Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 33

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 33
hjá útgefendum, að þeir gætu sníkt út fé með auglýsingum. Alls kyns auglýsingablöð skutu upp kollinum, en þetta hefur stórminnkað. Fjölmiðlar á íslandi eru svo fáir, að val auglýsingamiðils er í rauninni ekki ýkja flókið. Þó koma inn í dæmið viss við- skiptasjónarmið, sem alltaf ráða einhverju um, hvar aug- lýsingar eru látnar birtast. Bf höfða skal til markaðarins hér á suð-vestur horni landsins eru það ákveðin, fá blöð, sem ná fuUkomiega til hans. Sé farið á víðara svið koma fleiri blöð og tímarit til greina. Oftast eru okkur ekki lagðar neinar sér- stakar línur frá fyrirtækjun- gerir aukin eftirspurn eftir þjónustu, hagkvæmnissjónar- mið með tilliti til stærðar, og þær grundvallarreglur, sem all- ar stofurnar starfa eftir nú, að gera ekki samninga við nema eitt fyrirtæki á hverju sviði. Við höfum velt því mikið fyrir okkur, hvort þetta sé rétt stefna. Allir sjá í hendi sér, að miðað við núverandi aðstæður eru margir útilokaðir frá við- skiptum og þurfum við ekki annað en að bera t. d. saman fjölda bílaumboða og auglýs- ingastofa. Við erum að selja fyrirtækj- unum söluaukningu, sem af auglýsingum leiðir. En hér um, um hvar þau vilji aug- lýsa. Valið er í höndum okkar sjálfra með tilliti til þess, hvar bezt borgar sig fyrir fyrirtæk- in að auglýsa í það og það skiptið. F.V.: — Hvernig finnst þér íslenzkir auglýsingateiknarar vera búnir undir störf sín af skólans hálfu? Kristín: — í myndrænni sköpun eru nemendur yfirleitt vel á vegi staddir, en auka þarf þekkingu þeirra á ýmsum þeim tæknisviðum, sem tengjast fag- inu, svo sem prentun. F.V.: — Þegar framboðið á teiknurum fer vaxandi og stof urnar geta ekki vaxið mikið umfram það, sem er í dag, hlýtur þeim að fjölga. Er ekki grundvöllur fyrir rekstri fleiri auglýsingastofa eins og aðstæð- ur eru nú? Kristín: — Ég tel víst, að auglýsingastofum fjölgi. Það eru kringumstæður þannig, að söluaukning hjá fyrirtæki get- ur orðið meiri en svo, að fyrir- tækið hafi undan. Það getur ekki selt meira, en á sama tíma erum við kannski skuldbundin til að þjóna ekki öðrum, sem þó hafa ennþá eitthvað að selja. Þessi mál eru sannarlega umhugsunarverð, og verða áreiðanlega tekin til endurskoð- unar. F.V.: — Kemur þáð oft fyr- ir, að fyrirtæki getur ekki full- nægt eftirspurn, sem í kjölfar auglýsinganna kemur? Kristín: — Þess eru dæmi, að fyrirtæki hafi beðið okkur að stöðva auglýsingaáætlun, sem búið var að setja af stað, þegar ljóst var að allt myndi seljast upp. F.V.: — Stundum hefur heyrzt gagnrýni á, að auglýs- ingastofur væru óþarflega dýr- ar og samtökin með þeim inn- byrðis nálguðust að vera óeðli- lega mikill og lítið mið tekið af frjálsri samkeppni. Hverju svarar þú slíkum staðhæfing- um? Kristín: — Ég dreg enga dul á, að þetta sé dýr þjónusta. Ég hef aldrei heyrt annað en að t. d. lögfræðingar og arkitektar væru dýrir og sama má segja um okkur. Það er matsatriði fyrir fyrir- tækin, hvort þau vilja láta aug- lýsingastarfsemi sína vera í einhverju hirðuleysi, reyna að basla við hana sjálfir eða kaupa þjónustu frá auglýsinga- stofu. í því tilfelli fá þeir auð- vitað reikning frá stofunni. Sannleikurinn er sá, að þörf fyrirtækjanna fyrir að auglýsa hefur kallað á þá þjónustu, sem við veitum. Þessi mál hafa ekki staðið í stað frekar en annað. Til þess að sannfærast um það þurfum við bara að fletta upp í 20-30 ára gömlum Mogga. Þarna hefur átt sér stað viss þróun, alveg eins og þegar sendiferðabílar leystu sendi- sveinahjólin af hólmi. Enginn efast þó um að hjólin séu ódýr- ari. Þetta er tiltölulega ný starfs- grein, og þar af leiðandi eru Litið inn hjá viðskiptavini úti í hæ (Halldóri Jónssyni h.f.). Kristín og Bjarni Grímsson ræða umbúðamál. samtökin hjá okkur kannski sterkari en víða annars staðar. Auglýsingastofurnar hafa líka þörf fyrir samskipti og sam- stöðu. Teiknarar hafa stofnað eigin samtök til að tryggja sér sem bezt kjör hjá stofunum og þess vegna hafa stofurnar með sér samtök líka. F.V.: — Heldurðu að það sé hægt að selja allt milli himins og jarðar, bara ef auglýsinga- herferðin er nógu öflug? Kristín: — Nei, alls ekki. Því veldur hugarfar almennings hér, sem er mjög gagnrýninn og gleypir ekki við hvaða boð- skap sem er jafnauðveldlega og manni virðist um fólk sums staðar erlendis. Yfirleitt er árangursríkast að höfða til skynsemi fólks og fyrir bragð- ið höfum við neitað að gera vissa hluti, sem menn hafa beð- ið okkur um í auglýsingaskyni. Svo erum við ekki alltaf að selja vöru. T. d. erum við FV 3 1974 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.