Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 46
fyrirtækja innbyrðis né gagn-
vart innflutningi, en slík at-
hugun, þ. e. gagnvart inn-
flutningi, verður væntanlega
liður í athugun á áhrifum
EFTA-aðildar á islenzkan iðn-
að, sem nú er unnið að. Svo
virðist hins vegar sem afkomu-
hlutfall vörugreina iðnaðar í
heild hafi verið næsta stöðugt
á undanförnum árum, enda
hefur almennt efnahagsástand
einkennzt af mikilli eftirspurn
cftir hvers konar vöru og
þjónustu, og íslenzkur iðnaður
nýtur vafalaust enn talsverðr-
ar tollverndar auk þess sem
önnur vernd, t. d. fjarlægðar-
vernd, er veruleg í mörgum
greinum. Einnig má nefna
gengisskráningu, sem hlýtur að
ráða miklu um samkeppnis-
aðstöðu vöruframleiðslu gagn-
vart innflutningi.
VERÐSTÖÐVUN EÐA
AÐHALD AÐ VERÐHÆKK-
UNUM
Það, sem hæst hefur borið í
umræðum um verðlagsmál iðn-
aðarins að undanförnu, er sú
verðstöðvun, sem talið er að
hafi verið hér í gildi svo til
óslitið frá haustinu 1970. Rétt-
ara væri þó að nefna þetta á-
stand aðhald að verðhækkun-
um eða einfaldlega verðlags-
eftirlit, þar sem allar verð-
hækkanir hafa verið háðar
samþykki stjórnvalda. Yfir-
lýst markmið þessarar stefnu í
verðlagsmálum hefur verið að
draga úr verðbólgu, en árang-
ur þessara aðgerða í þá átt
virðist þó harla lítill. Verð-
lagseftirlitið hefur hins vegar
ef til vill haft einhver áhrif á
tekjuskiptinguna í þjóðfélag-
inu og sennilega einnig til þess
ætlazt. Um það, hvort þessi
verðlagsmálastefna hafi haft
afgerandi áhrif á vöxt og við-
eang íslenzks iðnaðar á undan-
förnum árum, verður engu
slegið föstu að óathuguðu máli.
Þó er sennilegt, að verðlagsað-
hald og verðlagseftirlit hafi
verið afar mismunandi í ein-
stökum greinum iðnaðar þar
sem starf verðlagsyfirvalda
hefur einkum beinzt að því að
halda aftur af verðhækkunum
á svokölluðum nauðsynjavör-
um. En einmitt í þessu felst
nokkur hætta af ströngu verð-
lagseftirliti um langan tíma,
þar sem það getur beinlinis
haft áhrif á framboð einstakra
vörutegunda án þess að til þess
sé ætlazt, auk þess sem það
getur haft áhrif á skipulag at-
vinnugreina, er þær aðlaga sig
eftiiiitskerfinu.
VERZLUN
Það sem sagt var hér að
framan almennt um verðmynd-
un í iðnaði á að sjálfsögðu
einnig við um verzlun. Al-
gengasta form verðmyndunar
er hlutfallsleg álagning á inn-
kaupsverð vöru (vörunotkun),
sem ætlað er að bera uppi bein-
an kostnað við dreifingu vör-
unnar og skila fyrirtækinu
hagnaði af starfsemi sinni.
Verzlunin ræður því nokkru
um endanlegt útsöluverð vöru
(þar sem ekki er um verðlags-
ákvæði að ræða), og framleið-
andi getur því verið í óvissu
um endanlegt útsöluverð eigin
vöru og þar með um sam-
kemjnisaðstöðu hennar á mark-
aði. Verzlúnin getur því oft
t.ekið mun beinni þátt í sam-
keppninni en iðnaðurinn, ef
svo mætti að orði komast.
Verðmyndun í verzlun hér á
landi hefur um langt skeið
verið í afar föstum skorðum
og undir eftirliti í formi há-
marksálagningar og bámarks-
verðs. í kaflanum um landbún-
að hér að framan var minnzt á
smásöluálagninPu á landbúnað-
arvörum, sem ákveðin er af
sexmannanefnd sem föst
krónutala og aðeins með til-
lögurétti kaupmanna. Há-
marksútsöluverð búvöru er
þannig ákveðið af sexmanna-
nefnd. Verðlagsnefnd ákveður
hámarksverð á ýmsum inn-
lendum iðnaðarvörum. auk
hess sem nefndin ákveður öll
álagningarhlutföll í heildsölu
og smásölu. ÁlaCTningarhlutföll
hafa verið hækkuð nokkrum
sinnum á undanförnum árum,
einkum í kjölfar verulegra
launahækkana og hefur hækk-
unin vfirleitt verið sú sama á
allri álagningu. Við gengis-
lækkanir hefur hins vegar
skapazt sú regla, að líta á á-
lagningu í reynd sem fasta
krónutölu, og krónutalan ver-
ið hækkuð sem nemur áætl-
aðri hækkun rekstrarkostnað-
ar beinlínis af völdum gengis-
breytingarinnar. Þetta hefur
falið í sér lækkun álagningar-
hlutfalls.
Um langa hríð hafa staðið
deilur um þetta verðlagskerfi
og áhrif þess á verðlag og
starfsemi verzlunar. Þótt svo
virðist sem áhrif verðlagseftir-
lits hafi reynzt fremur lítil í
þá átt að draga úr verðbólgu,
þá má telja sennilegt, að við
afnám verðlagsákvæða yrði um
verðhækkun að ræða á ýmsum
vörum og þar með hækkun al-
menns verðlags, a. m. k. fyrst
á eftir. Innbyrðis afstaða á-
lagningarhlutfalla hefur hald-
izt óbreytt um langt árabil, og
hefur því ekki verið unnt að
breyta álagningarhlutföllum
innbyrðis með tilliti til
breyttra dreifingarhátta og að-
drátta. Álagning á ýmsum vör-
um er því sennilega óeðlilega
lág miðað við dreifingarkostn-
að, en of há á öðrum vörum.
VERÐSAMKEPPNf L*TT
VIRK NEMA FYRIR LTTINN
HLUTA VÖRUFRAMRODS
Einnig hefur þetta kerfi verið
fremur talið ýta undir óhag-
kvæm innkaup en að það hvetti
til hagkvæmra aðdrátta. Á-
lagning á vörum með láea á-
lagningu myndi því fljótlega
hækka, þar sem það væri al-
mennt talið nauðsynlegt, en
hins vegar er óvíst, að um
lækkun álagningar yrði að
ræða, úr því að verzlunin hef-
ur ekki þegar séð sér hag í að
lækka hana í því skyni að auka
sölu. Með þessu er dregið í
efa. að verðsamkeppni sé mjög
virk nema fyrir lítinn hluta
vöruframboðs, hvort sem það
er vegna beinnar eða óbeinnar
samstöðu eða samvinnu verzl-
unarfyrirtækja um innkauo og
verðlagningu eða af öðrum á-
stæðum, auk þess sem verð-
lagseftirlit getur átt hér nokk-
urn þátt í. Samkeppni getur
hins vegar birzt í annarri mynd
44
FV 11 1975