Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Page 6

Frjáls verslun - 01.03.1972, Page 6
Island Reykjavíkurflugvöllur: Hugmyndir um lengingu flugbrautar IVIyndi draga úr flugi yfir miðbænum Hjá fjugmálayfirvöldum hef- ur að undanförnu verið unnið að áætlunum að endurbótum á Reykjavíkurflugvelli með það fyrir augum, að hann geti bet- ur uppfyllt kröfur, sem gera verður til slíkra samgöngumið- stöðvar sem flugvöllur höfuð- borgarinnar hlýtur að verða. Ennfremur er af hálfu flug- málastjórnarinnar lögð áherzla á að beina flugi sem mest frá miðbænum. í aðalskipulagi Reykjavíkur var gert ráð fyrir að flugvöll- urinn stæði að minnsta kosti til ársins 1983. Mikil óvissa hefur ríkt um framtíðarflug- völl höfuðborgarsvæðisins og stjórnir nágrannasveitarfélaga m. a. bundizt samtökum til að koma í veg fyrir, að hann verði á Álftanesi. Varðandi Keflavíkurflugvöll er það að segja, að aðilar virð- ast sammála um, að hann skuli verða framtíðarflugvöllur en komi ekki að gagni sem inn- anlandsflugvöllur fyrir höfuð- borgina. í fyrsta lagi er talið óheppilegt að beina umferð flugvéla af öllum stærðum inn á sama flugvöll. f öðru lagi er veðráttan slík á íslandi, að ferðum í innanlandsflugi hef- ur verið frestað eða aflýst með skömmum fyrirvara vegna slæmra skilyrða á flugvöllun- um úti á landi. Yrði mjög erfitt að reka innanlandsflug- ið frá Keflavíkurflugvelli, nema með talsverðum óþæg- indum fyrir farþegana af þess- um sökum, sem áður var lýst. Hjá flugmálastjórninni mun nú vera í undirbúningi tillaga um bætta aðstöðu á Reykjavík- urflugvelli með þeim hætti, að flugbrautin, sem liggur í vest- ur frá Öskjuhlíð, yrði lengd um eina 300 metra, meðal ann- ars á uppfyllingu út í sjó, að vestanverðu. Slík framkvæmd myndi að öllum líkindum krefjast neðanjarðarganga und- ir brautina fyrir bílaumferð og aðra vegfarendur, sem leið ættu suður í Skerjafjörð eða þaðan inn í bæinn. Öll þessi áform yrðu að hljóta samþykki samgönguráðuneytisins og borgaryfirvalda í Rvík áður en framkvæmdir gætu hafizt. í sumar er ráðgert að hefja lagfæringar og endurbætur á austurenda þessarar brautar, en hann þarf að styrkja og er búizt við, að verja til þess 15 milljónum króna á árinu. Framkvæmdir við lengingu út í sjó að vestanverðu, yrðu unnar á nokkrum árum. Ef brautin yrði lengd sam- kvæmt þeim áætlunum, er nú liggja fyrir, má búast við, að flugtök og lendingar, sem nú fara fram yfir miðborgina, færðust að verulegu leyti yfir á austur—vestur brautina, í 60—70% tilvika að mati sumra sérfræðinga. Með lengingu út í sjó hœgrct megin á myndinni yrði dregið úr ílugi yíir miðborginni. 6 FV 3 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.