Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 47
Auk fjölda annarra verzlana
og þjónustufyrirtækja, sem
starfa í Borgarnesi, hefur á
síðustu árum vaxið þar iðnað-
ur, sem m. a. framleiðir til
útflutnings. Má þar nefna m.
a. naglagerðina Vírnet 'h.f.,
hattaverksmiðjuna Hött,
Prjónastofu Borgarness og
Neshúsgögn s.f.
Á vegum ríkisins er ráðgert
að heifja á þessu ári brúargerð
yfir Borgarfjörð við Borgar-
nes, en við þá framkvæmd
styttist akstursleið suður um
28,4 km. Ný læknamiðstöð,
sem byggð hefur verið í
tengslum við dvalarheimili
verður tekin í notkun á þessu
ári og á vegum hreppsins er
nýtt íþróttahús ií smíðum. Fyr-
irætlanir eru um lagningu
hitaveitu frá Deildartunguhver
á næstu árum.
Hótel Borgarnes ráðgerir
verulega stækkun og kaupfé-
'lagið mun hefja byggingu nýs
mjólkursamlags, auk ýmissa
annarra framkvæmda.
ISIeshreppur
og
í Neshreppi utan Ennis eru
5 fiskvinnslustöðvar. Þær eru
Hraðfrystihús Hellissands,
Hraðfrystihús Þorgeirs Árna-
sonar Rifi og saltfiskverkunar-
stöðvar Sigurðar Ágústssonar
og Kristjáns Guðmundssonar á
Rifi og Jökuls á Hellissandi.
Þar eru gerðir út 14 bátar,
50-250 tonn að stærð. Mikil
fólksfjölgun hefur átt sér stað
í þorpum Snæfellsness undan-
farin ár t. d. var hún yfir 8%
í Neshreppi á síðasta ári.
Helzttu framkvæmdir sveit-
arfélagsins eru bygging íþrótta-
húss og ný vatnsveita, auk
gatna- og holræsagerðar.
Frá Ólafsvík eru gerðir út
36 bátar 12-56 lestir að stærð
og auk þess 14 trillur. Vinnsla
aflans fer fram í Hraðfrysti-
húsi Ólafsvíkur h.f., Hrað-
frystihúsinu Hólavöllum h.f.,
og í þremur saltfiskverkunar-
stöðvum, Bakka s.f., Hróa h.f.,
og hjá Víglundi Jónssyni.
Fjórða stöðin er nú i smíðum,
Stakkholt h.f.
Ætlunin er að vinna að
hafnargerð í Ólafsvik fyrir 36
millj. kr. í ár, og ráðgert er
að halda áfram að steypa
Ólafsbraut, ca. 300 m kafla í
sumar. Á vegum sveitarfélags-
ins verða byggð 2 fjölbýlishús
með samtals 12 íbúðum og haf-
inn er undirbúningur að bygg-
ingu gagnfræðaskóla, félags-
heimilis og 500 t. vatnsgeymis.
Fiskverkunarstöðvar á Hell-
issandi, Ólafsvík og Rifi hafa
ákveðið að standa saman að
byggingu fiskimjölsverksmiðju
vegna loðnumóttöku en undan-
farin ár hefur engin loðnu-
bræðsla verið á Snæfellsnesi,
þrátt fyrir nálæg loðnumið.
Endanleg staðsetning á vænt-
anlegri verksmiðju hefur eikki
verið ákveðin.
Lesið Frjálsa verzlun,
gerizt áskrifendur.
Áskriftasími 82300 — 82302
FV 3 1974
47