Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 43

Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 43
lögleg, er endurgjald hefur komið fyrir eignina, t. d. hvort seljandi eignar getur sett það ákvæði inn í kaupsamning, að skuldheimtumenn kaupanda geti ekki gengið að hinni seldu eign. Slík ákvæði gætu hæg- lega orðið til þess að létta mönnum undanskot fjár. Það mun þó hafa verið ríkjandi skoðun, að slík ákvæði væru gild, einnig þegar endurgjald hefði komið fyrir eignina, en þó að því áskildu, að nægar líkur kæmu fram um það, að ákvæði þetta hefði ekki verið sett eingöngu í undanskots- skyni, heldur vegna einhverra sérstakra hagsmuna, sem selj- andi hefði af því, að eignin yrði framvegis í höndum hins nýja eiganda. Samningar um kaup með eignarréttarfyrirvara seljand- ans, unz endurgjaldið eða gagngreiðslan fyrir hið keypta er að fullu innt af hendi, eru mjög algengir nú á dögum, ekki hvað sízt í viðskiptum með hvers konar heimilistæki. Eignarréttarfyrirvari þessi er venjulegast tryggður með inn- setningargerð, þannig að selj- andi fær atbeina fógeta til þess að taka viðkomandi hlut úr vörzlum haldsmannsins. Til- kallsmaður hlutar, hvort sem það er fasteign eða lausafé, getur ekki alltaf fengið aðstoð fógeta til þess að taka hlut- inn úr vörzlum haldsmannsins. Ef svo væri, þá gætu menn í raun réttri flutt úrlausn slíkra mála allra frá héraðsdómara til fógetans. Skilvrði þau, sem hér verður að setja samkvæmt eðli máls- ins, eru þau, að ekki leiki vafi á því, hver sá hlutur sé eða réttur vfir hlut, sem taka skal, og jafnframt, að réttur tilkalls- mannsins megi teliast glöegur. Gntt dæmi um gildi eienar- réttarfyrirvara er hæst.aréttar- dómur frá árinu 1970. Þar hafði seljandi áskilið sér eien- arrétt að siónvarpi, ef eigi vrði staðið í skilum með greiðslu kaunverðsins. M>ð því að enn stóðu eftir í vanskilum óereidd- ir víxlar, var krafa selianda siónvarnsins tekin til greina og dæmt, að honum vrði með fóeetaeerð veitt umráð sjón- varpstækisins, geen því að hann skilaði ógreiddum víxl- um fyrir kaunverði tækisins, þá samtals að upphæð kr. 9.545.00. f undirrétti hafði verið synjað um innsetningargerð- ina, og þar tekið fram í dómi, að kaupandi hefði verið búinn að greiða hluta kaupverðs við samningsgerð (kr. 9.000.00). Seljandi hefði lýst yfir rift- ingu samningsins vegna van- efnda, en ekki viljað bjóða fram endurgreiðslu þess fjár, sem kaupandi hefði þegar greitt. Ekki lægi heldur neitt fyrir um raunverulegt ástand þess munar, sem samningur- inn var gerður um, og væri óvíst, hve mikils virði hann væri nú. Upphaflegt kaupverð sjónvarpsins var kr. 27.665.00. Niðurstaða Hæstaréttar virð- ist þarna greinilega sú, að verzlunin, sem seldi sjónvarp- ið, hafi enn verið eigandi þess. TAKMARKANIR Á AÐILA- SKIPTUM Enda þótt ráðstöfunarheim- ild eiganda eða aðgangsheimild skuldheimtumanna hans hafi eigi verið takmörkuð berum orðum, þá er stundum rétt að líta svo á, að slík takmörkun felist að meira eða minna leyti í löggerningi þeim, sem stofn- aði til tiltekins réttar. Réttur- inn getur verið verulega mis- munandi eftir því á hvers höndum hann er, og þegar svo er, verður að ætla, að það hafi verið veruleg forsenda fyrir stofnun réttarins, að aðilaskipti að honum eigi sér ekki stað, og eru þau bá útiloknð af þeirri ástæðu. Þetta ffildir t. d. um flest afnotaréttindi. Sama getur átt sér stað um yfirfærslu réttinda. er bvsgjast á sérstakri réttindaheimild frá almenningsvaldinu. Hæstirétt- ur hefur þannig dæmt, að framsal á sérlevfisrétti væri óheimilt, með bví að eigi yrði staðhæft, að ríkisvaldinu stándi á sama, hver með slíkt sér- levfi fari. Þegar enginn fvrirvari er á gerður, getur aðili að jafnaði framselt öðrum rétt sinn sam- kvæmt gagnkvæmum samn- ingi. Jafnframt geta skuld- heimtumenn hans gengið að þeim rétti og erfingiar hans öðiazt hann eftir hans dag. f öllum þessum tiFellum verð- ur réttur hins nvja eiganda hinn sami og réttur heimiidar- mannsins var, og um leið er því rétti heimildarmannsins lokið. En sé gagngreiðslan, sem á móti á að koma, eitt- hvað það, sem hinn fyrri eig- andi einn getur innt af hendi, t. d. persónuleg vinna, er gagn- aðila þó rétt, þrátt fyrir aðila- skiptin, að greiða til hins fyrri eiganda og yfirleitt að snúa sér til hans viðvíkjandi samning- um um greiðsluna. í lögum eru hér og hvar ákvæði, sem takmarka það, að aðilaskipti geti orðið að tiltekn- um tegundum réttinda, og í öðrum tilfellum verður að telja, að það leiði af eðli sumra réttinda, að aðilaskipti að þeim geti ekki átt sér stað, jafnvel þótt eigi séu bein lagafyrir- mæli um það. í þessum tilfell- um verður jafnan að gæta þess, að takmarkanir á aðila- skiptum geta verið mismun- andi víðtækar. Þótt réttindi þannig séu undanskilin aðför, þarf ekki af því að leiða, að þau geti ekki gengið í erfðir eða að eigandinn geti ekki framselt þau. Þannig hefur löggjafinn tal- ið það rétt í ýmsum tilfellum að undanskilja réttindi, sem ætluð eru til framfærslu eig- anda eða styrktar, aðför skuld- heimtumanna hans. Dæmi um þetta er, að ekki má taka fjár- námi eftirlaun eða þvílíkt styrktarfé úr opinberum sjóði, nema í gjalddaga sé komið, og sömuleiðis er bannað að taka fjárnámi framfærslueyri með konu eða barni, ef til er tek- inn með yfirvaldsúrskurði eða sátt. Aðrar takmarkanir laga á heimild til aðildarskinta að réttindum byggjast aðallega á tillitinu til annarra en rétt- hafans, hins opinbera eða einstakra manna, sem eigand- inn stendur í vissu réttarsam- bandi við. Sem dæmi um þetta má nefna, að bannað er að taka fjárnámi laun embættismanna eða sýslunarmanna, nema í gjalddaga séu komin, og að bannað er að taka fjárnámi rétt samkvæmt gagnkvæmum samningi, sem eiei er begar efndur af fiárnámsbola. ef bað, sem hann skvldi af hendi láta, er eigið verk hans eða vinna eða eitthvað það, sem fjár- námsbeiðandi er ekki eða verð- ur ekki við fiárnámið fær um að láta í té. Enn má nefna, að bannað er að gefa, selja eða veðset.ia væntanlegan arf eða gera aðför í honum. (Heimildir: Hæstaréttardómar; Eignarréttur eftir próf Ólaf Lárus- son; ASfarargjörðir eftir próf Einar Arnórsson). FV 3 1972 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.