Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 21
inn opnaður á sörau slóðum,
því að vallastæði þótti mjög
áKjósanlegt einmitt þarna.
— Og á þessum tímum hafa
félagsmennirnir sjálfir orðið
að leggja það á sig í sjálfboða-
vinnu að koma upp leiKvangi?
— Já. Þá urðu félagsmenn-
irnir sjálfir að vinna að þeim
máium, því að styrkur frá op-
inberum aðilum var sama og
enginn.
/eiiingar hjá okkur i knatt-
spyrnunni lágu fullkomlega
möri írá því i lok september
fram til mánaðamóta apríl-
maí. Á þessum tíma var þó
lögð áherzla á, að við stund-
uðum fimleika, og gerði ég
það líka.
— Þú hvarfst af landi brott
árið 1935 og hófst þá nám í
Danmörku. Hvemig var því
háttað?
— rig lærði húsasmíði hér
heima, en fór utan til fram-
hatasnáms. Fyrst lærði egbygg-
ingairæði og iauk prófi i henni
I9dö og íeKk þá inngöngu í
listahásKÓiann, þar sem eg var
við nam tii ársins 1940. Var
sjaiíu náminu lokið, en próf-
ið var eitir, þegar Danmörk
var hernumm. Það var ætiun-
in að iara heim i sumarieyfi
með Guiiiossi, sem átti að
sigia 10. aprii, en daginn áður
reöust Þjoðverjar inn í Dan-
mórKu og iogðu hald á gamla
Guiiioss. Isienzk yfirvöld
gerðu margar tilraunir til að
íá skipið aihent aftur og heim-
ild iyrir það til að sigia heim
með Isiendinga, sem staddir
voru á Norðurlöndunum, en
það tókst ails ekki. Biðum við
reyndar í tvo mánuði eftir
máiaiokum. Þá var af hálfu
íslenzkra stjórnvalda leitað til
Þjóðverja og Breta og farið
fram á, að Esjan fengi að sigla
út og sækja Islendinga. lig,
kona mín og sonur vorum því
í hópi þeirra 250 íslendinga,
sem ferðuðust norður til Pets-
amo haustið 1940 til þess að
komast um borð í Esjuna. Sem
kunnugt er var það sögufræg
ferð, en eftir tafir og yfir-
heyrslur í Skotlandi og eins á
ytri höfninni í Reykjavík kom-
umst við þó heim heilu og
höldnu.
— Voru nokkur verkefni fá-
anleg í byggingaiðnaðinum á
íslandi fyrst eftir hernám
Breta?
— Nei, það var lítið að gera.
1940 voru aðeins byggðar 25
íbúðir í Reykjavík, svo að ekki
1 teiknistofunni í Ármúla.
var um það að ræða að fá
starf á teiknistofu hjá öðrum.
En við félagarnir Sigvaldi
Thordarson réðumst þó i það
að opna sjálfir stofu, sem við
rákum í sjö ár. í fyrstu var
ekki mikið á döfinni, en þegar
líða tók á stríðið og þörfin
varð meiri og peningaráð
fólksins jukust, þurfti vita-
skuld að byggja, bæði fyrir
íbúa borgarinnar og hina
mörgu aðkomumenn, sem til
Reykjavíkur komu.
En ég átti alitaf eftir að taka
prófið og Sigvaldi hafði ekki
lokið sínu námi. Við fórum því
út til Kaupmannahafnar og
tókum próf frá listaháskólan-
um 1947. Eftir það rak ég síð-
an teiknistofu um tíma með
Kjartani Sigurðssyni, arkitekt,
og einn frá 1950 til 1958, að
ég tók tvo af samstarfsmönn-
um mínum, þá Jósef Reynis,
arkitekt, og Ólaf Júlíusson,
byggingafræðing, í félag með
mér og höfum við rekið teikni-
stofuna í sameiningu síðan.
— Hvað eru það mörg liús
í Reykjavík, sem þú hefur
teiknað?
— Ég hef ekki haft tölu á
því, en þau eru mörg. Aðal-
lega hef ég teiknað íbúðarhús
fyrir einkaaðila og ennfremur
fyrir Byggingasamvinnufélag
Reykjavíkur, en síðar fyrir
Reykjavíkurborg, þegar hún
ákvað að hefja byggingu
íbúðarhúsnæðis í stórum stíl,
til þess meðal annars að út-
rýma öllum þeim herskálum,
sem búið var í.
— Er hægt að lýsa því í
stuttu máli, hvernig húsbyggj-
andi og arkitekt bræða sam-
an hugmyndir sínar um útlit
húss og innri skipan?
— Það þurfa að fara fram
viðræður við húsbyggjandann
um stærð húsnæðis, fjölskyldu-
stærð og viðhorf hans almennt
til þeirra heimkynna, sem
hann ætlar að skapa sér. Að
þessu loknu getum við tekið
til starfa og mótað tillögur að
því húsi, sem við teljum henta.
Sjónarmið eigandans eru tek-
in til greina, þegar yfir þessar
hugmyndir okkar er farið, og
við segjum sjálfir, að því
meira af pappír, sem við hend-
um í bréfakörfuna, þeim mun
betra verði húsið og fallegra.
— Hvað' kostar vinna arki-
tekts við meðaleinbýlishús?
Hún mun nema 3-4% af
byggingarkostnaði hússins. —
Arkitektinn fylgist með fram-
vindu mála allt frá frumundir-
búningi og þar til smíði húss-
ins lýkur. Hann er ráðgjafi
eigandans um útlit og fyrir-
komulag í kringum húsið, við
efnisval og litaval inni og úti.
Það er því hluti af starfi okk-
ar að fylgjast með húsinu á
hinum ýmsu byggingarstigum.
Sé aftur á móti um daglegt
eftirlit að ræða þarf að semja
um það sérstaklega.
Ef teikna á gott einbýlishús
tekur það fjóra til sex mánuði.
FV 3 1972
21