Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Page 65

Frjáls verslun - 01.03.1974, Page 65
Sana hf: Gosdrykkjaframleiðslan fer ört vaxandi Rætt við Hlagnús Pórisson, framkvæmdastjóra Sana h.f. er búin fullkoninustu tækjum til ölffamleiðslu. Sana h.f. var stofnað á Siglufirði árið 1929 undir nafninu Efnagerð Siglufjarðar. Starfaði fyrirtækið á Siglufirði fyrstu árin, en fluttist síðan til Ak'ureyrar 1943 og nefndist um skeið Efnagerð Akureyrar. Eins og nöfnin benda til var framleiðslan að mestu alls konar efnagerðarvörur, en þó hófst framleiðsla á drykkjar- vörum þegar á Siglufirði. Nafnið Sana var upphaflega skrásett sem vörumerki, en þegar viðskiptavinirnir og all- ur almenningur notaði það í daglegu tali sem nafn á fyrir- tækinu sjálfu var Sana nafnið tekið upp sem heiti hlutafé- lagsins. F.V. ræddi nýlega við Magnús Þórisson, fram- kvæmdastjóra Sana h.f. og spurði hann um starfsemi fyrirtækisins. Að sögn hans var ákveðið að hefja ölgerð árið 1965. Framkvæmdir við þá uppbyggingu hófust í maí 1966 og á næstu sjö mánuðum var lokið við breytingu á hús- næði og niðursetningu véla, ásamt öllum þeim störfum sem nauðsynleg voru til þess að framleiðsla gæti hafizt. Sana h.f. er búin öllum nýj- ustu og fuilkomnustu tækjum til ölframleiðslu, að sögn Magnúsar og var haft samráð við danska fyrirtækið Alfred Jörgensen um val á vélum og framleiðsluaðferð, en það fyr- irtæki hefur áratuga reynslu í hinni tæknilegu hlið ölfram- leiðslunnar og fjölmargar nýj- ungar sem notaðar eru við öi- framleiðslu í ýmsum löndum hafa fyrst orðið til á rannsókn- arstofum þessa danska fyrir- tækis, og er það til ráðuneytis um byggingu ölgerða víða um hei^h, að sögn Magnúsar. Sagði Magnús að gosdrykkja- framleiðslan færi nú ört vax- andi og væru helztu fram- leiðsluvörur Sana h.f. nú Thule lageröl, Mix, Engifer, Morgan Cream Soda, Malt öl og fleira. Þá framleiðir Sana h.f. einnig appelsínusafa, blandaðan ávaxtasafa, grape- fruitsafa, eplasafa og sykur- snauðan appelsíusafa. Fyrst á árinu 1970 var stofn- að nýtt fyrirtæki í Kópavogi, Ö1 og gos h.f. og annast það dreifingar á Thule lageröli og öðrum framleiðsluvörum Sana h.f. á Suður og Vesturland. Hefur sala á Sana vörum sunnanlands aukizt jafnt og þétt frá því að Ö1 og gos var stofnað, að sögn Magnúsar. Sagði Magnús, að T'hule lagerölið væri vinsælast af öll- um framleiðsluvörum Sana, og sagði hann, að sérlega væri vandað til framleiðslu þess og ávallt reynt að framleiða það með sem mestri fyllingu. Framleiðsla á veiku öli er mjög viðkvæm, að sögn Magn- úsar, og hefur mörgum reynst erfitt að framleiða gott öl með litlum styrkleika. — Þetta hef- ur þó tekizt mjög vel með T'hule lageröl, eins og eftir- spurn sýnir, sagði Magnús í lok samtalsins. Almennt Ieiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. fLUGSTOÐIH REVKJAVÍKURFLUGVELLI SÍMI 11422 FV 3 1974 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.