Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 22

Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 22
í byrjun sjöunda áratugar- ins var afkoma Loftleiða orðin mjög góð. Þess sáust líka glögg merki í framkvæmd’um á Reykjavíkurflugvelli. Gamli skúrinn, sem notaður hafði verið sem farþegaafgreiðsla varð nú að víkja, en upp er risin ný og glæsileg hótel- og skrifstofubygging ásamt far- þegaafgreiðslu. í lofti urðu líka áberandi framfarir þegar Rolls Royce-skrúfuþoturnar leystu Clo’udmaster-vélarnar af hólmi. Svo kom þotuöldin með enn stærri og hraðfleygari farar- tækjum. Samanlagður farþega- fjöldi félagsins í fyrra var um 327 þúsund, tíu árum áður 81 þús. og árið 1953 aðcins 5 þús- und. Með öflugri söl’ustarfsemi víða um lönd hafa Loftleiðir tryggt sér ákveðinn isess meðal flugfélaganna á Atlantshafs- flugleiðinni. Farþegafjöldinn fer vaxandi og í síharðnandi samkeppni eru áætlanir gerð- ar um nýjar flugvélategundir. Þeir Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen, stefna hátt eins og þeir gerðu strax á Stinson-vélinni forðum og hafa nú a’ugastað á breiðþotunni Boeing 747 fyrir félagið sitt.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.