Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 27
Verzlunarmiðstöðvar:
Lppfylla fleslar kaupþarfir
almennings
Knúin af þörfinni á að auka
framleiðni hefur smásöluverzl-
unin leitað nýrra leiða. Smá-
söluverzluninni og dreifingunni
yfirleitt hefur oft verið legið
á hálsi fyrir að hafa ekki fylgzt
með framförum í frumfram-
leiðslu og úrvinnslugreinum. í
því sambandi verðum við að
reyna að kalla upp í hugann
mynd af þeim gífurlegu fram-
förum. sem hafa orðið á ýms-
um sviðum, framfarir, er eng-
an gat órað fyrir á byrjunar-
stigum. Það er þó viðurkennt,
að dreifingin hefur tekið í sína
þjónustu í vaxandi mæli beztu
úrræði, sem kostur er hverju
sinni. Dreifingin er í eðli sínu
verr fallin til hagræðingar en
hin eiginlega framleiðsla er.
Jafnframt hafa verkefni hennar
sífellt vaxið og orðið erfiðari
vegna nútíma framleiðsluhátta
og óska nútíma neyzluþjóðfé-
laga.
LÍKAMLEG OG VÉLRÆN
VINNA BETUR FALLIN TIL
HAGRÆÐINGAR.
í dreifingu skiptir líkamleg
og vélræn vinna, sem er vel fall-
in til hagræðingar, miklu minna
máli tiltölulega en hin andlega
vinna, jafnvel þótt andlegu
störfin séu kannski „rútínu-
vinna“.
Sérhæfing er mun erfiðari í
verzlun en eiginlegri fram-
leiðslu. Meðan verksmiðjur geta
stefnt að fækkun eininga fram-
leiðsluafurða og með því náð
betri nýtingu og framleiðni, er
þetta einungis unnt í takmörk-
uðum mæli í dreifingunni.
Þvert á móti gera framfarir nú-
tímalífs þörfina meiri á sífellt
fleiri tegundum gæða, sífellt
meira vöruvali.
í verzlun er einnig talað um
sérhæfingu, en takmark og af-
leiðingar eru annars konar. Sú
sérhæfing, sem fram fer í verzl-
un, er samfara eða hafin með
sköpun nýrra verzlunarforma.
Þar má minna á tilurð vöru-
húsa, keðja, ,,afsláttarverzlana“,
innkaupasamtaka, póstverzlana,
stórmarkaða, sjálfsafgreiðslu-
verzlana, verzlanamiðstöðva,
pöntunarfélaga o. s. frv.
KAUPENDUR RÁÐA
STAÐARVALI.
Staðarval smásöluverzlunar-
innar byggist fyrst og fremst á
kaupendum.
Fjarlægðir frá heildverzlun,
vinnulaun, vextir og annað
slíkt skiptir miklu minna máli.
Húsaleiga getur þó haft tals-
verð áhrif í þessum efnum.
Smásöluverzlanirnar eiga mik-
ið undir því að vera aðgengi-
legar frá götu í aðalumferð-
aræð, gangan'di eða akandi
viðskiptavina. En smásölubúð-
ir í Reykjavík eru dreifðar
um alla borgina, og skýringin
er auðvitað aðgangurinn að við-
skiptavinum, hinum almennu
neytendum. í skipulagi borgar-
innar er í nýjum hverfum gert
ráð fyrir verzlunum samkvæmt
ákveðnum reglum, og skipulag-
ið á auðvitað ræturnar í óskum
og þörfum borgaranna í því
efni. Það eru því kaupvenjur
almennings, sem ráða staðar-
vali. Aðeins tiltölulega fáar
verzlanir hafa megnað að ná
og halda viðskiptavinum vítt
og breitt um borgina og ná-
grenni. Viðtöl FV við kaup-
menn í verzlunarmiðstöðvum
hafa leitt í Ijós náin tengsl við
nokkuð fasta viðskiptavini frá
öðrum hverfum og jafnvel allt
frá Keflavík, ef umferð í borg-
ina liggur nálægt miðstöðvun-
um.
Yfirleitt hafa smásöluverzlan-
ir landfræðilega takmarkað, þó
mismunandi takmarkað, mark-
aðssvæði. Þetta svæði getur ver-
ið að mestu kyrrstætt, fólk í
nágrenninu, eða hreyfanlegt,
fólk, sem á leið um. Almenning-
ur vill kaupa dagvörur sínar í
nærliggjandi verzlun.
DAGVÖRUR KEYPTAR ÁN
MIKILLAR UMÞÓTTUNAR,
ER ÞÖRFIN VAKNAR.
Hér komum við að skilgrein-
ingu á dagvörum (sem stundum
eru kallaðar öðrum nöfnum).
Dagvörur ber að kalla þær
neyzluvörur, sem eru keypar án
mikillar umþóttunar, nær jafn-
skjótt og þörfin vaknar.
Slík innkaup eru þá gerð án
mikils samanburðar á verði og
vörum. Þessar vörur eru til-
tölulega ódýrar miðað við tekj-
ur fólks, en það er forsenda
kaupa án verulegrar umþóttun-
ar. Þær þarf ekki að kaupa á
hverjum degi til að þær hljóti
þetta heiti, þvert á móti getur
langt um liðið milli kaupa.
Til dæmis eru rakblöð dagvör-
ur, þótt sumir hafi víst getað
látið pakkann endast von úr
viti.
í vaxandi mæli eru þetta
merkjavörur, mismunandi eftir
„merkjum“ en staðlaðar innan
merkisins, gæði, magn, pakki
og verð.
Þarna er mikið af matvörum
til daglegs og venjulegs brúks á
heimilunum. Þótt kannski sé
sagt, að eitt og annað sé „dýrt“
í þeim flokki, þá er nauðsynin
mikil, og hver einstök kaup
skipta tiltölulega litlu fyrir
fjárhag heimilisins í heild sinni.
MARGAR VERZLANIR í
SÖMU BYGGINGARHEILD
Dagvöruverzlanir eru stað-
settar í íbúðarhverfum eða við
umferðaræðar af þeirri ástæðu,
að fólk fer allajafnan ekki lang-
leiðis til að sækja þær af fram-
angreindum einkennum slíkra
vara. Hins vegar munu ein-
stakar verzlanir innan flokks-
ins stefna að því að vera
eins langt frá hver annarri og
unnt er innan þess landfræði-
lega ramma, sem til er.
Verzlunarmiðstöðvar eru
margar verzlanir í sömu bygg-
ingarheild, þar sem uppfylltar
eru flestar brýnustu kaupþarf-
ir almennings, einkum dag-
vöruþarfir, og einkum í út-
hverfum.
Dagvöruverzlanir eru sjald-
an í miðborgum.
FV 3 1972
27