Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 39
Fjöldi mannct úr Kópavogi og jafnvel úr Keflavík gerir innkaup í Suðurveri í Stigahlíð. um hverfum og jafnvel frá Suðurnesjum, auk þess sem fólkið í hverfinu í kring hefði fljótt lært að meta, hversu auðvelt er að gera helztu inn- kaupin á einum stað. Kringlu- mýrarbrautin skiptir megin- máli fyrir afkomu fyrirtækj- anna í Suðurveri, og hvers konar lokanir götunnar koma hart niður á fyrirtækjunum. Ingibjörn Hafsteinsson, kaupmaður í Hamrakjöri, er aðeins 27 ára að aldri, en hann hefur samt haft verzlun frá byrjun miðstöðvarinnar. „Hér í Suðurveri eru eig- endur nærri alveg hinir sömu og í byrjun. Reksturinn hefur gengið misjafnlega, en yfirleitt vel, og menn hafa ekki farið á hausinn,“ segir hann. „Ár- in 1968 og 1969 drógust við- skiptin saman, því að efna- hagur fólks var yfirleitt í lág- marki. Ég gæti ekki lifað á viðskiptum við fólkið hérna í hverfinu einum, en viðskipta- vinir koma úr öllum áttum. HÚSMÆÐUR í HÁLFSDAGS- STARFI Ég reyni að hafa starfsfólk í lágmarki. Mér hefur tekizt að hafa breytilegan starfs- mannafjölda, allt frá tveimur, á þeim tímum dagsins, þegar minnst er að gera, upp í fimm auk mín á laugardagsmorgn- um. Ég hef haft góða reynslu af því, að húsmæður hafa gjaman viljað koma hingað í vinnu hálfan daginn, og með því geta verið fjórir á anna- tímanum dag hvern. Á laug- ardögum hefur t. d. skólafólk og bankafólk gjarnan viljað fá vinnu og hafa svo frí aðra daga.“ Ingibjöm og eigandi kjöt- búðarinnar við hliðina, Ró- bert, voru báðir á því, að erf- itt væri að hafa samkeppni um matvöru fyrir tvær ekki ósvip- aðar búðir í sömu miðstöðinni. Þó töldu þeir, að vöruval búð- anna væri nægilega mismun- andi til þess, að þetta hefði gengið. Kaupmenn voru sammála um, að húsaleiga væri sann- gjörn. Yfirleitt leigja þeir hús- næðið til allmargra ára í senn. „Konurnar þurftu tíma til að átta sig á, að þær gátu fengið þessar vörur hér í stað þess að fara niður í bæ,“ sagði verzlunarkonan í Gjafa- og snyrtivöruverzluninni. Þetta var nokkuð rólegt fyrst, en er nú orðið ágætt.“ Sú verzlun hefur, eins og flestar aðrar, verið hér í fimm ár. Fyrir um tveimur árum kom Kringlumýrarbrautin til sögunnar og breytti öllum að- stæðum fyrir miðstöðina. 15% SAMDRÁTTUR VEGNA VINSTRI BEYGJU BANNS í viðtali við Sverri Þor- steinsson, sem rekur Hlíða- grill í Suðurveri, kom fram, hversu háðar verzlunarmið- stöðvar eru umferðaræðum. Breytingar, sem voru gerðar á beygjum í grennd við Suður- ver, og einnig Norðurver, höfðu veruleg áhrif á viðskipti í verzlunarmiðstöðvunum. Sverrir segir, að salan hafi minnkað um 15% í nóvember, þegar bönnuð var vinstri beygja frá Kringlumýrarbraut, en hún er nú aftur leyfð. Grillin virðast yfirleitt ganga vel, og þeim hefur fjölg- að jafnt og þétt allra seinustu árin, síðan Askur ruddi braut- ina í þessari þjónustu. „Viðskiptavinir Hlíðagrills eru úr öllum áttum,“ segir Sverrir. „Mikið frá Kópavogi og alla leið frá Keflavík. Þá eru alltaf stöðug viðskipti við fólkið í nágrenninu, og menntaskólanema í Hamra- hlíð.“ „Meira þyrfti að hugsa fyr- ir bílastæðum, þegar verzlun- armiðstöðvar eru skipulagðar. Lóðum er úthlutað, en ekki hugsað nóg um þörfina fyrir bílastæði með vaxandi fólks- fjölda og bílaeign.“ FV 3 1972 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.