Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 7

Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 7
i sKutlu máli # Svalbarði Norðmenn hyggjast styrkja yfirráð sín á Svalbarða með því að veita meira fé til íbúa bar, en láta þeim jafnframt í té sjálfsforræði í ríkara mæli. Norð- menn eru í minnihluta á eynni, en stefnt er að 'því að treysta itök þeirra með þessum hætti. Ekki er talið ólík- legt að norska ríkið falist eftir námu- félaginu norska í einkaeign, sem þar hefur verið starfrækt, en rekstur þess hefur legið niðri um tíma. 0 Stfórnarskrá Sviss í cndurskoðun Stjórnarskrá Sviss er í endurskoð- un. Ekki er búist við róttækum breyt- inffum, en það þykir orðin plága að þurfa að hlaupa til þjóðaratkvæða- írreiðslu um léttvæe: málefni oft á ári. Sá lágmarksfjöldi sem krafist getur þjóðaratkvæðis um tiltekið málefni hefur verið óbreyttur í áratugi. Stjórnmálaflokkar eiga erfitt upp- dráttar við þessar aðstæður. # Lög um nafnlausar innistæður Ijög hafa nú verið sett í Danmörku þess efnis að skattayfirvöld fái aðfrang- að nafnlausum innistæðum í bönkum og sparisióðum. Var þetta reyndar svo viðkvæmt mál að þetta er ekki tek- ið skýlaust fram í lagatextanum, held- ur í framsögu ráðherrans með frum- varpinu. Bankamenn telja lítinn akk í þessu fvrir skattamenn þar sem peningarnir muni einfaldlega finna sér aðra farvegi. # Breytist aðild fjölþjóða- f yrirtækja ? Á það hefur revnt á undanförnum árum að mörg fjölþjóðafvrirtæki hafa farið illa út úr verkföllum og stighækk- andi launakröfum. Eru bílaverksmiðj- ur í Bretlandi í eigu bandarískra fvinr- tækia gott dæmi um slíkt. Er nú svo komið að ekki er talið ólíklegt að fjöl- bióðafyri}-tækin muni skipta um stefnu og telja þann kost vænstan, að eiga sem minnst, til bess að staðar- menn nevðist til að axla meiri ábyrgð sjálfir. # Matvæli taka síðast við sér I kjölfar orkukreppunnar hafa mörg haglíkön verið gerð til að spá í fram- tíðaiþróun. Flest bendir til þess að framleiðsla muni aftur fara að aukast í flestum vestrænum ríkjum frá 1976. Þó bendir margt til þess að matvæla- markaðir muni ekki styrkjast eins hratt og aðrir afurðamarkaðir. # Rússar einoka orkuna austantjalds Megnið af þeirri olíu og því gasi, sem Austur-Evrópuþj óðir nota, kemur i'rá Rússum. Allir gera sér Ijóst að mcð jtessu verða ríkin mjög háð seljandan- um. Nú er einnig að því stefnt að Sovét- í'íkin sjái ríkjunum fyrir kjarnorkuver- um, sem þau ein annast um framleiðslu á. Einnig gefur að skilja hvaðan úraní- um kemur til vinnslu í kjarnorkuverun- um. # Brezk - japönsk samvinna um flugvélasmíði ? Fulltrúar flugvélaverksmiðja í Jap- an hafa verið í heimsókn hjá brezkum starfsbræðrum sínum til þess að ræða samstarf á tæknisviðinu og möguleika á sameiginlegri framleiðslu flugvéla. I förinni voru fulltrúar frá japönsku iðnfyrirtækjunum Mitsubishi, Kawas- aki ogFuji. Heimsóttu þeir verksmiðjur BAC, Rolls-Royce og Hawker Siddley. BAC hefur reynt að vekja á'huga Jap- ana á sameiginlegri framleiðslu nýrrar útgáfu af BAC One-Elven, þó að þeir séu þegar skuldbundir til samstarfs við Boeing um smíði á þriggja hreyfla þotu. # SKF fjárfestir heima og erlendis Sænsku kúluleguverksmiðjurnar SKF ætla að ráðast í fjárfestingu upp á 840 millj. sænskra kr. á næstu fimm árum vegna endurbóta á verksmiðjum sín- um í Gautaborg. I mörgum þeirra verða teknar í notkun nýjar hálfsjálf- virkar vélar, sem leysa töluverðan mannafla af hólmi. Þá hefur SKF opn- að nýja verksmið.ju i Singapore í sam- vinnu við þýzkt dótturfyrirtæki. Þessi verksmiðja mun sérhæfa sig í fram- leiðslu vélhluta fyrir vefjariðnað. FV 11 1975 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.