Frjáls verslun - 01.03.1972, Side 19
Greinar og viðtöl
Samtíftarma&ur:
Gísii Halldórsson, arkitekt
Hagnaður af getraununum áætlaður
15 millj. á árinu
Reykjavíkurborg leggur fram 65 millj.
til íþrótta 1972
60 þús. fermetra verzlunarsvæði í
nýja miðbænum
Gísli Halldórsson, arkitekt,
er þjóðkunnur fyrir störf sín
að félagsmáliun. Hann rekur
umfangsmikla teiknistofu í
nýjum húsakynnum í Ármúla
í Reykjavík, er forseti íþrótta-
sambands íslands og forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur,
en á þeim vettvangi vinnur
hann að margvíslegum við-
fangsefnum, er lúta að bygg-
ingamálum og skipulagi borg-
arinnar einkanlega. í Reykja-
vík standa mörg stórhýsi,
liugverk Gísla Halldórssonar
og samstarfsmanna hans. Má
þar nefna Tollstöðina, Lög-
reglustöðina nýju, Laugardals-
höllina, Hótel Loftleiðir og
Hótel Esju. — Frjáls verzlun
ræðir að þessu sinni við sam-
tíðarmanninn Gísla Halldórs-
son, aðallega um bygginga-
mál, íþróttir fyrir almenning
og málefni Reykjavíkurborgar.
Gísli Halldórsson er fæddur
að Jörfa á Kjalarnesi árið
1914, en fluttist með foreldr-
um sínum til Reykjavíkur
rúmlega eins árs. Fjölskyldan
settist að í Vesturbænum, í
húsi, sem hét Austurkot, og
þar ólst Gisli upp sem góður
og gegn KR-ingur. Það er því
ekki úr vegi að spyrja Gísla
fyrst að því, hvert upphafið
hafi verið að afskiptum hans
af íþróttamálum.
— Afskipti mín af íþróttun-
Ur íundctrsal borgarstjórnar Reykjavíkur. Gísli Halldórsson í
íorsetastól við hlið borgarstjóra.
FV 3 1972
19