Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 45

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 45
Akranes Frá Akranesi eiu nú gerðir út 13-14 bátar, 60-300 tonn að stærð. Framleiðslugeta frysti- húsanna er um 150 t. á sólar- hring en stærstu fiskvinnslu- stöðvarnar eru Haraldur Böðv- arsson & Co h.f., Heimaskagi h.f., Þórður Óskarsson h.f., Haförn h.f., saltfiskverkunar- stöðin Hafbjörg h.f., niður- suðuverksmiðjan Arctic h.f., og Sildar- og fiskimjölsverk- smiðja Akraness. Fjögur frysti- hús hafa nýlega, ásamt bæjar- sjóði, stofnað útgerðarfyrir- tækið Krossvík h.f. og hefur fyrirtækið fest kaup á tveim- ur nýjum skuttogurum. Annar þeirra er kominn, en hinn, 850 tonn, er væntanlegur innan skamms. Skallagrímur h.f. hef- ur keypt nýja ferju til sigl- inga milli Akraness og Reykja- víkur og er hún væntanleg í vor. Á Akranesi er mikill annar iðnaður, auk fiskiðnaðarins, og eru stærstu fyrirtækin Sem- entsverksmiðja ríkisins og Þor- geir og Ellert h.f., dráttar- brauta- og skipasmíðastöð. Þrjár trésmiðjur, Akur h.f., Húsverk h.f., og Trésmiðja Guðmundar Magnússonar vinna m. a. fyrir Reykjavíkur- markað og tvær fataverksmiðj- ur, Skagaprjón og Fatagerðin h.f. Fjölmörg önnur þjónustu- og framleiðslufyrirtæki starfa á Akranesi, sem of langt mál yrði að telja hér upp. Helztu framkvæmdir bæjar- ins eru hafnargerð fyrir 28,5 millj. kr., byggingar gagn- fræðaskóla, íþróttahúss, dval- arheimilis og stækkun sjúkra- hússins auk gatnagerðar. Tilraunir vegna hitaveitu frá Leirá eru langt komnar, en einnig kemur til greina lögn frá Deildartunguhver. Stærsta áformaða fram- kvæmdin á Vesturlandi er bygging málmblendisverk- smiðju á Grundartanga í Hval- firði. Endanleg ákvörðun hef- ur enn ekki verið tekin, en væntanlega mun slík verk- smiðja hafa mikil áhrif á at- vinnulíf í öllum sveitarfélög- um sunnan Skarðsheiðar. Borgarnes Borgarnes er miðstöð þjón- ustu og verzlunar fyrir Borg- arfjarðarhérað norðan Skarðs- heiðar. Langstærsta fyrirtæ'kið á staðnum er Kaupfélag Borg- firðinga, og velta þess síðast- liðið ár var 1307 millj. króna. í sláturhúsi félagsins var m. a. slátrað um 70 þús. fjár, og var velta þess tæpar 269 millj. kr. Innvegið mjólkurmagn í mjólkursamlagið var um 10,5 millj. Mtra og veita þess um 310 millj. kr. Fastur starfs- mannafjöldi félagsins er 210 manns, þar af 185 í Borgar- nesi. FV 3 1974 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.