum stefnunnar í efnahagsmálum. 14. Góð áætlunargerð á sviði op- inberra framkvæmda krefst þess í fyrsta lagi, að ráðu- neytin séu færð til nýtízku- legra horfs, og í öðru lagi, að sérstakur starfsmaður eða starfsmenn sinni áætlunargerð í ráðuneytum og stofnunum. 15. 1 fyrstu ættu endurbætur í gerð áætlana um opinberar framkvæmdir aðallega að bein- ast að samgöngumálum og skólamálum. 16. Halda ætti áfram undirbún- ingi að námskeiði til að kenna aðferðir við mat verka. 17. Hagsýslustjóri og forstjóri Efnahagsstofnunarinnar ættu að vera ábyrgir fyrir sam- ræmingu þjóðhagsáætlana, fjárlaga og áætlana um opin- berar framkvæmdir. 18. Til þess að tryggja það, að fjárlaga- og hagsýslustofnun- in sé fær um að framkvæma þær umbætur í undirbúningi og framkvæmd fjárlaga, sem þegar hafa verið hafnar, ætti stofnunin að bæta við sig starfsmönnum, sérfróðum i þeim efnum. 19. Æskilegt væri, að stjorn Efna- hagsstofnunarinnar endur- skoðaði þessa skýrslu og gerði tillögur um framkvæmd henn- ar til ríkisstjórnarinnar, að því leyti, sem ástæða þætti til.“ LÖG UM FRAMKVÆMDA- STOFNUN RÍKISINS Ég álít, að tilkoma laga um Framkvæmdastofnun ríkisins feli i sér grundvallarstefnubreytingu á því, hvernig að áætlunargerð skuli staðið á Islandi, og að í kerfis- breytingunni felist vantraust á Efnahagsstofnunina og beinlínis refsing á forystumenn hennar fyr- ir að hafa haldið sér utan við stjórnmálaafskipti. Þannig var Jónas Haralz ekki flokksbundinn og Bjarni Bragi Jónsson sagði af sér ýmsum störfum, Þeg- ar hann tók við forstjóra- embættinu, sem honum fannst ekki samræmast forstöðumennsk- unni. Ég tel, að miklu snyrtilegri lausn hefði verið að gera stofn- unina að deild í ráðuneyti (fjár- mála- eða forsætisráðuneytinu), ef ástæða var til að gera skipu- lagsbreytingu. Skipurit Framkvæmdastofnunar er eitt Það krubbulegasta, sem um getur. Bæði er verið að auka pólitískt eftirlit með embættis- mönnunum — með þreföldu varn- arkerfi (þingkjörinni stjórn, fram- kvæmdaráði og ríkisstjórninni) — og auka likurnar á árekstrum milli pólitískra yfirmanna stofn- unarinnar og ríkisstjórnarinnar. Einnig er hætta á árekstrum milli ráðamanna stofnunarinnar og em- bættismanna annars staðar í kerf- inu. STJÓRNMÁLAMENN í KLEMMU Hvaða traust bera menn til slíkrar stofnunar? Verður unnt að trúa þeim upplýsingum, sem þaðan koma? Segjum, að einn ráðamanna væri þingmaður úr Norðurlandskjördæmi og valið stæði milli þess að efla niður- suðu sjávarafurða á Siglufirði eða í Hafnarfirði? Hvort mundi þingmaðurinn velja að öðru jöfnu? (Kannski báða staðina, til þess að sýna, að pólitík væri ekki með í spilinu!). Ég tel rangt að færa lánastarf- semi inn í stofnunina og sömu- leiðis að leggja Hagráð niður, því að snar þáttur í starfsemi hverrar rikisstjórnar ætti að vera að skapa FV 2 1972 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.