Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 74

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 74
Frá riisijórn Lélegir fjölmiðlar í prentaraverkfallinu og blaðaleysi hef- ur athygli manna venju fremur beinzt að frammistöðu fréttastofnana ríkisins við flutning frásagna af helztu stórviðburðum innanlands og utan. Margir töldu í fyrstu, að menn gætu hæglega án dagblaða verið. Þegar líða tók á verkfallið og sá kvittur komst á kreik að meiriháttar viðburðir i stjórnmálum væru framundan, varð það þó deginum ljósara að fi’éttastofur sjón- varps og útvarps stóðu sig engan veginn í stykkinu, hverjar sem ástæður þess kunna annars að vera. Þó að Ríkisútvarpið sé komið nokkuð á fimmtugsaldurinn hafa forráðamenn þess ekki enn getað fundið fréttum af pólitísk- um stórviðburðum eðlilegt rúm innan þess ramma, sem fréttastofunum hefur verið sniðinn. Sú staðreynd, að fréttir af stjórn- málum líöandi stundar eru eitt áhugaverð- asta efni, sem þessir fjölmiðlar geta flutt, virðist gjörsamlega hafa farið framhjá stjórnendum Ríkisútvarpsins. Um áratuga skeið hafa þeir hver af öðrum reynt aö forðast sjálfsagöa umfjöllun þessara mála í fréttatímum, þ^ngaö til stjórnvöld eða aðrir pólitískir aðilar hafa tekið frum- kvæðið og ráðið feröinni. Svo viröist sem nauöbeygðir láti forsvarsmenn útvarpsins loks til leiðast. í prentaraverkfallinu var það næstum á hvers manns vitoröi, að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar hefðu spáð þjóöinni miklum hrakförum í efnahagsmálum, ef ekki yrði rækilega gripið í taumana. Alls kyns sögusagnir um eðli vandans og vænt- anleg úrræði komust á kreik. Ríkisútvarp- ið steinþagði yfir þessum miklu tíðindum. Það var fyrst, er fulltrúar blaðanna fengu að lesa stutta pistla sína í fréttaauka hljóðvarpsins, að þjóðin fékk að heyra hvers kyns var. Sjónvarpið kom síðan all- mörgum dögum seinna með annars ágæta greinargerð en alltof síðbúna. Þannig voru starfsmenn dagblaöanna látnir ganga fram fyrir skjöldu og rjúfa þögnina. Ríkis- útvarpið treysti sér bersýnilega ekki til þess sjálft. Þetta rennir stoðum undir þær kenn- ingar, að fjölmiðlar ríkisins gefi ekki rétta mynd af mikilvægi innanlandsviðburða komi ekki til aðhald frá blöðunum. Austurvallar- sirkusinn Utvarp og sjónvarp hafa það forskot í samkeppni við blöðin, aö tæknin býður upp á þann möguleika að gera áhorfend- ur og áheyi’endur þátttakendur 1 rás við- burða um leið og þeir gerast. Þetta tæki- færi notaði útvarpið nokkuð í sölum Al- þingis, þegar ljóst var, að grundvöllur stjórnarsamstarfsins var brostinn. Sömu- leiðis tók sjónvarpið upp lengri og heil- legri parta úr umræðum í þingsölum en það hefur áður gert. Hvort tveggja gaf almenningi nokkru gleggri mynd af störf- um þingsins og hátterni einstaki’a þing- manna en hann hefur áður getað mótað með sér. Fólk hefur áreiðanlega gert sér mjög mismunandi skoöanir um gang mála á Alþingi og kannski er það einmitt fremur óljós afspurn af daglegum önnum þar inn- an veggja, sem veldur því að Islendingar hafa án tiltakanlega margra undantekn- inga borið sanna virðingu fyrir hinni gömlu stofnun. í kjölfar útvarps- og sjónvai’pssending- anna nýverið er aftur á móti ljóst, að Alþingi hefur mjög sett niöur og menn spyrja hverjir aðra, alvarlegir í bragði, hvort slíkir skrípaleikir, sem þeir hafa nú orðið vitni að, séu algengir í þingsölum. Þingmönnum má þaö vera alvarleg við- vörun, er kjósendur tala sín á milli um ,,Austui’vallai’sirkusinn“. Glottið á andliti forsætisráðherrans ásamt léttúðarhjali hans um samstarfsmenn í ríkisstjórninni var langt frá því að vera boðlegt þjóðinni, þegar svo alvarlega stóð á. Smekklausar athugasemdir Bjarna Guðnasonar um veikindi Björns Jónssonar og sjúkrahús- vist hans og ósæmilegt oröaval aö öðru leyti vöktu andúð þeirra, er á hlýddu í útvarpi. Það tekur vafalaust nokkurn tíma fyrir þingheim að bæta fyrir álitshnekkinn, sem Alþingi beið í vitund þjóðarinnar vegna þess ábyrgöarleysis, sem svo greinilega skein í gegn við umræðurnar um slit stj órnarsamstarfsins. 74 FV 3 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.