Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 55
IVýleg könnun hjá iðnaðinum
Hugsanlegt að fjórfalda framleiðslu-
verðmæti ■ ullar- og skinnaiðnaðinum
Utflutningsverðmætið rúmar 1200 miljónir í fyrra
Ullar- og skinnaiðnaður er |iegar orðinn ein af helslu útflutningsgreinum íslendinga og nani út-
flutningur í henni á síðasta ári um 54% af öllum útflutningi á iðnaðarvörum, án áls. Iðnþró’unar-
nefnd, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Félag íslenskra iðnrekenda, hafa í samciningu látið gera
könnun, scm bendir til að hægt sé að margfalda framleiðsluverðmæti þessara greina, ef samhæft á-
tak er gert á sviði framleiðslu á hráefni, sölu- og markaðsstarfsemi, og staða fyrirtækja á þessu
sviði er bætt, bæði að framleiðslutækni og rekstrartækni.
Til að auka framleiðslu á ull
er lagt til, í framhaldi af 'þess-
ari könnun, að breyting verði
gerð á niðurgreiðslum á sauð-
fjárafurðum, þannig að svipað
verð verði greitt til bænda fyr-
ir kíló af kjöti og af ull. Þá
verði komið á lögbundnu ullar-
mati. Talið er að auka megi
magn og gæði ullarinnar, sem
bændur framleiða, án þess að
það hafi í för með sér skerð-
ingu á tekjum bænda, hækkað
verð á landbúnaðarvörum til
neytenda eða hækkaðar niður-
greiðslur.
ÞREFALT EÐA FJÓRFALT
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI
Þeir sem gerðu könnun
þessa, telja að þegar fram í
sækir ætti að vera hægt að þre-
falda eða fjórfalda útflutnings-
verðmæti á ullarvörum, sem
nam um 770 milljónum í fyrra.
Aukning gjaldeyristekna virð-
ist því hugsanlega geta orðið
tveir milljarðar, á núverandi
verðlagi. Þá telja þeir að þetta
geti haft í för með sér auknar
tekjur til bænda, þegar fram í
sækir.
í byrjun árs 1975, var gerð
könnun á þessu af starfsmönn-
um Félags íslenskra iðnrek-
enda, undir leiðsögn Mogens
Höst, verkfræðings, sem starf-
að hefur hér á vegum Iðnþró-
unarnefndar, með stuðningi
þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Árið 1974 voru flutt-
ar út skinnavörur fyrir 441
milljón króna, en ullarvörur
fyrir um 770 milljónir. Þá nam
útflutningur á áli 4.788 miljón-
um króna. Allur útflutningur
á iðnaðarvörum á árinu, að áli
undanskildu en lagmeti með-
töldu, nam um 2.240 milljón-
um.
Á þessu sama ári nam allur
útflutningur frá íslandi tæp-
lega 33 milljörðum og var vöru-
skiptajöfnuður óhagstæður um
20 milljarða. Það þarf því eng-
um að blandast hugur um
hversu mikilvægt það er að
geta aukið útflutningsverðmæti
á þessum vörum.
Þar við bætist að ullar- og
Frísklegir íslendingar í lopapeysum, sem útlendingar kaupa
gjarnan meðan þeir dveljast hér. Myndin er úr kynningarriti
Icemart á Keflavíkurflugvelli.
FV 11 1975
53