Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 25
telst þó í öllu þessu umróti
er sannfæring borgarbúanna,
83,000 að tölu um að þeir séu
færir um að glíma við öll þau
vandamál, sem olían kann að
færa þeim. Fyrir þremur ár-
um lét Peter Holst, fram-
kvæmdastjóri verzlunarráðsins
í ljós efasemdir um að rétt
væri að setja allt á fulla ferð
í Stafangri til þess að taka
þátt í olíukapphlaupinu. „Við
höfum áhuga á auknum um-
svifum, sagði Holst þá,“ en
við vitum ekki hve langan
tíma áhrifin kunna að vara.
Við viljum ekki neina happa
og glappa pólitík í þessu efni.“
Atvinnurekendur á staðnum
óttuðust mikinn vinnuaflsskort
í iðnaðinum á borgarsvæðdnu.
Útivistarunnendur voru hrædd-
ir um að olíubrák myndi ber-
ast upp í fjörur inni í fjörð-
um á sama tíma og olíuhreins-
unarstöðvar myndu menga
loftið.
Þessi ótti fólks er ekki enn
fullkomlega horfinn. En í Staf-
angri hefur tekizt að hafa
stjórn á hlutunum. Borgaryfir-
völd, fyrirsvarsmenn í við-
skiptalífinu og iðnaði hafa
unnið náið saman og tekið
mið af ihagsmunum hverra
annarra og vegið og metið
hvort þeir færu saman við
hagsmuni Stafangurs.
NÝ SMAbATAHÖFN
Fyrir nokkrum árum kom-
ust menn örlítið í uppnám
þegar Philips fyrirtækið
kynnti áform sín um að
byggja olíupalla úr stáli í Staf-
angri. Leiðtogar borgarmála
og iðnaðarins ákváðu að hafna
ráðgerðinni. Skortur er á raf-
suðumönnum og bygging stál-
palla myndi þýða skort á
mönnum hjá Moss-Rosenberg
skipasmíðastöðinni hinum
megin við flóann, þar sem
nýstárleg gasflutningaskip eru
í smíðum. Allt öðru máli
myndi gegna um palla smíð-
aða úr steypu. Gerð þeirra
myndi skapa byggingamönn-
um vetrarverkefni, sem gætu
vegið upp á móti árstíða-
bundnu atvinnuleysi þessarar
stéttar yfir háveturinn. Jarðýt-
urnar voru sendar á vettvang
og ruddu þær gryfju eina
mikla, aðeins nokkra metra
frá sjó. Og þarna var byggður
birgðageymir við Ekofisk-olíu-
lindirnar og rúmar hann um
eina milljón tunna af olíu.
Geysilegar framfarir hafa orð-
ið í smíði olruborunarpalla og
hafa Norðmenn náð góðum ár-
angri á því sviði.
Þetta er geysilegt ferlíki úr
steinsteypu, um 100 metrar í
þvermál og næstum annað
eins á hæðina. Hann á að
verða birgðastöð fyrir Philips-
fyrirtækið á Ekofisk- oiíu-
lindnasvæðinu.
Þegar lokið var við að
steypa geyminn var ruðzt í
gegnum eiðið milli gryfjunnar
og sjávar og dráttarbátar
drógu geyminn út á fjörðinn
og til sjávar. Þá sléttuðu jarð-
ýturnar meðfram lóninu, sem
myndazt hafði. í stuttu máli
var þetta einmitt það, sem
Stafangursbúar þurftu á að
halda.
„Smábátahöfn“, sagði Arne
Rettedal, forseti borgarstjórn-
ar í Stafangri. „Hér verður
rými fyrir 400 báta og það
kostar okkur ekki eyri. Ef lit-
ið er yfir Stafangursfjörðinn
koma menn auga á athafna-
svæði, þar sem jarðýtur og 10
tonna vörubílar voru að róta
upp Ijósgulum leir: Önnur
bátahöfn í bígerð.
Þessi seinni bátahöfn verður
notuð í fimm ár fyrir bygg-
ingamenn, sem eiga að reisa
Condeep-borunarpallinn. Hann
verður einstakur í sinni röð.
Pallurinn verður á tveimur
hæðum, reistur úr holum,
steyptum sívalningum og
minnir helzt á fóðurgeyma á
tveim stöllum. Tveir af þessari
gerð hafa þegar verið pantaðir
til borana á olíuleitarsvæði
Breta í Norðursjó en bygg-
ingaverktakinn, Aker-Höyer-
Ellesen reiknar með nógu
mörgum pöntunum til að
byggðir verði tveir á ári
næstu fimm ár.
olíumálarAðstefna
í STAFANGRI
Condeep er byggður sam-
kvæmt hugmyndum norskra
verkfræðinga, sem hafa þarna
sett fram byggingarform, er
hentar á tiltölulega litlu dýpi
Norðursjávarins. Neðri hlut-
ann má nota til geymslu á olíu
en sá efri verður undirstaða
fyrir borunartækin. Borarnir
verða látnir ganga um miðj-
una og fer borunin því fram
í lokuðu rúmi.
Condeep er dæmigerður fyr-
ir þær tækniframfarir, sem
orðið hafa í Noregi á tiltölu-
lega skömmum tíma síðan olía
fannst við vesturströnd lands-
ins. Engin þjóð sendi jafn-
marga þátttakendur á olíu-
tækniráðstefnu í Houston 1973
og einmitt Norðmenn. Og í
haust ætla Stafangursbúar að
boða til sams konar ráðstefnu
hjá sér og sýningar í sambandi
við hana.
Það er líka til merkis um
þann sess, sem Stafangur skip-
ar nú í norsku efnahagslífi, að
þar er aðsetur Olíustofnunar
ríkisins, sem stjórnar öllum
aðgerðum Norðmanna í olíu-
málum. Þar eru líka miðstöðv-
ar Statoil, hins ríkisrekna olíu-
félags. í Stafangri eru því ekki
aðeins vinnubúðir og verk-
stæði tengd olíuiðnaðinum
heldur er stjórnarsetrið þar
einnig.
Að sjálfsögðu þarf meira til
en borunarpalla, birgðageyma
og skjalaskápa í nýju skrif-
stofurnar hjá Statoil. Fyrst og
fremst byggist þetta starf á
fólki. Það þarf borstjóra, raf-
suðumenn, froskmenn, bók-
haldara, endurskoðendur og
fjöldan allan af öðrum sér-
þjálfuðum starfsmönnum. Um
þessar mundir eru næstum
3000 manns í störfum, er lúta
að þátttöku Stafangurs í nýt-
ingu olíunnar í Norðursjó. Um
þriðjungur eru aðkomumenn,
sem verið hafa í olíubransan-
um í Nígeríu, við Persaflóann
og núna í Norðursjónum. Það
eru Bandaríkjamenn, Kanada-
menn, Bretar, ítalir og Frakk-
ar.
FV 3 1974
25